Jólin geta verið mikill álagstími og síðustu dagana áður en hátíðin gengur í garð fer stór hluti samfélagsins áfram á hnefanum. Fólk er þreytt, auk þess að sinna hinu hefðbundna brauðstriti hefur það verið í aukavinnu við að skreyta, baka, versla og undirbúa hvernig það ætlar að taka á móti jólunum. Fólk er tætt, þó mætir það á alls konar félagslega og skynáreitandi viðburði, jafnvel þó því finnist það jaðra við ofbeldi að þurfa, í svartasta skammdeginu, að klæða sig í buxur og fara út úr húsi. Ofan á þessa árvissu bugun smyr samtími okkar lagi samanburðartækifæra samfélagsmiðla, Einar er búinn að kaupa geggjað flott jólatré og Sólrún er búin að þrífa innan úr öllum skápum, ofnum og ósýnilegum rýmum.
Það er stutt í að fólk upplifi skort og jafnvel skömm yfir þessari skuggamyndasýningu, en mér finnst réttnefni að kalla þetta skuggamyndir, því mér finnst við lifa á tímum þar …
Athugasemdir