Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Efl­ing boð­ar til op­ins samn­inga­fund­ar við Reykja­vík­ur­borg. Fé­lag­ið tel­ur samn­inga­nefnd borg­ar­inn­ar hafa brot­ið trún­að og lög.

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum
Sólveig Anna Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson Formaður Eflingar sendi bréf til borgarstjóra vegna kjaraviðræðna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Efling krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í dag. Að mati Eflingar dreifði samninganefnd Reykjavíkurborgar villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá Ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt var fram 16. janúar síðastliðinn. Telur félagið að samninganefndin hafi brotið þannig bæði trúnað og lög.

Efling boðar því til  opins samningafundar í Iðnó, miðvikudaginn 22. janúar klukkan 13:00. Þar hyggst samninganefnd Eflingar kynna tilboð sitt til borgarinnar um kjarasamning sem gildi til loka árs 2022. Samkvæmt tilkynningu Eflingar er í tilboðinu fallist á sömu taxtahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl síðastliðnum, auk þess sem krafist er „nauðsynlegrar og tímabærrar leiðréttingar á láglaunastefnu borgarinnar“.

Atkvæðagreiðsla um verkfall 1.800 félagsmanna hjá borginni hefst á morgun. Ef það er samþykkt mun verkfallið fara fram í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og við tæki ótímabundið verkfall frá 17. febrúar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár