Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Móðir stúlkunnar segist verða björgunarsveitinni ævinlega þakklát

„Krafta­verk að ekki fór verr,“ seg­ir móð­ir stúlk­unn­ar sem graf­in var upp úr snjóflóð­inu á Flat­eyri í nótt. Þakk­ar björg­un­ar­sveit­inni, Flat­eyr­ing­um, áhöfn varð­skips­ins Þórs, lækn­um og öll­um sem veittu að­stoð.

Móðir stúlkunnar segist verða björgunarsveitinni ævinlega þakklát
Kraftaverk að ekki fór verr Móðir stúlkunnar sem grafin var upp úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri í gærkvöldi segist muni verða ævinlega þakklát fyrir aðstoðina sem fjölskyldunni var veitt. Mynd: Önundur Pálsson

Móðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri og grafin var upp úr því í nótt segist muni vera ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri sem björguðu dóttur hennar. „Kraftaverk að ekki fór verr,“ segir hún.

Tvö snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum í gær. Annað þeirra lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún þar sem fjögurra manna fjölskylda býr. Móðirin komst út um glugga með yngri börnin sín tvö en elsta barnið, stúlka á unglingsaldri, grófst undir flóðinu í svefnherbergi sínu. Liðsmenn úr Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri komu mjög fljótt á staðinn og hófu leit að stúlkunni. Aðstæður voru mjög erfiðar til björgunar, að sögn Magnúsar Einars Magnússonar, formanns björgunarsveitarinnar. „Snjórinn varð mjög fljótt mjög harður og það var eins mjög erfitt að koma snjó út úr herberginu. Það reyndi því talsvert á mannskapinn en sem betur fer fór þetta vel.“

Móðir stúlkunnar birti í nótt færslu á Facebook þar sem hún greindi frá því að snjóflóð hefði fallið á húsið og dóttir hennar lent undir flóðinu en þau hin bjargast út. Björgunarsveitin hefði komið fljótt á staðinn og grafið dóttur hennar úr flóðinu. „Hún er heil á húfi talar og hreyfir allt eðlilega,“ skrifaði móðirin og bætti við að beðið væri eftir að læknir kæmi til Flateyrar til að skoða dóttur hennar.

„Bara nokkrar skrámur, þvílíkt kraftaverk“

Varðskipið Þór var fyrir vestan og sigldi það af stað frá Ísafirði með björgunarsveitarfólk, lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk. Siglt var með fjölskylduna yfir á Ísafjörð þar sem þau voru flutt til skoðunar á sjúkrahúsinu. Í færslu sem móðirin birti í morgun segir hún að hún hafi farið í betri bátsferðir, „en ekki hefði ég viljað sigla þetta með öðru skipi“. Þá ítrekar hún að dóttir sín sé heil á húfi. „Bara nokkrar skrámur, þvílíkt kraftaverk. Hún var í 40 mínútur grafin undir snjónum og mun ég vera ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri fyrir snör handtök við að grafa hana upp. Eins öðrum Flateyringum sem hlúðu að okkur krökkunum og sáu til þess að okkur væri hlýtt og buðu fram opin faðm sinn. Auðvitað áhöfn varðskipsins, læknum og öllum sem stukku til [...] Kraftaverk að ekki fór verr, mikið er ég þakklát.“

Enn er mjög vont veður fyrir vestan og á Flateyri sést varla milli húsa. Hættustig er enn yfirstandandi á svæðinu og segir Magnús Einar, formaður Sæbjargar, að ákvarðanir um aðgerðir verði teknar þegar líður á daginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár