Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Efl­ing boð­ar til op­ins samn­inga­fund­ar við Reykja­vík­ur­borg. Fé­lag­ið tel­ur samn­inga­nefnd borg­ar­inn­ar hafa brot­ið trún­að og lög.

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum
Sólveig Anna Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson Formaður Eflingar sendi bréf til borgarstjóra vegna kjaraviðræðna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Efling krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í dag. Að mati Eflingar dreifði samninganefnd Reykjavíkurborgar villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá Ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt var fram 16. janúar síðastliðinn. Telur félagið að samninganefndin hafi brotið þannig bæði trúnað og lög.

Efling boðar því til  opins samningafundar í Iðnó, miðvikudaginn 22. janúar klukkan 13:00. Þar hyggst samninganefnd Eflingar kynna tilboð sitt til borgarinnar um kjarasamning sem gildi til loka árs 2022. Samkvæmt tilkynningu Eflingar er í tilboðinu fallist á sömu taxtahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl síðastliðnum, auk þess sem krafist er „nauðsynlegrar og tímabærrar leiðréttingar á láglaunastefnu borgarinnar“.

Atkvæðagreiðsla um verkfall 1.800 félagsmanna hjá borginni hefst á morgun. Ef það er samþykkt mun verkfallið fara fram í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og við tæki ótímabundið verkfall frá 17. febrúar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár