
Fyrir 100 árum, eða í byrjun árs 1920, rann upp ein af stærstu örlagastundum sögunnar á 20. öld. Þá réðst í raun niðurstaðan í borgarastríði sem staðið hafði í Rússlandi í nokkur ár. Flotaforinginn Alexander Koltsjak hafði virst líklegur til að steypa stjórn kommúnista undir forystu Leníns. Ef það hefði gengið eftir og engin Sovétríki litið dagsins ljós hefði saga Evrópu, Asíu og alls heimsins orðið allt önnur en raun varð á.
En hvernig fór fyrir Koltsjak? Hví sigraði hann ekki?
Að þessari frásögn verður að hafa formála. Í fyrri heimsstyrjöld barðist rússneska keisaradæmið með vesturveldunum gegn Þjóðverjum en hélt mjög illa á málum. Skortur ríkti og alger óstjórn. Eftir mikil mótmæli í Pétursborg neyddist Nikulás 2. keisari til að segja af sér í byrjun mars 1917. Bráðabirgðastjórn undir forsæti Alexanders Kerenskís tók við en réði illa við ástandið.
Kommúnistar taka völdin
Snemma í nóvember 1917 hrifsaði hinn róttæki og …
Athugasemdir