„Síðustu 15 ár hef ég verið í vinnu þar sem byrjað er að huga að jólum í byrjun september og mér finnst það alltaf jafn gaman. Ég baka alltaf mikið á þessum tíma, bæði það helsta eins og lagtertur og smákökur sem ég fékk sem barn og alltaf eitthvað nýtt sem gaman er að prófa. Ég geri líka litlar marsípantertur með smjörkremi og koníaki sem ég hef gefið í jólagjafir. Rétt fyrir jól geri ég kjúklingalifrarkæfu sem við borðum í hádeginu á jóladag með ristuðu brauði og drekkum Sauterne sætt hvítvín með, það er jólastundin mín. Ég laga líka alltaf nokkur síldarsalöt sem gott er að eiga í ísskápnum um hátíðarnar,“ segir Sigríður.
Margir eiga sérstaklega hugljúfar minningar tengdar mat á jólum og tengist uppáhaldsminning Sigríðar mömmu hennar og dálæti hennar á rjúpum.
„Hún elskaði rjúpur og ólst upp við þann mat á jólum en þær voru aldrei í jólamatinn …
Athugasemdir