Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ung móðir með fáar reglur

Gít­ar­leik­ar­inn og sviðslista­nem­inn Katrín Guð­bjarts­dótt­ir seg­ir frá því hvernig það var að verða móð­ir á mennta­skóla­aldri.

Þegar ég var átján ára varð ég ólétt og tók ákvörðun um að leyfa fóstrinu að vaxa í barn. Ég var ótrúlega ung og vissi ekki hver ég var, ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara og ég vissi ekki hvert ég myndi þora að fara.

Það voru allir að reyna að taka ákvörðun fyrir mig og eftir mikla pressu úr öllum áttum, um að fara annaðhvort í fóstureyðingu eða ekki, þá ákvað ég sjálf að þetta fóstur yrði að barni. Núna er Brynhildur að byrja í skóla í haust. Þessi ákvörðun færði mér ábyrgðarhlutverk sem ég átti ekki séns í á sínum tíma, en ég tók því og gerði eins vel og ég mögulega gat, og er enn að því.

Vegna þess hversu ung ég var þá hefur dóttir mín fengið mjög frjálslegt uppeldi. Það gerir það að verkum að hún nær einhvern veginn að vera fullkomlega hún. Hún veit hvað hún vill og hvenær hún vill það, sem er ótrúlega skemmtilegt. En þetta er eitthvað sem fólk af eldri kynslóðum tekur ekki vel í og finnst ekki sniðugt að það sé lítið af reglum, en ég fæ allavega að sjá hamingjusamt barn sem veit hvað það vill, sem er ótrúlega gaman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár