Í Úkraínu er allt pólitískt. Meira að segja hvernig þú stafar nafnið á höfuðborginni segir til um hvar þú stendur. Í samskiptum mínum við Kuras-stofnunina, þar sem ég á að starfa, skrifa ég „Kiev“, eins og rétt þykir á ensku. Fæ frá þeim áminningu um að þetta sé rússneskusletta og rétt sé að skrifa „Kyiv“. Það er eins gott að vér norrænir menn höfum okkar eigið nafn yfir þessa fornu borg sem erfitt er að rengja, enda voru það frændur okkar sem stofnuðu hana í fyrndinni. Eða svo gott sem.
Þrír slavneskir bræður námu land þetta í kringum 560 eftir Krist og nefndu þrjár hæðir í höfuðið á sjálfum sér. Sá elsti nefndist Kyi og frá honum er nafnið komið. Bræður og hæðir eins og í Róm til forna, eða fóstbræður og höfðar eins og við þekkjum hér, upprunasögur eru flestar keimlíkar.
Víkingar með virki
Nokkrum öldum síðar komu víkingar …
Athugasemdir