Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, gríp­ur til varn­ar fyr­ir þá sem tjá sig um „hættu sem þeir telja að okk­ur steðja frá þeim sem að­hyll­ast trú­ar­brögð múslima“. Í fræði­grein sem hann gagn­rýn­ir er fjall­að um hat­ursorð­ræðu nýnas­ista og fleiri að­ila.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima
Jón Steinar Gunnlaugsson Fyrrverandi hæstaréttardómari Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir „viðhorf mannfyrirlitningar“ ráðandi í heimalöndum múslima. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hann nýlega fræðigrein um hatursorðræðu vonda ritsmíð og ver tjáningu sem getur talist neikvæð gagnvart einstaka þjóðfélagshópum.

Fræðigreinina skrifuðu Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, og Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um hatursorðræðu á Íslandi og í því samhengi skoðaðar heimasíður nýnasistasamtakanna Norðurvígis, þjóðernishyggjusamtakanna Vakurs, stjórnmálaflokkanna Íslensku þjóðfylkingarinnar, Frelsisflokksins og Flokks fólksins og loks Útvarps Sögu. 

Grípur Jón Steinar til varnar fyrir rétt þeirra til að tjá sig með þeim hætti sem höfundarnir skilgreina sem hatursorðræðu. Í upphafi greinar fjallar hann um að í stjórnarskrá sé löggjafanum heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður í þágu tiltekinna réttinda annarra, en þá grein þurfi að túlka þröngt. „Samt hefur þeim öflum vaxið ásmegin hin síðari ár sem vilja takmarka þetta frelsi í þágu skoðana sem þeir hinir sömu telja „réttari“ en skoðanir annarra,“ skrifar hann. „Þetta er að mínum dómi vond ritsmíð. Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum.“

„Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum“

Jón Steinar segir dómstóla hafa gengið of langt í að takmarka þetta tjáningarfrelsi. Hann segir skoðanaskipti hentug í þessum málum. „Til dæmis virðast höfundar vilja reisa skorður við því að menn tjái sig um hættu sem þeir telja að okkur steðja frá þeim sem aðhyllast trúarbrögð múslima á þeirri forsendu að í múslimaríkjum séu almenn mannréttindi brotin, t.d. á konum. Vera má að okkur Íslendingum stafi ekki hætta af slíku fólki. Engar líkur séu á að það muni reyna að koma hér á framfæri viðhorfum mannfyrirlitningar, sem virðast vera ráðandi í heimalöndum þess. Á þessu höfum við sjálfsagt mismunandi skoðanir,“ bætir hann við.

Fleiri rými þar sem má tjá neikvæð viðhorf til múslima

Í grein Eyrúnar og Kristínar benda höfundar á að hatursorðræða sé talin vaxandi vandi í hinum vestræna heimi. Sprottið hafi upp haturssamtök sem beiti sér gegn minnihlutahópum, bæði í orði og með ofbeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar hafi endurspeglað að neikvæð tjáning í garð ólíkra minnihlutahópa sé nokkuð almenn á Íslandi, en jafnframt megi greina fjölgun á rýmum þar sem einstaklingum virðist finnast þeir geta tjáð mjög neikvæð viðhorf, sér í lagi í garð múslima. Stjórnarskráin heimili skerðingu á slíkri tjáningu.

„Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu“

„Haturstjáning tengist uppgangi popúlískra stjórnmála, öfgaafla, vaxandi íslamsfælni og pólun (e. polarization) á Íslandi og í hinum vestræna heimi,“ skrifa þær í niðurlagi greinarinnar. „Hatursfull tjáning sem sett er fram í samfélaginu sprettur því ekki upp úr tómarúmi og er oft réttlætt eða látin óátalin í nafni tjáningarfrelsis. Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu sem beint er gegn ákveðnum minnihlutahópum og er ætlað að meiða, jaðarsetja og ógna en umfram allt sýna fram á ímyndaða yfirburði eins hóps gagnvart öðrum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár