Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Starfsmenn fjármálafyrirtækja kenna fjármál í grunnskólum

Um helm­ing­ur grunn­skóla­nema fær kennslu í fjár­mál­um frá starfs­mönn­um fjár­mála­fyr­ir­tækja, sem leggja einnig til náms­bæk­ur. Skól­arn­ir bera ábyrgð á kennslu í fjár­mála­læsi sam­kvæmt við­mið­um í að­al­nám­skrá.

Starfsmenn fjármálafyrirtækja kenna fjármál í grunnskólum
Nemendur í Hagaskóla Um helmingur elstu nemenda í grunnskóla fær heimsókn frá Fjármálaviti á hverju ári. Mynd: Davíð Þór

Á hverju ári fær um helmingur grunnskóla landsins heimsóknir þar sem starfsmenn fjármálafyrirtækja kenna nemendum í 10. bekk um fjármálalæsi. Verkefnastjóri Fjármálavits, sem er í eigu samtaka fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, segir að áhersla sé lögð á hlutleysi, starfsmennirnir komi fram í nafni verkefnisins og aldrei sé talað um einstaka fyrirtæki.

Stundin greindi frá því nýverið að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir hafi greitt laun tveggja dagskrárgerðarmanna hjá RÚV Núll vegna þátta fyrir ungt fólk um fjármál. Þá hafi starfsmenn banka verið viðmælendur um lánveitingar og aðra bankaþjónustu án þess að vera titlaðir sem slíkir.

Þættirnir KLINK í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur voru sýndir í október og nóvember á síðasta ári. Markmið þáttanna var að efla vitund ungs fólks um fjármálareglur. Þættirnir voru unnir í samstarfi við Fjármálavit, sem er fræðsla í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða. Kostnaður við gerð þáttanna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár