Kokteilamenning Íslendinga hefur eflst og dafnað síðastliðin ár og gætir áhrifa þar til að mynda frá vinsælum þáttum og bíómyndum. Það mætti að vissu leyti líkja því að búa til kokteil við efnafræðitilraun þar sem hlutföll ákveðinna efna af ýmsum styrkleika, sætu og sýru þurfa að fara hárrétt saman til að útkoman verði góð. Vissulega eru sumir kokteilar meira í þessa átt á meðan aðrir eru einfaldari, en ákveðnir hlutir spila lykilhlutverk á bak við barborðið, eins og að nota góðan klaka og almennt fersk og góð hráefni.
Jafn einfalt og eggjakaka
Tveir af barþjónum Slippbarsins, þeir Daníel Jón Jónsson og Finnur Gauti Guðjónsson, hafa frá því síðastliðið haust séð um kokteilasmiðjur í svokallaðri Smiðju, rými sem áður hýsti Kaffi Slipp. Þar er hugmyndin að bjóða upp á ýmsa viðburði á næstunni en rýmið er í þægilegri stærð og segir Daníel, betur þekktur sem Danni, að notaleg stemning hafi skapast …
Athugasemdir