Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hver verður ríkislögreglustjóri?

Vin­sæld­ir, átök og sögu­leg­ar skír­skot­an­ir eru í bak­grunni um­sækj­enda um stöðu rík­is­lög­reglu­stjóra.

Hver verður ríkislögreglustjóri?
Umsækjendur um stöðu ríkislögreglustjóra Grímur Grímsson, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Logi Kjartansson, Kristín Jóhannesdóttir, Páll Winkel og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Á myndina vantar Arnar Ágústsson stýrimann.

Umsækjendur fyrir stöðu æðsta yfirmanns lögreglumála landsins, ríkislögreglustjóra, hafa nú verið birtar opinberlega. 

Haraldur Johannessen hætti sem ríkislögreglustjóri, eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins, auk formanns Landssambands lögreglumanna, lýstu vantrausti á hann. Hann hlaut 57 milljóna króna starfslokasamning sem fól í sér takmörkuð verkefni.

Það kemur í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að skipa í stöðuna til fimm ára. Ríkislögreglustjóri fer með æðsta yfirvald löggæslumála og almannavarna í umboði ráðherra, lögum samkvæmt. Ríkislögreglustjóri er meðal annars yfirmaður sérsveitarinnar, greiningardeildar, alþjóðadeildar, fjarskiptamiðstöðvar og almannavarna.

Meðal umsækjenda eru fangelsismálastjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sem vakti mikla athygli í starfi.

Umsækjendur um stöðu ríkislögreglustjóra

Arnar Ágústsson   

Titlaður 1. stýrimaður í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins en sagður öryggisvörður í umfjöllun Vísis.is um umsóknir um stöðu ríkislögreglustjóra.

Grímur Grímsson

Fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og nú tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Grímur er ekki með lögfræðimenntun, eins og gerð krafa er um í lögum, en mun láta reyna á hvort viðskiptafræðimennun sé „sambærileg menntun“. Hann er menntaður viðskipta­fræðing­ur og með meist­ara­próf í end­ur­skoðun og reikn­ings­skil­um og hefur meðal annars stýrt rannsóknum á efnahagsbrotum. Vegna þess var Grímur nafngreindur sérstaklega af athafnamanninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sagður „óheiðarlegur“ í opnu bréfi hans í Fréttablaðinu, sem þá var í eigu eiginkonu hans. Síðar var Grímur meðal annars kjörinn maður ársins hjá Bylgjunni og Vísi.is eftir framgöngu sína í rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur árið 2018. Grímur er fæddur 2. september 1961 og er því 58 ára.

Halla Bergþóra Björnsdóttir

Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Hún var skipuð lögreglustjóri af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur árið 2014. Vann sveitastörf í æsku og starfaði við Alþýðublaðið og Pressuna til skamms tíma. Lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, hlaut  lögmannsréttindi við héraðsdóm 1998 og lauk meistaraprófi í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 1999. Hefur starfað hjá sýslumannsembættum í Reykjavík og á Húsavík, lögmannsstofu í Reykjavík sem lögmaður, og í dómsmálaráðuneytinu frá 2002-2009 við ýmis verkefni. Sett sýslumaður og lögreglustjóri á Akranesi 2009 og loks lögreglustjóri á Norðurlandi eystra frá ársbyrjun 2015. Fædd 16. júlí 1969 og er því fimmtug. 

Kristín Jóhannesdóttir

Einna þekktust fyrir að hafa verið í lykilhlutverki í viðskiptaveldi Baugsfjölskyldunnar, sem hefur sögulega skírskotun til embættis Ríkislögreglustjóra. Baugur var lengi rannsakaður af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í Baugsmálinu svokallaða, sem fjölskyldan fullyrti að ætti sér pólitískar rætur, en það atvikaðist á sama tímabili og háttsettir menn innan Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu sinni við viðskiptaveldið, meðal annars vegna aðkomu þess að fjölmiðlum sem flokksmönnum þótti mörgum hverjum of gagnrýnir í garð flokksins. Rúmlega fimmtán ár eru síðan Kristín var á skrifstofu Ríkislögreglustjóra í yfirheyrslum með réttarstöðu sakbornings vegna Baugsmálsins, en skýrslurnar voru í kjölfarið birtar. Kristín var ekki dæmd í málinu. Kristín lagði stund á réttarsálfræði í framhaldsnámi sínu. Þess ber að geta að annar núverandi aðstoðarmanna dómsmálaráðherra er fyrrverandi stjórnarformaður Baugs. Fædd 9. mars 1963 og því 56 ára.

Logi Kjartansson   

Fyrrverandi lögfræðingur á stjórnsýslusviði ríkislögreglustjóra til skamms, með próf frá Lögregluskóla ríkisins og kláraði lögfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 2007. Hefur meðal annars sérhæft sig í peningaþvætti. Þannig hefur hann meðal annars haldið námskeið fyrir starfsfólk lífeyrissjóða um varnir gegn peningaþvætti. Hefur sótt um stöðu héraðsdómara. Fæddur 6. ágúst 1975 og því 44 ára.

Páll Winkel

Fangelsismálastjóri frá árinu 2007  og fyrrverandi lögreglumaður. Var fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands lög­reglu­manna í tvö ár. Starfaði sem lög­fræðing­ur hjá Fang­els­is­mála­stofn­un rík­is­ins 2001 til 2005. Lauk námi frá laga­deild Há­skóla Íslands árið 2000. Var á lista Smartlandsins á Morgunblaðinu yfir „10 heitustu piparsveina landsins“ árið 2015, en hvarf af þeim lista við að trúlofast Mörtu Maríu Jónsdóttur, ritstjóra Smartlandsins, í kjölfarið. Fæddur 10. júlí 1974 og er því 46 ára.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu. Skipuð af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra í kjölfar þess að Stefán Eiríksson sagði upp störfum vegna þrýstings í tenglsum við lekamálið svokallaða. Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, aðstoðarríkislögreglustjóri um tíma og áður sýslumaður á Ísafirði. Menntaður lögfræðingur og fyrsta konan til að gegna starfi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hefur meðal annars beint kröftum að markvissum aðgerðum gegn heimilisofbeldi. Fædd 10. júlí 1969 og því fimmtug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár