Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Raf­magns­laust á Sauð­ár­króki, Dal­vík og Húsa­vík. Mikl­ar trufl­an­ir á raf­magni á Norð­ur­landi vestra og Norð­ur­landi eystra. All­ir norð­an­verð­ir Vest­firð­ir keyrð­ir á varafli.

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið
Rafmagnslaust og truflanir Miklar truflanir eru á rafmagni á norðanverðu landinu. Mynd: RARIK

Rafmagn hefur farið af bæði á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Meðal annars fór rafmagn af fyrir skömmu í Blönduhlíð í Skagafirði en kom fljótt inn aftur. Hins vegar fór rafmagn af á Sauðárkróki og er rafmagnslaust þar og í nærsveitum. Hið sama má segja um Grýtbakkahrepp við Eyjafjörð þar sem rafmagn fór af um eittleytið en sló inn aftur skömmu síðar. Rafmagn fór einnig af í Svarvaðardal í Eyjafirði  og rafmagnslaust er á Dalvík. Þá er einnig rafmagnslaust á Húsavík.

Bilun er í dreifingu rafmagns á Reykjaströnd í Skagafirði og unnið er að því að finna orsakir bilunarinnar. Þá er rafmagnsbilun í Öxarfirði og unnið að leit að bilun. Staurar eru brotnir í Kópaskerslínu.

RARIK er í viðbragsstöðu vegna rafmagnstruflana og mun bregðast við bilunum. Mælt er með því að slökkt sé á raftækjum þegar rafmagni slær út til að koma í veg fyrir tjón þegar það slær inn að nýju. Á þetta meðal annars við um sjónvörp og tölvur en einnig eldavélar og fleiri tæki. Þá er ekki ráðlagt að setja í þvottavél á meðan rafmagnsafhending er ótrygg.

Á norðanverðum Vestfjörðum er eingöngu keyrt á varaafli frá Bolungarvík sem framleitt er með díselvélum í varaaflstöðinni þar. Landsnet tók ákvörðun um að rjúfa straum til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi og tjón sem gæti orðið í óveðrinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár