Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fólki bent á að fara á klósettið á listasöfnum

Sjálf­virk al­menn­ings­sal­erni í mið­borg Reykja­vík­ur loka um ára­mót. Ekki er bú­ið að bjóða út rekst­ur á sal­ern­um í þeirra stað. Borg­in bend­ir á lista­söfn og ráð­hús­ið þar til ný sal­erni hafa ver­ið sett upp.

Fólki bent á að fara á klósettið á listasöfnum
Víkja úr miðborginni Grænu almenningssalernin í miðborginni verða tekin niður á næstu dögum. Mynd: Reykjavik.is

Öllum sjálfvirkum almenningssalernum í miðborg Reykjavíkur, sjö talsins, verður lokað um komandi áramót. Reykjavíkurborg ákvað að endurnýja ekki samninga við rekstraraðila salernanna. Ekki er búið að bjóða út uppsetningu og rekstur nýrra salerna og ekki er heldur búið að semja útboðsgögn þó sú vinna sé í ferli. Á meðan verður fólki bent á salerni á listasöfnum, á Hlemmi mathöll og í ráðhúsi Reykjavíkur.

EHermannsson, sem áður hét AFA JDCecaux, á og rak salernin en borgin ákvað að endurnýja ekki samninga við fyrirtækið um þjónustuna. Salernin verða fjarlægð á næstu dögum. Samkvæmt tilkynningu frá EHermannsson hafa um 100.000 manns notað salernin árlega og munu salernin við Hlemm og Hallgrímskirkju hafa verið sérstaklega mikið notuð. Salernin hafa verið rekin síðastliðin tuttugu ár. Reykjavíkurborg mun hafa greitt um 40 milljónir króna á ári fyrir rekstur þeirra.

Hætt við útboð í haust vegna athugasemda

Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að unnið sé að því að bjóða rekstur almenningssalerna í borginni út. „Í haust var hafin vinna við útboðsferli vegna samninga um uppsetningu og rekstur almenningssalerna í stað þeirra sem nú eru að hverfa. Það komu hins vegar fram ábendingar sem lutu að því að rétt væri að skoða betur forsendur fyrir uppsetningu nýrra salerna, varðandi útlit, stærð og staðsetningu þeirra. Af þeim sökum var málið sett í bið og verið er að vinna að útboði út frá nýjum forsendum. Það útboð mun fara fram fljótlega.“

Útboðsgögn eru ekki endanlega tilbúin, að sögn Jóns, og segist hann því ekki hafa upplýsingar um það hvort stefnt sé að því að fjölga, fækka eða halda óbreyttum fjölda almenningssalerna í miðborginni. Jafnframt er óljóst hvort þau salerni sem verða að endingu sett upp verði á sömu stöðum og þau sem verið hafa. Það er þó ljóst að millibilsástand mun myndast þar sem ekki verður hægt að komast á almenningssalerni allan sólarhringinn í miðborginni. Útboðsferlið tekur sex vikur, þegar útboðsgögn liggja fyrir. „Það fer svo eftir forsendum útboðsins hvort að koma þurfi upp nýrri aðstöðu áður en að hægt er að bjóða salernisþjónustu að nýja,“ segir Jón Halldór. Því má gera ráð fyrir að ný almenningssalerni í miðborginni verði ekki tilbúin til notkunar fyrr en í vor, í fyrsta lagi.

„Það er nú ekki eins og himinn og haf sé að farast“

Jón Halldór vill þó meina að engin ástæða sé til að örvænta þrátt fyrir þetta. „Það er nú ekki eins og himinn og haf sé að farast. Á þessu svæði sem um er að ræða er umtalsvert mikið af öðrum möguleikum til að komast á klósett. Það er klósett í ráðhúsinu, það er möguleiki á að stinga sér inn á listasöfnin, það eru Kjarvalsstaðir og svo er hægt að skjótast inn á Hlemm á klósett, þar sem eru biðstöð fyrir strætó. Og þó það sé kannski ekki okkar að vísa fólki inn á veitingastaði þá eru auðvitað klósett þar.“ Spurður hvort það sé eðlilegt að vísa fólki inn á söfn eða húsnæði með aðra starfsemi sem borgin hafi hönd í bagga með, til að komast á klósett, svarar Jón Halldór því játandi og segir að því hafi bara verið vel tekið. Í öllum tilvikum er þó um að ræða byggingar sem aðeins eru opnar yfir daginn og leysa því ekki úr vandræðum þeirra sem þurfa að komast á almenningssalerni utan dagvinnutíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár