Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kristín ekki hæf til að verða ríkislögreglustjóri

Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir, sem sótt hef­ur um stöðu rík­is­lög­reglu­stjóra, hlaut ár­ið 2013 þriggja mán­aða fang­els­is­dóm í skatta­hluta Baugs­máls­ins. Í lög­reglu­lög­um seg­ir að rík­is­lög­reglu­stjóri megi ekki hafa hlot­ið fang­els­is­dóm

Kristín ekki hæf til að verða ríkislögreglustjóri
Uppfyllir ekki skilyrði Fangelsisdómur Kristínar í skattahluta Baugsmálsins gerir að verkum að hún uppfyllir ekki skilyrði til að verða skipuð ríkislögreglustjóri.

Kristín Jóhannesdóttir, einn umsækjenda um stöðu ríkislögreglustjóra, uppfyllir ekki hæfisskilyrði lögreglulaga til að hljóta skipun í embættið, sökum þess að hún hlaut  þriggja mánaða fangelsisdóm árið 2013. Í lögreglulögum er tiltekið að sá sem skipaður er ríkislögreglustjóri megi ekki hafa hlotið fangelsisdóm.

Kristín er hvað þekktust fyrir að hafa á sínum tíma verið í lykilhutverki í viðskiptaveldi Baugsfjölskyldunnar og var framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Gaums, auk þess að hafa setið í stjórn Baugs.

Kristín var, ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, bróður sínum, og Tryggva Jónssyni, sakfelld í skattahluta Baugsmálsins svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2012. Í dómnum var ákvörðun refsingar frestað, vegna mikils dráttar á meðferð málsins. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm ári síðar, 7. febrúar 2013.

Í Hæstarétti var Kristín sakfelld fyrir tvö brot í starfsemi Gaums. Hún hefði skilað röngum skattframtölum fyrir félagið, annars vegar þar sem vantaldar voru skattskyldar tekjur þess og hins vegar þar sem oftaldar voru til gjalda niðurfærslur tiltekinnar hlutabréfaeignar félagsins og tap þess oftalið. Í dómi Hæstaréttar var Kristín dæmd til þriggja mánaða fangelsisrefsingar, sem falla skyldi niður að tveimur árum liðnum héldi hún almennt skilorð. 

Samkvæmt 28. grein lögreglulaga skulu þeir sem skipaðir eru ríkislögreglustjórar „hafa hvorki hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að þeir urðu fullra 18 ára né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglustjórar verða almennt að njóta.“

Lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við og leitað álits hjá eru sammála þeirri túlkun að með því að Kristín var dæmd árið 2013 uppfylli hún ekki hæfisskilyrði til að verða skipuð ríkislögreglustjóri.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár