Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir lögreglu hafa lamið sig: „Hann öskraði á mig að ég skyldi ekki reyna að flýja“

„Má lög­regl­an kannski bara gera fólki upp sak­ir og lemja það síð­an inni í lög­reglu­bíl?“ seg­ir Atli Ja­son­ar­son, starfs­mað­ur á Vistheim­ili barna, sem lýs­ir því hvernig hann hafi ver­ið hand­tek­inn og beitt­ur of­beldi af lög­reglu eft­ir að hafa að­stoð­að með­vit­und­ar­lausa konu í Aust­ur­stræti. Hann hef­ur beð­ið í hálft ár eft­ir svör­um vegna kvört­un­ar sinn­ar.

Segir lögreglu hafa lamið sig: „Hann öskraði á mig að ég skyldi ekki reyna að flýja“
Lýsir ofbeldi lögreglu Atli segir að lögreglumaður hafi lamið hann án nokkurrar ástæðu.

„Með hverjum deginum sem líður þykir mér þetta fáránlegra,“ segir Atli Jasonarson, meistaranemi og starfsmaður á Vistheimili barna, sem hefur kvartað formlega undan því sem hann nefnir lögregluofbeldi.

Í júlí á síðasta ári kom Atli að konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti. Hann hringdi strax á Neyðarlínuna og óskaði eftir því að sjúkrabíll yrði sendur á staðinn. Þess í stað var það lögreglan sem mætti á svæðið og urðu atvik svo með þeim hætti að Atli var handjarnaður og settur inn í lögreglubíl, þar sem hann segir lögreglumann hafa lamið sig. Hálfu ári síðar hefur hann engin svör fengið eftir að hafa lagt fram kvörtun vegna starfa lögreglunnar.

Eftir alla biðina ákvað Atli að lýsa atvikunum á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá því að hann hafi, skömmu eftir miðnætti, komið að konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti. „Það fyrsta sem ég gerði var að hringja á Neyðarlínuna en þegar hún, konan, komst til meðvitundar þrábað hún mig um að hringja ekki þangað. Ég sagði henni að ég væri því miður búinn að því en ég skyldi vera með henni,“ skrifar Atli.

Sögðu hann trufla störf lögreglunnar

Þrátt fyrir að Atli hafi kallað eftir sjúkrabíl í samtali við Neyðarlínuna var það lögreglan sem birtist, á tveimur bílum.

Atli útskýrir í samtali við Stundina að hann hafi sagt við lögreglumenn sem komu út úr öðrum bílnum að konan hafi verið því mótfallin að lögregla kæmi að málinu og hann hafi svo spurt hvort þeir myndu ekki bara skutla konunni upp á spítala. „Ég fór og talaði við lögreglufólk úr öðrum bílnum um málið og það ég best veit voru þau bara á að hlusta á mig. Þá vindur sér út úr hinum bílnum lögreglumaður, að mér, ýtti mér upp að fyrri lögreglubílnum og sagði mér að ég væri að trufla störf lögreglunnar. Ég hafði ekki sagt við hann orð áður en að þessu kom. Hann snýr mér að bílnum og spurði mig til nafns, sem ég neitaði að gefa upp, sem voru mistök af minni hálfu. Ég veit það núna að ég hefði betur sagt honum hvað ég héti. Þá sagði hann mér að brotin væru orðin tvö, hann handjárnar mig og setur mig inn í bíl.“

„Þá sagði hann mér að brotin væru orðin tvö, hann handjárnar mig og setur mig inn í bíl.“

Atli segir að ástæða þess að hann hafi ekki gefið upp nafn hafi einfaldlega verið sú að honum hafi verið svo brugðið við framkomuna. „Ef ég hefði fundist á morðvetttvangi þá finnst mér ekki óeðlilegt að ég væri spurður til nafns og hvað ég væri að gera þar. Mér fannst þetta hins vegar bara svo súrrealískt, að þurfa að segja lögreglumanni sem ég hef aldrei séð áður og hef ekkert truflað, hvað ég héti, þegar ég hafði ekkert gert annað en að reyna að aðstoða fullorðna konu í nauðum. Þetta var bara svo skrýtið, svo óeðlileg framvinda málsins. Ég hef áður hringt á Neyðarlínuna vegna stelpu sem hafði dottið á andlitið og slasað sig. Þá komu bæði sjúkrabíll og lögregla og ég spjallaði við löggurnar. Ég var ekki laminn í það skipti.“

Handjárnaður fyrir aftan bak sat Atli svo við hlið lögreglumannsins sem hafði handtekið hann í lögreglubílnum. Hann lýsir því að sökum þess hversu óþægilegt hafi verið að sitja þannig með hendur járnaðar fyrir aftan bak hafi hann hallað sér eilítið til hliðar, upp að hurðinni. Hann hefði ekki sagt orð við lögreglumanninn.

„Andartaki síðar fékk ég olnboga lögreglumannsins í andlitið“

„Það voru einhver heimskulegustu mistök ævi minnar. Andartaki síðar fékk ég olnboga lögreglumannsins í andlitið. Hann öskraði á mig að ég skyldi ekki reyna að flýja og að ég skyldi horfa út um gluggann. Viðbrögð mín við þessu voru einnig afar heimskuleg, því ég horfði ekki út um réttan glugga, ég horfði út um gluggan hans meginn. Aftur fékk ég olnboga í andlitið — í þetta skiptið fastar en áður og lögreglumaðurinn lagðist ofan á mig með tilheyrandi öskrum. Ef ég á að reyna að skýra hvað gerðist hlýtur hann að hafa haldið að ég væri að ögra honum en það var ég alls ekki að gera. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvað það var sem hann sagði en það tengdist því eitthvað að ég skyldi hlýða honum. Meðan á þessu stóð heyrðist ekkert í lögregluþjóninum sem ók bílnum,“ segir Atli.

Hefur áhrif á andlega líðan

Atli var svo færður inn í fangaklefa við komuna á lögreglustöð en færður til skýrslutöku um það bil tíu mínútum síðar. Þar hafi verið haldin yfir honum ræða, eins og hann orðar það, og honum síðan sleppt. Félagi hans, sem hafði orðið vitni að handtökunni, kom og sótti hann og skutlaði honum heim. Þeir hafi hlegið að málinu, sem hafi verið viðbrögð við því hversu fáránleg atburðarrásin var. Það var ekki fyrr en heim var komið sem Atli áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. „Þá brotnaði ég niður og fattaði hvað þetta var fáránlegt.  Ég fór daginn eftir og fékk áverkavottorð vegna þessa en það var ekki mikið sem sá á mér, aðeins smávægileg bólga á kjálka. Ég fór svo og lagði fram kvörtun vegna þessa 11. júlí.“

„Má lögreglan kannski bara gera fólki upp sakir og lemja það síðan inni í lögreglubíl?“

Atli segir að hann hafi fengið upplýsingar um það frá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu að þar hafi fólk móttekið öll gögn málsins 29. ágúst á síðasta ári. Hann hafi sent kvörtunina til lögreglunnar 11. júlí hins vegar og því leið rúmur einn og hálfur mánuður frá því að gögnum málsins var skilað til nefndarinnar. „Ég sendi póst á nefndina 29. nóvember síðastliðinn og benti á að þá væru liðnir rúmir 90 dagar frá því að hún hefði móttekið gögn málsins. Í framhaldi af því spurði ég hvað afgreiðslu þess liði. Í svari við þeim pósti sagði starfsmaður nefndarinnar að málið hefði ekki verið tekið til meðferðar vegna anna.“

„Það er búið að vera ansi lýjandi að fá engin svör. Það virðist ekkert vera að gerast í málinu og ég er orðinn hundþreyttur á því . Þess vegna ákvað ég að skrifa þennan status til að sjá hvort það myndi skapa umræðu og jafnvel koma hreyfingu á hlutina. Með hverjum deginum sem líður þykir mér þetta fáránlegra. Mér hefur liðið verr og verr yfir þessu og þetta er að angra mig. Þetta er tvennt, annars vegar að hafa verið laminn af lögreglunni og hins vegar að fá engin svör. Er þetta í lagi? Má þetta kannski bara? Má lögreglan kannski bara gera fólki upp sakir og lemja það síðan inni í lögreglubíl?“

Fannst harkalega farið með Atla

Jón Sigurður Gunnarsson, félagi Atla, varð vitni að handtökunni og segir að hann hafi ekki séð nokkra ástæðu fyrir því hvernig komið var fram við Atla. „Eins og hann segir þá vildi hann ekki gefa upp nafnið sitt, sem maður á auðvitað að gera. Mér fannst samt ansi harkalega fram gengið og farið harkalega með Atla fyrir litlar sakir. Þegar Atli síðan sagði mér frá meðferð lögreglumannsins á honum í bílnum þá fannst mér það hins vegar alveg brjálað.“

Lögreglan sendi gögn frá sér í ágúst

Sigríður Björk Guðjónsdóttir Lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að hún þekki til málsins. Hún hafi orðið þess áskynja að í gærkvöldi að Atli hafi skrifað færsluna sem er hér til umræðu og þá kannað stöðu málið. Þá hafi komið í ljós að öll gögn er málið varða hafi verið send til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu í ágúst á síðasta ári.

„Við tökum mjög fast á þessum málum þegar þau koma upp.“

„Við tókum allt saman sem til var og sendum nefndinni því við getum ekki skoðað okkur sjálf. Það fór allt frá okkur þarna í ágúst. Við viljum hafa gegnsæi í þessu. Við erum að innleiða búkmyndavélar hraðar en til hafði staðið, einmitt til að tryggja sönnunarstöðu í svona málum. Við höfum líka vikið fólki úr starfi vegna ofbeldis gegn borgurunum og við tökum mjög fast á þessum málum þegar þau koma upp.“

Á að ljúka meðferð innan mánaðar

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur það hlutverk að taka til athugunar mál sem beint er til hennar af hálfu borgaranna er varða ætluð refsiverð brot lögreglumanna, ámælisverða háttsemi þeirra eða framkomu, auk annars. Í reglum um nefndina sem settar eru af innanríkisráðherra kemur fram að nefndin skuli greina þau erindi sem henni berast og senda þau til meðferðar hjá viðeigandi stjórnvaldi, telji hún ástæði til. Nefndin skal hraða meðferð máls eftir því sem kostur er og jafnaði ljúka meðferð þess innan mánaðar frá móttöku tilkynningar. Telji nefndin ekki efni til að vísa tilkynningu borgara áfram skal viðkomandi gerð grein fyrir því ásamt rökstuðningi.

Stundin óskaði eftir skýringum frá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu á því hvers vegna Atli hefði ekki fengið upplýsingar um stöðu málsins. „Nefndin tjáir sig ekki um einstök mál,“ sagði starfsmaður nefndarinnar, Ellen Ósk Eiríksdóttir, í samtali við Stundina. Spurð hvaða skýringar geti hugsanlega verið á því að afgreiðsla mála tefjist umfram þann mánuð sem tiltekið er að meðferð skuli að jafnaði taka endurtók Ellen að nefndin tjáði sig ekki um einstök mál en miklar annir væru hins vegar hjá henni þessi misserin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
7
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu