Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Reyna að bjarga jólakettinum

Stars­fmenn á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar hafa bund­ið jóla­kött­inn á Lækj­ar­torgi fast­an. Osló­ar­tréð hef­ur ver­ið fellt og jól­bjöll­ur fjar­lægð­ar í mið­borg­inni.

Reyna að bjarga jólakettinum
Jólakötturinn á Lækjartorgi Var settur upp á vegum borgarinnar, en óttast var að óveðrið myndi fella hann. Mynd: Davíð Þór

Starfsmenn á vegum Reykjavíkurborgar hafa í morgun reynt að forða því að jólakötturinn á Lækjartorgi fjúki í yfirvofandi óveðri sem nú nálgast hraðbyri höfuðborgarsvæðið.

Jólakötturinn var rétt í þessu bundinn við steypuklump. Starfsmennirnir, sem Stundin ræddi við, sögðust telja að nú fyki annað áður en jólakötturinn færi af stað.

Búið er að taka Oslóartréð niður og leggja það á Austurvöll til að verja það foktjóni. Þá er búið að fjarlægja stóru bjöllurnar sem hanga víða sem jólaskraut yfir götur miðborgarinnar. Þverböndin eru hins vegar látin vera enda ekki talið að þau geti farið af stað. „Það er unnið að því að huga að hlutum sem gæti hugsanlega farið af stað í svona veðri. Veðurfræðingarnir segja að veðrið verði hvað verst, á höfuðborgarsvæðinu það er að segja, í Vestubæ og Miðborginni. Það er því ekki vanþörf á,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í samtali við Stundina.

Starfsfólk hverfisstöðva borgarinnar er því á þönum nú og verður næstu klukkutíma, til að hefta hluti og fergja og reyna með því að koma í veg fyrir hugsanlegt tjón. Þegar að líður á daginn verður starfsfólk kallað í hús og ekki á ferli að nauðsynjalausu en í viðbragðsstöðu. Ákveðnir, velútbúnir hópar starfsmanna geta brugðist við ef í þá verður kallað, til að mynda ef tekur að flæða vegna stíflaðra niðurfalla eða ef eignir borgarinnar eru í hættu vegna veðurhamsins.

„Annars er fólki bara ráðlagt að vera ekki út eftir klukkan þrjú og við mælumst einnig til þess. Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar verða við störf og best er ef hægt er að veita þeim greiða leið til björgunarstarfa, til dæmis með því að fólk sé ekki á bílum á götunum,“ segir Bjarni. 

Óveðrið er skollið á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Bolungarvík fyrir vestan eru norðaustan 20 metrar á sekúndu og snjókoma, á Raufarhöfn eru 22 metrar á sekúndu og rigning og gefin hefur verið út rauð viðvörun í fyrsta sinn á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hluti ástæðunnar fyrir rauðri viðvörun er að ölduhæð verður mikil.

Jólakötturinn bundinnStarfsmaður á vegum borgarinnar treystir böndin við jólaköttinn.
Gætt að jólakettinum

Óveðrið færist suður og austur með landinu í dag. Gult ástand tekur við á höfuðborgarsvæðinu með ört vaxandi norðanátt, 18 til 23 metrum á sekúndu í vesturhverfum. 

Klukkan þrjú tekur við appelsínugult ástand, með norðan stormi eða roki, 20-28 metrum á sekúndu. Hvassast verður vestantil í borginni, á Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er áhættunni lýst: „Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og truflanir á flugsamgöngum. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.“ Appelsínugult ástand gildir til klukkan 7 í fyrramálið í höfuðborginni, en nær yfir allt land fram að aðfararnótt fimmtudags.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár