Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Innri ógn Helga varð að ytri ógn fjölskyldunnar

Í ald­ar­fjórð­ung átti Auð­ur Styr­kárs­dótt­ir í litlu sem engu sam­bandi við bróð­ur sinn eft­ir að hún og fjöl­skylda henn­ar höfðu lif­að við skelf­ing­ar­ástand af hans völd­um ára­tug þar á und­an. Það var ekki fyrr en mörg­um ár­um síð­ar að hún átt­aði sig á því að bróð­ir henn­ar væri veik­ur mað­ur en ekki bara fylli­bytta og ræf­ill. Ís­lenska kerf­ið brást bróð­ur henn­ar og fjöl­skyld­unni allri.

Í um áratug bjuggu Auður Styrkársdóttir, foreldrar hennar og systkini, við ógn og á stundum skelfingarástand á heimili sínu. Öskur, háreysti, lamið á dyr og byssum miðað á börn og fullorðna, allt þetta upplifði Auður. Uppspretta ógnarinnar var Helgi Styrkársson, bróðir Auðar, sem hélt heimilinu í heljargreipum áfengis- og eiturlyfjaneyslu sinnar á sjöunda og áttunda áratugnum. En Helgi sjálfur glímdi við ógnir og skelfingu, hið innra. Árum saman glímdi Helgi við vangreindan geðklofa sem olli honum og öllum sem að honum stóðu hörmulegum sársauka. Það var fyrst áratugum síðar sem það rann upp fyrir Auði að bróðir hennar var veikur maður en ekki bara fyllibytta og ræfill. „Það sem var að hrjá Helga bróður minn var ekki bara fyllerí og rugl heldur voru það veikindi.“

Á síðasta ári kom út bókin Helga saga eftir Auði Styrkársdóttur, fyrrverandi forstöðukonu Kvennasögusafns Íslands og núverandi pensjónista, eins og hún sjálf kýs að kalla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár