Á hverju ári fær um helmingur grunnskóla landsins heimsóknir þar sem starfsmenn fjármálafyrirtækja kenna nemendum í 10. bekk um fjármálalæsi. Verkefnastjóri Fjármálavits, sem er í eigu samtaka fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, segir að áhersla sé lögð á hlutleysi, starfsmennirnir komi fram í nafni verkefnisins og aldrei sé talað um einstaka fyrirtæki.
Stundin greindi frá því nýverið að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir hafi greitt laun tveggja dagskrárgerðarmanna hjá RÚV Núll vegna þátta fyrir ungt fólk um fjármál. Þá hafi starfsmenn banka verið viðmælendur um lánveitingar og aðra bankaþjónustu án þess að vera titlaðir sem slíkir.
Þættirnir KLINK í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur voru sýndir í október og nóvember á síðasta ári. Markmið þáttanna var að efla vitund ungs fólks um fjármálareglur. Þættirnir voru unnir í samstarfi við Fjármálavit, sem er fræðsla í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða. Kostnaður við gerð þáttanna …
Athugasemdir