Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kristín ekki hæf til að verða ríkislögreglustjóri

Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir, sem sótt hef­ur um stöðu rík­is­lög­reglu­stjóra, hlaut ár­ið 2013 þriggja mán­aða fang­els­is­dóm í skatta­hluta Baugs­máls­ins. Í lög­reglu­lög­um seg­ir að rík­is­lög­reglu­stjóri megi ekki hafa hlot­ið fang­els­is­dóm

Kristín ekki hæf til að verða ríkislögreglustjóri
Uppfyllir ekki skilyrði Fangelsisdómur Kristínar í skattahluta Baugsmálsins gerir að verkum að hún uppfyllir ekki skilyrði til að verða skipuð ríkislögreglustjóri.

Kristín Jóhannesdóttir, einn umsækjenda um stöðu ríkislögreglustjóra, uppfyllir ekki hæfisskilyrði lögreglulaga til að hljóta skipun í embættið, sökum þess að hún hlaut  þriggja mánaða fangelsisdóm árið 2013. Í lögreglulögum er tiltekið að sá sem skipaður er ríkislögreglustjóri megi ekki hafa hlotið fangelsisdóm.

Kristín er hvað þekktust fyrir að hafa á sínum tíma verið í lykilhutverki í viðskiptaveldi Baugsfjölskyldunnar og var framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Gaums, auk þess að hafa setið í stjórn Baugs.

Kristín var, ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, bróður sínum, og Tryggva Jónssyni, sakfelld í skattahluta Baugsmálsins svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2012. Í dómnum var ákvörðun refsingar frestað, vegna mikils dráttar á meðferð málsins. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm ári síðar, 7. febrúar 2013.

Í Hæstarétti var Kristín sakfelld fyrir tvö brot í starfsemi Gaums. Hún hefði skilað röngum skattframtölum fyrir félagið, annars vegar þar sem vantaldar voru skattskyldar tekjur þess og hins vegar þar sem oftaldar voru til gjalda niðurfærslur tiltekinnar hlutabréfaeignar félagsins og tap þess oftalið. Í dómi Hæstaréttar var Kristín dæmd til þriggja mánaða fangelsisrefsingar, sem falla skyldi niður að tveimur árum liðnum héldi hún almennt skilorð. 

Samkvæmt 28. grein lögreglulaga skulu þeir sem skipaðir eru ríkislögreglustjórar „hafa hvorki hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að þeir urðu fullra 18 ára né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglustjórar verða almennt að njóta.“

Lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við og leitað álits hjá eru sammála þeirri túlkun að með því að Kristín var dæmd árið 2013 uppfylli hún ekki hæfisskilyrði til að verða skipuð ríkislögreglustjóri.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár