Netflix mun í ár taka í sýningu kvikmyndina Eurovision, sem fjallar um ævintýri íslenskra keppenda í söngvakeppninni vinsælu. Margar Hollywood-stjörnur leika í myndinni og koma Will Ferrell og Adam McKay að gerð hennar, en þeir bera ábyrgð á mörgum af ástsælustu gamanmyndum undanfarinna tuttugu ára. David Dobkin leikstýrir myndinni og var hún að hluta til tekin upp á Húsavík með fjölda íslenskra leikara í stórum hlutverkum.
Nöfn íslensku persónanna í myndinni hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, en ekki er víst að mannanafnanefnd myndi kvitta upp á þau öll. Will Ferrell er kvæntur sænsku leikkonunni Viveca Paulin og því gæti verið að eitthvað hafi skolast til þegar hann var að skrifa handritið.
Lars Erickssong (Will Ferrell)
Gamanleikarinn góðkunni úr Anchorman og Saturday Night Live leikur hinn íslenska Lars Erickssong, sem fær tækifæri til að keppa fyrir hönd Íslands í söngvakeppninni. Nafnið Lars er að finna í mannanafnaskrá og eru samkvæmt …
Athugasemdir