Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hvers-lendingar verðum við þá?

Tregaljóð­ið Dimm­u­mót er að mati gagn­rýn­anda glæsi­leg­ur hápunkt­ur á jökla­skáld­skap Stein­unn­ar Sig­urð­ar­dótt­ur.

Hvers-lendingar verðum við þá?
Vatnajökull Treginn er það grunnstef sem sterkast hljómar í nýju ljóðabók Steinunnar, sem og kvíðinn fyrir því sem virðist óhjákvæmilegt; bráðnun jökulsins vegna hamfarahlýnunar af manna völdum. Mynd: Wikimedia Commons

ó, hve hann hefir eftir þráð að líta

ástarland sitt með tignarfaldinn hvíta.

Þessar ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar standa sem einkunnarorð fremst í ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur, Dimmumót. Lesandinn skynjar strax sterkan tregann í þessum hendingum skáldsins sem hefur dvalið langt frá ástarlandi sínu, sem og gleðina sem fyllir brjóstið þegar það lítur tignarfaldinn hvíta, jökulinn – landsins mestu prýði. Treginn er líka það grunnstef sem sterkast hljómar í nýju ljóðabók Steinunnar, sem og kvíðinn fyrir því sem virðist óhjákvæmilegt; bráðnun jökulsins vegna hamfarahlýnunar af manna völdum. Dimmumótum mætti því lýsa sem tregaljóði – elegíu – enda lýtur verkið mörgum helstu einkennum þeirrar bókmenntagreinar þótt „bragarhátturinn“ sé nútímalegur og framar öðru Steinunnar-legur, eins og sjá má á upphafslínum fyrsta ljóðsins: „Það líður hjá   Það gengur yfir // Rigningarskúrin   Barndómur   Fyrri og síðari / Óendanlegir dómar   Líka Þeir   Líða hjá“, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár