Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Átta ein­stak­ling­ar voru hand­tekn­ir í morg­un að vinnu við bygg­ingu hót­els í Vest­ur­bæn­um grun­að­ir um skjalafals. Níu aðr­ir starfs­menn gátu ekki gert grein fyr­ir sér og voru leidd­ir af vinnu­stað til að hafa uppi á per­sónu­skil­ríkj­um.

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Fyrr í morgun voru átta starfsmenn handteknir, en þeir eru grunaðir um skjalafals og að starfa á Íslandi án atvinnuleyfis. Stór sameiginleg aðgerð sem greint var frá fyrr í dag var gerð að frumkvæði lögreglu.

Erill var í Vesturbænum í Reykjavík fyrir hádegi þegar stórt lið lögreglu, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar stöðvaði störf í Héðinshúsinu þar sem CenterHotels vinnur að byggingu hótels. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglu hafi borist ábending um hugsanlegt skjalafals þar sem hópur þriðja ríkis borgara, frá löndum utan EES-svæðisins, hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum og væru því að vinna án atvinnuleyfis.

Átta voru handteknir í aðgerðinni, en níu öðrum var fylgt heim þar sem þeir voru ekki með skilríki á sér. Skúli segir að þeir hafi allir fengið að snúa aftur að vinnu eftir að hafa sýnt fram á gild skilríki.

Málið er enn í rannsókn og þessir átta einstaklingar eru í haldi lögreglu. Skúli sagðist ekki geta upplýst meira um stöðu málsins vegna rannsóknarhagsmuna.

Ekki er ljóst hvort um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða eða hvort málið tengist handtöku sem fór fram 12. september síðastliðinn í sama húsnæði þar sem borgarar frá ríkjum utan EES-svæðsins voru að störfum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár