Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

120 starfsmenn Samherja sagðir skildir eftir í óvissu með lifibrauð sitt

Tog­ari Sam­herji í Namib­íu hélt ekki til veiða í Namib­íu á mið­viku­dag­inn. 120 starfs­menn í Namib­íu eru í óvissu um fram­tíð sína. Þeir fengu sms um að fjar­lægja eig­ur sín­ar úr tog­ar­an­um sem far­inn er af landi brott.

120 starfsmenn Samherja sagðir skildir eftir í óvissu með lifibrauð sitt
Óvissa um framtíð sjómannanna Samkvæmt frétt í namibísku blaði óttast 120 sjómenn sem starfa hjá félagi Samherja í Namibíu um afkomu sína vegna afleiðinga mútumálsins í Nambíu en Samherji ætlar að yfirgefa landið. Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson eru stærstu eigendur Samherja. Mynd: Skapti Hall­gríms­son

120 sjómenn sem vinna hjá félagi Samherja í Namibíu eru í óvissu með störf sín og fjárhagslega afkomu vegna þess að togarinn Saga eru hættur veiðum í landinu. Saga hét áður Blue Wave og var í eigu íslenska lífeyrissjóða í gegnum félag í skattaskjólinu Tortólu. Félag Samherja í Namibíu heitir Saga Seafood og er eitt af félögunum sem er miðju Samherjahneykslinu í Namibíu, hundruð milljóna króna mútugreiðslum til ráðamanna í Afríkuríkinu í skiptum fyrir hestamakrílskvóta sem sagt var frá í Kveik, Stundinni og Al-Jazeera í nóvember á grundvelli gagna frá Wikileaks. 

Þetta kemur fram í namibíska blaðinu New Era Live í dag. Samkvæmt frétt blaðsins sigldi togarinn frá Namibíu á miðvikudagsmorgun og hélt til veiða í Máritaníu eða í slipp á Kanaríeyjum, samkvæmt frétt blaðsins.

Fyrr í janúar sagði Samherji frá því að fyrirtækið væri að draga saman seglin í Namibíu með það fyrir augum að yfirgefa landið alveg. „Samherji er um þessar mundir að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það að markmiði að hætta alfarið rekstri í landinu. Hins vegar er ljóst að það mun taka einhvern tíma. Allar ákvarðanir vegna starfseminnar í Namibíu verða teknar í nánu samráði við þar til bær stjórnvöld og í samræmi við gildandi lög og reglur,“ sagði í frétt á heimasíðu Samherja. 

„Okkur þótti þetta einkennilegt þar sem við vorum á leið til veiða“

Fengu sms um að fjarlægja eigur sínar

Í frétt blaðsins er viðtal við einn af sjómönnunum 120, Frans Shilongo, þar sem hann segir sjómennina hafa fengið sms-skilaboð um að þeir myndu ekki halda til veiða um borð í Sögu og að þeir ættu að fjarlægja eigur sínar frá borði. „Okkur þótti þetta einkennilegt þar sem við vorum á leið til veiða. Yfirleitt er það þannig að 15 manna áhöfn fylgir togaranum ef hann fer í slipp, þess vegna þótti okkur þetta skrítið,“ segir Shilongo. 

Annar sjómaður, Leonard Shinedima, segir við blaðið að sjómennirnir hafi ekki fengið nein svör frá Samherjafélaginu um framtíð sína, einungis að skipið yrði í burtu í sex mánuði. „Svo virðist vera sem það enginn kvóti til að veiða, þess vegna mun skipið halda til veiða í Máritaníu. Við heyrðum einnig að skipið sé á leiðinni í slipp í Las Palmas á Kanaríeyjum. Þessir menn veita bara ekki skýr svör,“ segir sjómaðurinn. 

Enginn af forsvarsmönnum Samherjafélagsins í Namibíu, sem Egill Helgi Árnason hefur stýrt, vildi tjá sig við New Era Live þegar eftir því var leitað. 

Samkvæmt frétt New Era Live hafa starfsmennirnir áhyggjur af því að þeir muni ekki fá nein laun, eða uppsagnarfrest, ef störfum þeirra fyrir Samherjafélagið í Namibíu er nú lokið. 

„Sjómönnunum hefur enn ekki verið sagt upp en ef það gerist þá verður gert upp við þá í samræmi við þeirra lagalegan rétt og eftir namibískum lögum.“

Samherji: Réttindi starfsmanna virt

Í svari frá Samherja kemur fram að togarinn Saga hafi verið leigður til fyrirtækis í Namibíu. „Skipið Saga var leigt til Namibísks fyrirtækis sem hefur ekki fengið kvóta á skipið í Namibíu og getur þess vegna ekki veitt í lögsögu landsins. Við getum ekki svarað fyrir þá útgerð, hún er ekki á okkar vegum. Laun hafa verið gerð upp við áhöfn skipsins samkvæmt samningum og engar skuldir eru útistandandi.“

Í svari Samherja, frá Björgólfi Jóhannssyni forstjóra í gegnum ritarann Margréti Ólafsdóttur, kemur fram að gert verði upp við sjómenn togarans samkvæmt þeim lögum og reglum í Namibíu. „Sjómönnunum hefur enn ekki verið sagt upp en ef það gerist þá verður gert upp við þá í samræmi við þeirra lagalegan rétt og eftir namibískum lögum. Samherji hefur greitt öll gjöld, skatta, veiðiheimildir, laun osfrv. Samherji hefur og mun uppfylla allar lagalegar skyldur í Namibíu.“

Björgólfur svaraði ekki þeirri spurningu hvort Saga hefði farið frá Namibíu til að veiða í Máritaníu. 

Hafnar kaupum á togaranum

Í frétt blaðsins er einnig viðtal við framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins Tunacor sem sagt hefur verið eiga í viðræðum við Samherjafélagið í Namibíu um kaup á þessum togara félagsins en þeir eru þrír í heild sinni í Namibíu: Saga, Heinaste og Geysir. Þessu hafnar framkvæmdastjórinn í greininni og virðist því ekki vera neinn kaupandi að Sögu innan Namibíu. „Við ræddum þessi mál almennt en það þýðir ekki að við ætlum að taka togarann yfir. Þetta hefur ekki náð neitt lengra. Menn eru greinilega komnir á aðra skoðun núna og ef við hefðum vijað kaupa togarann þá hefðum við nú þegar gert það...“, segir framkvæmdastjórinn, Peya Hitula. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár