Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Raf­magns­laust á Sauð­ár­króki, Dal­vík og Húsa­vík. Mikl­ar trufl­an­ir á raf­magni á Norð­ur­landi vestra og Norð­ur­landi eystra. All­ir norð­an­verð­ir Vest­firð­ir keyrð­ir á varafli.

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið
Rafmagnslaust og truflanir Miklar truflanir eru á rafmagni á norðanverðu landinu. Mynd: RARIK

Rafmagn hefur farið af bæði á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Meðal annars fór rafmagn af fyrir skömmu í Blönduhlíð í Skagafirði en kom fljótt inn aftur. Hins vegar fór rafmagn af á Sauðárkróki og er rafmagnslaust þar og í nærsveitum. Hið sama má segja um Grýtbakkahrepp við Eyjafjörð þar sem rafmagn fór af um eittleytið en sló inn aftur skömmu síðar. Rafmagn fór einnig af í Svarvaðardal í Eyjafirði  og rafmagnslaust er á Dalvík. Þá er einnig rafmagnslaust á Húsavík.

Bilun er í dreifingu rafmagns á Reykjaströnd í Skagafirði og unnið er að því að finna orsakir bilunarinnar. Þá er rafmagnsbilun í Öxarfirði og unnið að leit að bilun. Staurar eru brotnir í Kópaskerslínu.

RARIK er í viðbragsstöðu vegna rafmagnstruflana og mun bregðast við bilunum. Mælt er með því að slökkt sé á raftækjum þegar rafmagni slær út til að koma í veg fyrir tjón þegar það slær inn að nýju. Á þetta meðal annars við um sjónvörp og tölvur en einnig eldavélar og fleiri tæki. Þá er ekki ráðlagt að setja í þvottavél á meðan rafmagnsafhending er ótrygg.

Á norðanverðum Vestfjörðum er eingöngu keyrt á varaafli frá Bolungarvík sem framleitt er með díselvélum í varaaflstöðinni þar. Landsnet tók ákvörðun um að rjúfa straum til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi og tjón sem gæti orðið í óveðrinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár