Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, gríp­ur til varn­ar fyr­ir þá sem tjá sig um „hættu sem þeir telja að okk­ur steðja frá þeim sem að­hyll­ast trú­ar­brögð múslima“. Í fræði­grein sem hann gagn­rýn­ir er fjall­að um hat­ursorð­ræðu nýnas­ista og fleiri að­ila.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima
Jón Steinar Gunnlaugsson Fyrrverandi hæstaréttardómari Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir „viðhorf mannfyrirlitningar“ ráðandi í heimalöndum múslima. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hann nýlega fræðigrein um hatursorðræðu vonda ritsmíð og ver tjáningu sem getur talist neikvæð gagnvart einstaka þjóðfélagshópum.

Fræðigreinina skrifuðu Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, og Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um hatursorðræðu á Íslandi og í því samhengi skoðaðar heimasíður nýnasistasamtakanna Norðurvígis, þjóðernishyggjusamtakanna Vakurs, stjórnmálaflokkanna Íslensku þjóðfylkingarinnar, Frelsisflokksins og Flokks fólksins og loks Útvarps Sögu. 

Grípur Jón Steinar til varnar fyrir rétt þeirra til að tjá sig með þeim hætti sem höfundarnir skilgreina sem hatursorðræðu. Í upphafi greinar fjallar hann um að í stjórnarskrá sé löggjafanum heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður í þágu tiltekinna réttinda annarra, en þá grein þurfi að túlka þröngt. „Samt hefur þeim öflum vaxið ásmegin hin síðari ár sem vilja takmarka þetta frelsi í þágu skoðana sem þeir hinir sömu telja „réttari“ en skoðanir annarra,“ skrifar hann. „Þetta er að mínum dómi vond ritsmíð. Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum.“

„Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum“

Jón Steinar segir dómstóla hafa gengið of langt í að takmarka þetta tjáningarfrelsi. Hann segir skoðanaskipti hentug í þessum málum. „Til dæmis virðast höfundar vilja reisa skorður við því að menn tjái sig um hættu sem þeir telja að okkur steðja frá þeim sem aðhyllast trúarbrögð múslima á þeirri forsendu að í múslimaríkjum séu almenn mannréttindi brotin, t.d. á konum. Vera má að okkur Íslendingum stafi ekki hætta af slíku fólki. Engar líkur séu á að það muni reyna að koma hér á framfæri viðhorfum mannfyrirlitningar, sem virðast vera ráðandi í heimalöndum þess. Á þessu höfum við sjálfsagt mismunandi skoðanir,“ bætir hann við.

Fleiri rými þar sem má tjá neikvæð viðhorf til múslima

Í grein Eyrúnar og Kristínar benda höfundar á að hatursorðræða sé talin vaxandi vandi í hinum vestræna heimi. Sprottið hafi upp haturssamtök sem beiti sér gegn minnihlutahópum, bæði í orði og með ofbeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar hafi endurspeglað að neikvæð tjáning í garð ólíkra minnihlutahópa sé nokkuð almenn á Íslandi, en jafnframt megi greina fjölgun á rýmum þar sem einstaklingum virðist finnast þeir geta tjáð mjög neikvæð viðhorf, sér í lagi í garð múslima. Stjórnarskráin heimili skerðingu á slíkri tjáningu.

„Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu“

„Haturstjáning tengist uppgangi popúlískra stjórnmála, öfgaafla, vaxandi íslamsfælni og pólun (e. polarization) á Íslandi og í hinum vestræna heimi,“ skrifa þær í niðurlagi greinarinnar. „Hatursfull tjáning sem sett er fram í samfélaginu sprettur því ekki upp úr tómarúmi og er oft réttlætt eða látin óátalin í nafni tjáningarfrelsis. Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu sem beint er gegn ákveðnum minnihlutahópum og er ætlað að meiða, jaðarsetja og ógna en umfram allt sýna fram á ímyndaða yfirburði eins hóps gagnvart öðrum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár