Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, gríp­ur til varn­ar fyr­ir þá sem tjá sig um „hættu sem þeir telja að okk­ur steðja frá þeim sem að­hyll­ast trú­ar­brögð múslima“. Í fræði­grein sem hann gagn­rýn­ir er fjall­að um hat­ursorð­ræðu nýnas­ista og fleiri að­ila.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima
Jón Steinar Gunnlaugsson Fyrrverandi hæstaréttardómari Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir „viðhorf mannfyrirlitningar“ ráðandi í heimalöndum múslima. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hann nýlega fræðigrein um hatursorðræðu vonda ritsmíð og ver tjáningu sem getur talist neikvæð gagnvart einstaka þjóðfélagshópum.

Fræðigreinina skrifuðu Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, og Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um hatursorðræðu á Íslandi og í því samhengi skoðaðar heimasíður nýnasistasamtakanna Norðurvígis, þjóðernishyggjusamtakanna Vakurs, stjórnmálaflokkanna Íslensku þjóðfylkingarinnar, Frelsisflokksins og Flokks fólksins og loks Útvarps Sögu. 

Grípur Jón Steinar til varnar fyrir rétt þeirra til að tjá sig með þeim hætti sem höfundarnir skilgreina sem hatursorðræðu. Í upphafi greinar fjallar hann um að í stjórnarskrá sé löggjafanum heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður í þágu tiltekinna réttinda annarra, en þá grein þurfi að túlka þröngt. „Samt hefur þeim öflum vaxið ásmegin hin síðari ár sem vilja takmarka þetta frelsi í þágu skoðana sem þeir hinir sömu telja „réttari“ en skoðanir annarra,“ skrifar hann. „Þetta er að mínum dómi vond ritsmíð. Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum.“

„Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum“

Jón Steinar segir dómstóla hafa gengið of langt í að takmarka þetta tjáningarfrelsi. Hann segir skoðanaskipti hentug í þessum málum. „Til dæmis virðast höfundar vilja reisa skorður við því að menn tjái sig um hættu sem þeir telja að okkur steðja frá þeim sem aðhyllast trúarbrögð múslima á þeirri forsendu að í múslimaríkjum séu almenn mannréttindi brotin, t.d. á konum. Vera má að okkur Íslendingum stafi ekki hætta af slíku fólki. Engar líkur séu á að það muni reyna að koma hér á framfæri viðhorfum mannfyrirlitningar, sem virðast vera ráðandi í heimalöndum þess. Á þessu höfum við sjálfsagt mismunandi skoðanir,“ bætir hann við.

Fleiri rými þar sem má tjá neikvæð viðhorf til múslima

Í grein Eyrúnar og Kristínar benda höfundar á að hatursorðræða sé talin vaxandi vandi í hinum vestræna heimi. Sprottið hafi upp haturssamtök sem beiti sér gegn minnihlutahópum, bæði í orði og með ofbeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar hafi endurspeglað að neikvæð tjáning í garð ólíkra minnihlutahópa sé nokkuð almenn á Íslandi, en jafnframt megi greina fjölgun á rýmum þar sem einstaklingum virðist finnast þeir geta tjáð mjög neikvæð viðhorf, sér í lagi í garð múslima. Stjórnarskráin heimili skerðingu á slíkri tjáningu.

„Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu“

„Haturstjáning tengist uppgangi popúlískra stjórnmála, öfgaafla, vaxandi íslamsfælni og pólun (e. polarization) á Íslandi og í hinum vestræna heimi,“ skrifa þær í niðurlagi greinarinnar. „Hatursfull tjáning sem sett er fram í samfélaginu sprettur því ekki upp úr tómarúmi og er oft réttlætt eða látin óátalin í nafni tjáningarfrelsis. Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu sem beint er gegn ákveðnum minnihlutahópum og er ætlað að meiða, jaðarsetja og ógna en umfram allt sýna fram á ímyndaða yfirburði eins hóps gagnvart öðrum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár