Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ásökunum um lögregluofbeldi vísað til héraðssaksóknara

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur vís­að kvört­un Atla Ja­son­ar­son­ar til hér­aðssak­sókn­ara. Atli lýsti því að lög­reglu­mað­ur hefði lam­ið sig al­gjör­lega að ástæðu­lausu. Ekki var kveikt á mynda­vél­um í lög­reglu­bíln­um.

Ásökunum um lögregluofbeldi vísað til héraðssaksóknara
Kvörtun vísað til héraðssaksóknara Atli segir að niðurstaðan komi honum þægilega á óvart.

Máli Atla Jasonarsonar, sem lýsti því að hann hefði orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglumanns algjörlega að ástæðulausu, hefur verið vísað til héraðssaksóknara til meðferðar. Nefnd um eftirlit með lögreglu tók ákvörðun þar um 24. janúar síðastliðinn.  Þá voru liðnir 198 dagar frá því að Atli sendi nefndinni kvörtun sína og 149 dagar frá því nefndin hafði fengið til sín öll gögn í málinu. Ekki var kveikt á myndbandsupptöku inni í lögreglubílnum sem Atli var færður í.

Atli lýsti því í viðtali í Stundinni 8. janúar síðastliðinn hverni hann hefði í júlí á síðasta ári komið að konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti. Hann hafi þá hringt á Neyðarlínuna sem hafi brugðist við með því að senda lögreglu á staðinn. Atli hafi rætt við tvo lögregluþjóna þegar þeir komu á staðinn, í mestu rólegheitum að því er hann taldi, en þá hafi komið að þriðji lögreglumaðurinn sem hafi ýtt við honum, sagt hann vera að trufla störf lögreglunnar og skipað honum að segja til nafns. Þegar Atli hafi neitað að gefa upp nafn, sem hann segir að hafi verið mistök sem rekja megi til þess hversu gáttaður hann hafi verið á framkomunni, hafi hann verið handtekinn, handjárnaður og honum ýtt inn í lögreglubíl.

Segist hafa verið laminn í andlitið

Atli lýsti því að óþægilegt hafi verið að sitja með hendur handjárnaðar bak við bak og því hafi hann hallað sér eilítið til hliðar í bílnum. „Það voru einhver heimskulegustu mistök ævi minnar. Andartaki síðar fékk ég olnboga lögreglumannsins í andlitið. Hann öskraði á mig að ég skyldi ekki reyna að flýja og að ég skyldi horfa út um gluggann. Viðbrögð mín við þessu voru einnig afar heimskuleg, því ég horfði ekki út um réttan glugga, ég horfði út um gluggan hans meginn. Aftur fékk ég olnboga í andlitið — í þetta skiptið fastar en áður og lögreglumaðurinn lagðist ofan á mig með tilheyrandi öskrum. Ef ég á að reyna að skýra hvað gerðist hlýtur hann að hafa haldið að ég væri að ögra honum en það var ég alls ekki að gera. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvað það var sem hann sagði en það tengdist því eitthvað að ég skyldi hlýða honum. Meðan á þessu stóð heyrðist ekkert í lögregluþjóninum sem ók bílnum,“ sagði Atli í fyrrnefndu viðtali.

„Það er fáránlegt að manni sé gert að bíða svona lengi“

Atli var færður í fangaklefa við komuna upp á lögreglustöð þar sem hann beið í um það bil tíu mínútur þar til hann var færður til skýrslutöku. Að henni lokinni hafi honum verið sleppt. Hann hafi farið og fengið áverkavottorð daginn eftir og síðan lagt fram kvörtun 11. júlí vegna framkomunnar. Í samtali við Stundina 8. janúar síðastliðinn velti Atli því fyrir sér hvernig á því stæði að hann hefði engin svör fengið við kvörtun sinni allan þennan tíma. „Með hverjum deginum sem líður þykir mér þetta fáránlegra. Mér hefur liðið verr og verr yfir þessu og þetta er að angra mig. Þetta er tvennt, annars vegar að hafa verið laminn af lögreglunni og hins vegar að fá engin svör. Er þetta í lagi? Má þetta kannski bara? Má lögreglan kannski bara gera fólki upp sakir og lemja það síðan inni í lögreglubíl?“

Furðulegt að myndbandsupptaka sé ekki sjálfvirk

Atli segir að niðustaðan hafi komið honum ánægjulega á óvart. „Allir sem ég hafði talað við höfðu sagt við mig að búast ekki við neinu frá nefndinni. Þess vegna fór þetta fram úr mínum vonum. Ég get ekki kvartað undan samskiptum mínum við nefndina en tímalengdin á afgreiðslu málsins er auðvitað fáránleg. Það er fáránlegt að manni sé gert að bíða svona lengi. Það er áhugavert að velta fyrir sér að eftir að hafa beðið í hálft ár líður bara hálfur mánuður frá því ég ræði við fjölmiðla um málið og þar til loksins niðurstaða fæst.“ Í reglum um störf nefndarinnar segir að hún skuli að jafnaði ljúka afgreiðslu mála á innan við mánuði. 

„Það veitir manni ekki mikla öryggistilfinningu að ekki sé verið að taka allt upp“

Í ákvörðun nefndar um eftirlit lögreglu kemur fram að nefndin hafi farið yfir fyrirliggjandi gögn í málinu, lögregluskýrslur og upptökur. Nefndin býr ekki yfir myndbandsupptökum sem varpað gætu frekari ljósi á málsatvik eins og þeim er lýst í erindi Atla,“ segir í ákvörðuninni. Í gær birti Atli eftirfarandi tvít: „Ég fékk þær upplýsingar í morgun, á fundi á lögreglustöðinni, að það kæmi fyrir að lögregluþjónar gleymdu að kveikja á myndbandsupptöku við handtöku. Mikið er nú heppilegt að vera gleyminn, þegar maður ætlar að beita ofbeldi, ekki satt?“

Í samtali við Stundina fyrr í dag segir Atli að hann vilji ekki fullyrða að lögregluþjónarnir hafi sleppt því að kveikja á vélinni viljandi. „Ég myndi ekki þora að fullyrða það en hins vegar finnst mér furðulegt að kerfið sé ekki þannig að það kvikni sjálfkrafa á myndavélum í þessum aðstæðum. Það veitir manni ekki mikla öryggistilfinningu að ekki sé verið að taka allt upp.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár