Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Raf­magns­laust á Sauð­ár­króki, Dal­vík og Húsa­vík. Mikl­ar trufl­an­ir á raf­magni á Norð­ur­landi vestra og Norð­ur­landi eystra. All­ir norð­an­verð­ir Vest­firð­ir keyrð­ir á varafli.

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið
Rafmagnslaust og truflanir Miklar truflanir eru á rafmagni á norðanverðu landinu. Mynd: RARIK

Rafmagn hefur farið af bæði á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Meðal annars fór rafmagn af fyrir skömmu í Blönduhlíð í Skagafirði en kom fljótt inn aftur. Hins vegar fór rafmagn af á Sauðárkróki og er rafmagnslaust þar og í nærsveitum. Hið sama má segja um Grýtbakkahrepp við Eyjafjörð þar sem rafmagn fór af um eittleytið en sló inn aftur skömmu síðar. Rafmagn fór einnig af í Svarvaðardal í Eyjafirði  og rafmagnslaust er á Dalvík. Þá er einnig rafmagnslaust á Húsavík.

Bilun er í dreifingu rafmagns á Reykjaströnd í Skagafirði og unnið er að því að finna orsakir bilunarinnar. Þá er rafmagnsbilun í Öxarfirði og unnið að leit að bilun. Staurar eru brotnir í Kópaskerslínu.

RARIK er í viðbragsstöðu vegna rafmagnstruflana og mun bregðast við bilunum. Mælt er með því að slökkt sé á raftækjum þegar rafmagni slær út til að koma í veg fyrir tjón þegar það slær inn að nýju. Á þetta meðal annars við um sjónvörp og tölvur en einnig eldavélar og fleiri tæki. Þá er ekki ráðlagt að setja í þvottavél á meðan rafmagnsafhending er ótrygg.

Á norðanverðum Vestfjörðum er eingöngu keyrt á varaafli frá Bolungarvík sem framleitt er með díselvélum í varaaflstöðinni þar. Landsnet tók ákvörðun um að rjúfa straum til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi og tjón sem gæti orðið í óveðrinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu