Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Efl­ing boð­ar til op­ins samn­inga­fund­ar við Reykja­vík­ur­borg. Fé­lag­ið tel­ur samn­inga­nefnd borg­ar­inn­ar hafa brot­ið trún­að og lög.

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum
Sólveig Anna Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson Formaður Eflingar sendi bréf til borgarstjóra vegna kjaraviðræðna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Efling krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í dag. Að mati Eflingar dreifði samninganefnd Reykjavíkurborgar villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá Ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt var fram 16. janúar síðastliðinn. Telur félagið að samninganefndin hafi brotið þannig bæði trúnað og lög.

Efling boðar því til  opins samningafundar í Iðnó, miðvikudaginn 22. janúar klukkan 13:00. Þar hyggst samninganefnd Eflingar kynna tilboð sitt til borgarinnar um kjarasamning sem gildi til loka árs 2022. Samkvæmt tilkynningu Eflingar er í tilboðinu fallist á sömu taxtahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl síðastliðnum, auk þess sem krafist er „nauðsynlegrar og tímabærrar leiðréttingar á láglaunastefnu borgarinnar“.

Atkvæðagreiðsla um verkfall 1.800 félagsmanna hjá borginni hefst á morgun. Ef það er samþykkt mun verkfallið fara fram í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og við tæki ótímabundið verkfall frá 17. febrúar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár