Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hver verður ríkislögreglustjóri?

Vin­sæld­ir, átök og sögu­leg­ar skír­skot­an­ir eru í bak­grunni um­sækj­enda um stöðu rík­is­lög­reglu­stjóra.

Hver verður ríkislögreglustjóri?
Umsækjendur um stöðu ríkislögreglustjóra Grímur Grímsson, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Logi Kjartansson, Kristín Jóhannesdóttir, Páll Winkel og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Á myndina vantar Arnar Ágústsson stýrimann.

Umsækjendur fyrir stöðu æðsta yfirmanns lögreglumála landsins, ríkislögreglustjóra, hafa nú verið birtar opinberlega. 

Haraldur Johannessen hætti sem ríkislögreglustjóri, eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins, auk formanns Landssambands lögreglumanna, lýstu vantrausti á hann. Hann hlaut 57 milljóna króna starfslokasamning sem fól í sér takmörkuð verkefni.

Það kemur í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að skipa í stöðuna til fimm ára. Ríkislögreglustjóri fer með æðsta yfirvald löggæslumála og almannavarna í umboði ráðherra, lögum samkvæmt. Ríkislögreglustjóri er meðal annars yfirmaður sérsveitarinnar, greiningardeildar, alþjóðadeildar, fjarskiptamiðstöðvar og almannavarna.

Meðal umsækjenda eru fangelsismálastjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sem vakti mikla athygli í starfi.

Umsækjendur um stöðu ríkislögreglustjóra

Arnar Ágústsson   

Titlaður 1. stýrimaður í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins en sagður öryggisvörður í umfjöllun Vísis.is um umsóknir um stöðu ríkislögreglustjóra.

Grímur Grímsson

Fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og nú tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Grímur er ekki með lögfræðimenntun, eins og gerð krafa er um í lögum, en mun láta reyna á hvort viðskiptafræðimennun sé „sambærileg menntun“. Hann er menntaður viðskipta­fræðing­ur og með meist­ara­próf í end­ur­skoðun og reikn­ings­skil­um og hefur meðal annars stýrt rannsóknum á efnahagsbrotum. Vegna þess var Grímur nafngreindur sérstaklega af athafnamanninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sagður „óheiðarlegur“ í opnu bréfi hans í Fréttablaðinu, sem þá var í eigu eiginkonu hans. Síðar var Grímur meðal annars kjörinn maður ársins hjá Bylgjunni og Vísi.is eftir framgöngu sína í rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur árið 2018. Grímur er fæddur 2. september 1961 og er því 58 ára.

Halla Bergþóra Björnsdóttir

Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Hún var skipuð lögreglustjóri af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur árið 2014. Vann sveitastörf í æsku og starfaði við Alþýðublaðið og Pressuna til skamms tíma. Lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, hlaut  lögmannsréttindi við héraðsdóm 1998 og lauk meistaraprófi í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 1999. Hefur starfað hjá sýslumannsembættum í Reykjavík og á Húsavík, lögmannsstofu í Reykjavík sem lögmaður, og í dómsmálaráðuneytinu frá 2002-2009 við ýmis verkefni. Sett sýslumaður og lögreglustjóri á Akranesi 2009 og loks lögreglustjóri á Norðurlandi eystra frá ársbyrjun 2015. Fædd 16. júlí 1969 og er því fimmtug. 

Kristín Jóhannesdóttir

Einna þekktust fyrir að hafa verið í lykilhlutverki í viðskiptaveldi Baugsfjölskyldunnar, sem hefur sögulega skírskotun til embættis Ríkislögreglustjóra. Baugur var lengi rannsakaður af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í Baugsmálinu svokallaða, sem fjölskyldan fullyrti að ætti sér pólitískar rætur, en það atvikaðist á sama tímabili og háttsettir menn innan Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu sinni við viðskiptaveldið, meðal annars vegna aðkomu þess að fjölmiðlum sem flokksmönnum þótti mörgum hverjum of gagnrýnir í garð flokksins. Rúmlega fimmtán ár eru síðan Kristín var á skrifstofu Ríkislögreglustjóra í yfirheyrslum með réttarstöðu sakbornings vegna Baugsmálsins, en skýrslurnar voru í kjölfarið birtar. Kristín var ekki dæmd í málinu. Kristín lagði stund á réttarsálfræði í framhaldsnámi sínu. Þess ber að geta að annar núverandi aðstoðarmanna dómsmálaráðherra er fyrrverandi stjórnarformaður Baugs. Fædd 9. mars 1963 og því 56 ára.

Logi Kjartansson   

Fyrrverandi lögfræðingur á stjórnsýslusviði ríkislögreglustjóra til skamms, með próf frá Lögregluskóla ríkisins og kláraði lögfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 2007. Hefur meðal annars sérhæft sig í peningaþvætti. Þannig hefur hann meðal annars haldið námskeið fyrir starfsfólk lífeyrissjóða um varnir gegn peningaþvætti. Hefur sótt um stöðu héraðsdómara. Fæddur 6. ágúst 1975 og því 44 ára.

Páll Winkel

Fangelsismálastjóri frá árinu 2007  og fyrrverandi lögreglumaður. Var fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands lög­reglu­manna í tvö ár. Starfaði sem lög­fræðing­ur hjá Fang­els­is­mála­stofn­un rík­is­ins 2001 til 2005. Lauk námi frá laga­deild Há­skóla Íslands árið 2000. Var á lista Smartlandsins á Morgunblaðinu yfir „10 heitustu piparsveina landsins“ árið 2015, en hvarf af þeim lista við að trúlofast Mörtu Maríu Jónsdóttur, ritstjóra Smartlandsins, í kjölfarið. Fæddur 10. júlí 1974 og er því 46 ára.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu. Skipuð af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra í kjölfar þess að Stefán Eiríksson sagði upp störfum vegna þrýstings í tenglsum við lekamálið svokallaða. Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, aðstoðarríkislögreglustjóri um tíma og áður sýslumaður á Ísafirði. Menntaður lögfræðingur og fyrsta konan til að gegna starfi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hefur meðal annars beint kröftum að markvissum aðgerðum gegn heimilisofbeldi. Fædd 10. júlí 1969 og því fimmtug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár