Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Reyna að bjarga jólakettinum

Stars­fmenn á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar hafa bund­ið jóla­kött­inn á Lækj­ar­torgi fast­an. Osló­ar­tréð hef­ur ver­ið fellt og jól­bjöll­ur fjar­lægð­ar í mið­borg­inni.

Reyna að bjarga jólakettinum
Jólakötturinn á Lækjartorgi Var settur upp á vegum borgarinnar, en óttast var að óveðrið myndi fella hann. Mynd: Davíð Þór

Starfsmenn á vegum Reykjavíkurborgar hafa í morgun reynt að forða því að jólakötturinn á Lækjartorgi fjúki í yfirvofandi óveðri sem nú nálgast hraðbyri höfuðborgarsvæðið.

Jólakötturinn var rétt í þessu bundinn við steypuklump. Starfsmennirnir, sem Stundin ræddi við, sögðust telja að nú fyki annað áður en jólakötturinn færi af stað.

Búið er að taka Oslóartréð niður og leggja það á Austurvöll til að verja það foktjóni. Þá er búið að fjarlægja stóru bjöllurnar sem hanga víða sem jólaskraut yfir götur miðborgarinnar. Þverböndin eru hins vegar látin vera enda ekki talið að þau geti farið af stað. „Það er unnið að því að huga að hlutum sem gæti hugsanlega farið af stað í svona veðri. Veðurfræðingarnir segja að veðrið verði hvað verst, á höfuðborgarsvæðinu það er að segja, í Vestubæ og Miðborginni. Það er því ekki vanþörf á,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í samtali við Stundina.

Starfsfólk hverfisstöðva borgarinnar er því á þönum nú og verður næstu klukkutíma, til að hefta hluti og fergja og reyna með því að koma í veg fyrir hugsanlegt tjón. Þegar að líður á daginn verður starfsfólk kallað í hús og ekki á ferli að nauðsynjalausu en í viðbragðsstöðu. Ákveðnir, velútbúnir hópar starfsmanna geta brugðist við ef í þá verður kallað, til að mynda ef tekur að flæða vegna stíflaðra niðurfalla eða ef eignir borgarinnar eru í hættu vegna veðurhamsins.

„Annars er fólki bara ráðlagt að vera ekki út eftir klukkan þrjú og við mælumst einnig til þess. Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar verða við störf og best er ef hægt er að veita þeim greiða leið til björgunarstarfa, til dæmis með því að fólk sé ekki á bílum á götunum,“ segir Bjarni. 

Óveðrið er skollið á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Bolungarvík fyrir vestan eru norðaustan 20 metrar á sekúndu og snjókoma, á Raufarhöfn eru 22 metrar á sekúndu og rigning og gefin hefur verið út rauð viðvörun í fyrsta sinn á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hluti ástæðunnar fyrir rauðri viðvörun er að ölduhæð verður mikil.

Jólakötturinn bundinnStarfsmaður á vegum borgarinnar treystir böndin við jólaköttinn.
Gætt að jólakettinum

Óveðrið færist suður og austur með landinu í dag. Gult ástand tekur við á höfuðborgarsvæðinu með ört vaxandi norðanátt, 18 til 23 metrum á sekúndu í vesturhverfum. 

Klukkan þrjú tekur við appelsínugult ástand, með norðan stormi eða roki, 20-28 metrum á sekúndu. Hvassast verður vestantil í borginni, á Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er áhættunni lýst: „Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og truflanir á flugsamgöngum. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.“ Appelsínugult ástand gildir til klukkan 7 í fyrramálið í höfuðborginni, en nær yfir allt land fram að aðfararnótt fimmtudags.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu