Fimm manna fjölskylda neyddist til að halda jólin heima hjá ættingjum eftir að hafa hrakist úr íbúðarhúsi sínu á Hofsósi vegna þess sem þau telja vera bensínlykt. Eftir mikla eftirgangsmuni var gerð athugun á bensíntanki N1 hinum megin við götuna og kom þá í ljós að á honum var rifa sem olli því að einn til tveir lítrar af bensíni láku úr honum á klukkustund. Óeðlileg rýrnun á bensíni á bensínstöðinni mun hafa verið á bilinu 5.000 til 8.000 lítrar á síðasta ári, þar til umræddur tankur var tekinn úr notkun. Þrátt fyrir þetta hefur N1 ekki brugðist við kröfu fjölskyldunnar um aðgerðir til að hreinsa jarðveg í kringum hús hennar og ber fyrirtækið fyrir sig að ekki hafi mælst eldsneyti í jarðvegssýnum við húsið. Gestir hafa hins vegar hrakist úr húsinu vegna lyktar og fjölskyldan treystir sér ekki til að flytja heim.
Valdís Brynja Hálfdánardóttir býr í húsinu ásamt …
Athugasemdir