Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, gríp­ur til varn­ar fyr­ir þá sem tjá sig um „hættu sem þeir telja að okk­ur steðja frá þeim sem að­hyll­ast trú­ar­brögð múslima“. Í fræði­grein sem hann gagn­rýn­ir er fjall­að um hat­ursorð­ræðu nýnas­ista og fleiri að­ila.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima
Jón Steinar Gunnlaugsson Fyrrverandi hæstaréttardómari Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir „viðhorf mannfyrirlitningar“ ráðandi í heimalöndum múslima. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hann nýlega fræðigrein um hatursorðræðu vonda ritsmíð og ver tjáningu sem getur talist neikvæð gagnvart einstaka þjóðfélagshópum.

Fræðigreinina skrifuðu Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, og Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um hatursorðræðu á Íslandi og í því samhengi skoðaðar heimasíður nýnasistasamtakanna Norðurvígis, þjóðernishyggjusamtakanna Vakurs, stjórnmálaflokkanna Íslensku þjóðfylkingarinnar, Frelsisflokksins og Flokks fólksins og loks Útvarps Sögu. 

Grípur Jón Steinar til varnar fyrir rétt þeirra til að tjá sig með þeim hætti sem höfundarnir skilgreina sem hatursorðræðu. Í upphafi greinar fjallar hann um að í stjórnarskrá sé löggjafanum heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður í þágu tiltekinna réttinda annarra, en þá grein þurfi að túlka þröngt. „Samt hefur þeim öflum vaxið ásmegin hin síðari ár sem vilja takmarka þetta frelsi í þágu skoðana sem þeir hinir sömu telja „réttari“ en skoðanir annarra,“ skrifar hann. „Þetta er að mínum dómi vond ritsmíð. Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum.“

„Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum“

Jón Steinar segir dómstóla hafa gengið of langt í að takmarka þetta tjáningarfrelsi. Hann segir skoðanaskipti hentug í þessum málum. „Til dæmis virðast höfundar vilja reisa skorður við því að menn tjái sig um hættu sem þeir telja að okkur steðja frá þeim sem aðhyllast trúarbrögð múslima á þeirri forsendu að í múslimaríkjum séu almenn mannréttindi brotin, t.d. á konum. Vera má að okkur Íslendingum stafi ekki hætta af slíku fólki. Engar líkur séu á að það muni reyna að koma hér á framfæri viðhorfum mannfyrirlitningar, sem virðast vera ráðandi í heimalöndum þess. Á þessu höfum við sjálfsagt mismunandi skoðanir,“ bætir hann við.

Fleiri rými þar sem má tjá neikvæð viðhorf til múslima

Í grein Eyrúnar og Kristínar benda höfundar á að hatursorðræða sé talin vaxandi vandi í hinum vestræna heimi. Sprottið hafi upp haturssamtök sem beiti sér gegn minnihlutahópum, bæði í orði og með ofbeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar hafi endurspeglað að neikvæð tjáning í garð ólíkra minnihlutahópa sé nokkuð almenn á Íslandi, en jafnframt megi greina fjölgun á rýmum þar sem einstaklingum virðist finnast þeir geta tjáð mjög neikvæð viðhorf, sér í lagi í garð múslima. Stjórnarskráin heimili skerðingu á slíkri tjáningu.

„Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu“

„Haturstjáning tengist uppgangi popúlískra stjórnmála, öfgaafla, vaxandi íslamsfælni og pólun (e. polarization) á Íslandi og í hinum vestræna heimi,“ skrifa þær í niðurlagi greinarinnar. „Hatursfull tjáning sem sett er fram í samfélaginu sprettur því ekki upp úr tómarúmi og er oft réttlætt eða látin óátalin í nafni tjáningarfrelsis. Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu sem beint er gegn ákveðnum minnihlutahópum og er ætlað að meiða, jaðarsetja og ógna en umfram allt sýna fram á ímyndaða yfirburði eins hóps gagnvart öðrum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár