Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýn­ir harð­lega sölu Heima­valla á hús­næði þar sem áð­ur leigðu átján fjöl­skyld­ur. Arn­ar Gauti Reyn­is­son, fram­kvæmda­stjóri Heima­valla, seg­ir fé­lag­ið ekki hafa spurt nýja eig­end­ur hvað þeir ætl­uðu að gera við hús­næð­ið.

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi
Kallar eftir heiðarlegri vinnubrögðum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla. Myndin er samsett.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kallar vinnubrögð leigufélagsins Heimavalla í söluferli húsnæðis á Akranesi „siðlaus“. Hann segir að 18 fjölskyldur, eða 60 einstaklingar, standi frammi fyrir því að missa húsnæði sitt á næstu mánuðum eftir að Heimavellir seldu Holtsflöt 4 á Akranesi. Hann lýsir því í pistli á Facebook að þótt Heimavellir hafi uppfyllt lagalegar skyldur sínar hafi það skilið viðskiptavini sína eftir í „svartholi óvissunnar“ með því að upplýsa það ekki um raunverulega stöðu mála og líklega framvindu.

Framkvæmdastjóri Heimavalla, Arnar Gauti Reynisson, segir félagið hafa uppfyllt allar sínar skyldur og að það hafi ekki komið félaginu við hvað nýr eigandi ætlaði að gera við húsnæðið.

„Hér eru 18 fjölskyldur sem eru að missa grunnstoð sína sem er að hafa þak yfir höfuðið“

Vilhjálmur greinir frá því í pistli sem lesa má hér að neðan að fjölskyldurnar hafi fengið tilkynningu um að Heimavellir hefðu selt allar íbúðirnar á Holtsflöt 4. Hann segir að nú hafi komið í ljós að nýir eigendur hafi ekki í hyggju að leigja íbúðirnar áfram, heldur standi til að selja sem flestar hratt og vel. Þrjár fjölskyldur hafa leigusamninga sem renna út 31. mars, en segir Vilhjálmur að þær séu „eðlilega í fullkomnu uppnámi vegna sinnar stöðu. Aðrir leigusamningar renna síðan út margir hverjir á næstu mánuðum. Hér eru 18 fjölskyldur sem eru að missa grunnstoð sína sem er að hafa þak yfir höfuðið, en heildarfjöldi þeirra sem búa í þessum 18 íbúðum eru um 60 manns.“

Skilja leigjendur eftir í „svartholi óvissunnar“

Vilhjálmur álasar ekki nýjum eigendum þar sem þeir voru aðeins í viðskiptum við Heimavelli og hafa sitt eigið viðskiptamódel, heldur setur hann alla ábyrgðina á upplýsingaflæði leigufélagsins til leigjenda þess.

„Það er ömurlegt og gjörsamlega siðlaust að félag eins og Heimavellir sem keyptu íbúðir hér á Akranesi m.a. af Íbúðalánasjóði á sínum tíma og það á sérstökum sérkjörum skuli voga sér að skilja „viðskiptavini“ sína eftir í svartholi óvissunnar. En margir þeirra hafa leigt hjá Heimavöllum frá upphafi.“

Vilhjálmur telur það sómalaust að hafa ekki upplýst leigjendur um áformin „þannig að þeir hefðu meiri tíma en rúma tvo mánuði til finna fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Eða að tryggja með afgerandi hætti betri réttarstöðu þeirra sem hafa verið leigjendur hjá Heimavöllum um langa hríð þegar gengið var frá sölu á þessum 18 íbúðum. Ekkert af þessu var gert og eru því 18 fjölskyldur skildar eftir nánast bjargarlausar „örfáum mínútum“ áður en þau eiga að tæma íbúðirnar!“

Vilhjálmur bendir á að leigumarkaðurinn á Akranesi sé mjög erfiður, og því eigi þessar fjölskyldur framundan erfiðan róður. „Ég hef haft samband við Heimavelli og gert alvarlegar athugasemdir við þessu vinnubrögð og það má vera að þau standist húsaleigulögin en eitt er víst að þessi vinnubrögð eru gjörsamlega siðlaus með öllu. Þessi staða sýnir mikilvægi þess að skerpa þurfi enn frekar á húsaleigulögunum sem ég veit að verið er að gera og hef ég m.a. komið þessari ömurlegu stöðu íbúa að Holtsflöt 4 á framfæri við félagsmálaráðherra.“

„Hafi Heimavellir skömm fyrir að koma svona fram við leigjendur sína til margra ára!“

Bætir hann við: „Ég veit að bæjarstjórinn á Akranesi hefur eins og ég gríðarlegar áhyggjur af þessari stöðu sem upp er komin hjá íbúum að Holtsflöt, enda liggur fyrir að leiguíbúðir á Akranesi liggja ekki á lausu og því er staða þessa fólks ömurleg í alla staði og vonandi finnst í samráði við bæjaryfirvöld einhver lausn á þessu máli. En hafi Heimavellir skömm fyrir að koma svona fram við leigjendur sína til margra ára!“

Spurðu ekki kaupanda hvað hann ætlaði að gera við húsnæðið

Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla, sagðist í samtali við Stundina kannast við málið, en ekki hafa lesið pistil Vilhjálms og því ekki getað brugðist við honum. „Við erum skráð félag og ég get ekki fjallað um einstök viðskipti félagsins fyrir utan það sem við gefum opinberlega frá okkur“ segir hann. „Við upplýsum það bara í kauphöllinni þegar svo ber undir.“

 „Við erum skráð félag og ég get ekki fjallað um einstök viðskipti félagsins“

Hann sagði það klárt mál að sá sem kaupir fasteign þurfi að virða leigusamninga. „Hann hefur ekkert annara kosta völ en að virða samninginn eins og hann er, sem fylgir eigninni.“ Að því sögðu, þá væri ekkert sem hindraði nýjum eiganda að segja leigusamningum upp eftir kaup.

Aðspurður hvort félagið hafi vitað að kaupandi myndi ekki leigja íbúðirnar áfram út svarar Gauti að hann geti ekki tjáð sig um það. „Við seljum húsið með þeim leigusamningum sem því fylgja, og við höfum engar væntingar eða upplýsingar um annað en að kaupandinn muni standa við þá leigusamninga. Ef svo kemur til að íbúð er seld með leigusamningi, þá er það þannig. Þetta eru bara þau réttindi sem leigjendum er tryggð. Leigusamningur heldur sér alveg þótt húsnæði skipti um eigendur.“

„Við vorum ekki að spyrja kaupanda að því hvað hann ætlaði að gera við íbúðirnar“

Þegar blaðamaður ítrekar spurningu um hvort Heimavellir hafi vitað um áform kaupanda segir Gauti félagið ekki hafa spurt. „Við vorum ekki að spyrja kaupanda að því hvað hann ætlaði að gera við íbúðirnar. Hann bara keypti þær með öllu leigusamningunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár