„Bókin hennar systur minnar er alveg ágæt. Í flestum tilfellum er hún alveg kórrétt, alveg nákvæmlega eins og hlutirnir voru, þó að mig minni nú að sumt sé svolítið öðruvísi. Ég get samþykkt flest allt sem þarna stendur.“ Þetta segir Helgi Styrkársson um bókina Helga saga, sem systir hans Auður Styrkársdóttir skrifaði og kom út á síðasta ári. Í bókinni er fjallað um líf Helga og áralanga glímu hans við geðklofa og fíkn og samfylgd þeirra systkina í lífinu í þeim skugga.
„Ég kalla hana Auju“
Eins og kemur fram í viðtali við Auði hér í blaðinu hefur Helgi glímt við geðsjúkdóma frá unga aldri. Í bókinni rekur Auður lífshlaup Helga og gengur oft og tíðum nærri bæði honum og sér. Auður fór út síðastliðið sumar til Gautaborgar og sýndi bróður sínum drögin að bókinni þar. „Það gekk furðu létt, …
Athugasemdir