Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ásökunum um lögregluofbeldi vísað til héraðssaksóknara

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur vís­að kvört­un Atla Ja­son­ar­son­ar til hér­aðssak­sókn­ara. Atli lýsti því að lög­reglu­mað­ur hefði lam­ið sig al­gjör­lega að ástæðu­lausu. Ekki var kveikt á mynda­vél­um í lög­reglu­bíln­um.

Ásökunum um lögregluofbeldi vísað til héraðssaksóknara
Kvörtun vísað til héraðssaksóknara Atli segir að niðurstaðan komi honum þægilega á óvart.

Máli Atla Jasonarsonar, sem lýsti því að hann hefði orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglumanns algjörlega að ástæðulausu, hefur verið vísað til héraðssaksóknara til meðferðar. Nefnd um eftirlit með lögreglu tók ákvörðun þar um 24. janúar síðastliðinn.  Þá voru liðnir 198 dagar frá því að Atli sendi nefndinni kvörtun sína og 149 dagar frá því nefndin hafði fengið til sín öll gögn í málinu. Ekki var kveikt á myndbandsupptöku inni í lögreglubílnum sem Atli var færður í.

Atli lýsti því í viðtali í Stundinni 8. janúar síðastliðinn hverni hann hefði í júlí á síðasta ári komið að konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti. Hann hafi þá hringt á Neyðarlínuna sem hafi brugðist við með því að senda lögreglu á staðinn. Atli hafi rætt við tvo lögregluþjóna þegar þeir komu á staðinn, í mestu rólegheitum að því er hann taldi, en þá hafi komið að þriðji lögreglumaðurinn sem hafi ýtt við honum, sagt hann vera að trufla störf lögreglunnar og skipað honum að segja til nafns. Þegar Atli hafi neitað að gefa upp nafn, sem hann segir að hafi verið mistök sem rekja megi til þess hversu gáttaður hann hafi verið á framkomunni, hafi hann verið handtekinn, handjárnaður og honum ýtt inn í lögreglubíl.

Segist hafa verið laminn í andlitið

Atli lýsti því að óþægilegt hafi verið að sitja með hendur handjárnaðar bak við bak og því hafi hann hallað sér eilítið til hliðar í bílnum. „Það voru einhver heimskulegustu mistök ævi minnar. Andartaki síðar fékk ég olnboga lögreglumannsins í andlitið. Hann öskraði á mig að ég skyldi ekki reyna að flýja og að ég skyldi horfa út um gluggann. Viðbrögð mín við þessu voru einnig afar heimskuleg, því ég horfði ekki út um réttan glugga, ég horfði út um gluggan hans meginn. Aftur fékk ég olnboga í andlitið — í þetta skiptið fastar en áður og lögreglumaðurinn lagðist ofan á mig með tilheyrandi öskrum. Ef ég á að reyna að skýra hvað gerðist hlýtur hann að hafa haldið að ég væri að ögra honum en það var ég alls ekki að gera. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvað það var sem hann sagði en það tengdist því eitthvað að ég skyldi hlýða honum. Meðan á þessu stóð heyrðist ekkert í lögregluþjóninum sem ók bílnum,“ sagði Atli í fyrrnefndu viðtali.

„Það er fáránlegt að manni sé gert að bíða svona lengi“

Atli var færður í fangaklefa við komuna upp á lögreglustöð þar sem hann beið í um það bil tíu mínútur þar til hann var færður til skýrslutöku. Að henni lokinni hafi honum verið sleppt. Hann hafi farið og fengið áverkavottorð daginn eftir og síðan lagt fram kvörtun 11. júlí vegna framkomunnar. Í samtali við Stundina 8. janúar síðastliðinn velti Atli því fyrir sér hvernig á því stæði að hann hefði engin svör fengið við kvörtun sinni allan þennan tíma. „Með hverjum deginum sem líður þykir mér þetta fáránlegra. Mér hefur liðið verr og verr yfir þessu og þetta er að angra mig. Þetta er tvennt, annars vegar að hafa verið laminn af lögreglunni og hins vegar að fá engin svör. Er þetta í lagi? Má þetta kannski bara? Má lögreglan kannski bara gera fólki upp sakir og lemja það síðan inni í lögreglubíl?“

Furðulegt að myndbandsupptaka sé ekki sjálfvirk

Atli segir að niðustaðan hafi komið honum ánægjulega á óvart. „Allir sem ég hafði talað við höfðu sagt við mig að búast ekki við neinu frá nefndinni. Þess vegna fór þetta fram úr mínum vonum. Ég get ekki kvartað undan samskiptum mínum við nefndina en tímalengdin á afgreiðslu málsins er auðvitað fáránleg. Það er fáránlegt að manni sé gert að bíða svona lengi. Það er áhugavert að velta fyrir sér að eftir að hafa beðið í hálft ár líður bara hálfur mánuður frá því ég ræði við fjölmiðla um málið og þar til loksins niðurstaða fæst.“ Í reglum um störf nefndarinnar segir að hún skuli að jafnaði ljúka afgreiðslu mála á innan við mánuði. 

„Það veitir manni ekki mikla öryggistilfinningu að ekki sé verið að taka allt upp“

Í ákvörðun nefndar um eftirlit lögreglu kemur fram að nefndin hafi farið yfir fyrirliggjandi gögn í málinu, lögregluskýrslur og upptökur. Nefndin býr ekki yfir myndbandsupptökum sem varpað gætu frekari ljósi á málsatvik eins og þeim er lýst í erindi Atla,“ segir í ákvörðuninni. Í gær birti Atli eftirfarandi tvít: „Ég fékk þær upplýsingar í morgun, á fundi á lögreglustöðinni, að það kæmi fyrir að lögregluþjónar gleymdu að kveikja á myndbandsupptöku við handtöku. Mikið er nú heppilegt að vera gleyminn, þegar maður ætlar að beita ofbeldi, ekki satt?“

Í samtali við Stundina fyrr í dag segir Atli að hann vilji ekki fullyrða að lögregluþjónarnir hafi sleppt því að kveikja á vélinni viljandi. „Ég myndi ekki þora að fullyrða það en hins vegar finnst mér furðulegt að kerfið sé ekki þannig að það kvikni sjálfkrafa á myndavélum í þessum aðstæðum. Það veitir manni ekki mikla öryggistilfinningu að ekki sé verið að taka allt upp.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár