Ég var að spá í að vera eitthvað gáfulegur en þá væri ég að vera óheiðarlegur. Ég ætla því að viðurkenna að bókin, eða öllu heldur bækurnar, sem ég hef oftast lesið og hljóta þá að vera uppáhalds fjalla um ævintýri Harry Potters. Fyrst las ég þetta af áfergju sjálfur en núna er ég að endurupplifa snilldina með börnunum. Lífið er of stutt fyrir drepleiðinlegar fagurbókmenntir.

Athugasemdir