ó, hve hann hefir eftir þráð að líta
ástarland sitt með tignarfaldinn hvíta.
Þessar ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar standa sem einkunnarorð fremst í ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur, Dimmumót. Lesandinn skynjar strax sterkan tregann í þessum hendingum skáldsins sem hefur dvalið langt frá ástarlandi sínu, sem og gleðina sem fyllir brjóstið þegar það lítur tignarfaldinn hvíta, jökulinn – landsins mestu prýði. Treginn er líka það grunnstef sem sterkast hljómar í nýju ljóðabók Steinunnar, sem og kvíðinn fyrir því sem virðist óhjákvæmilegt; bráðnun jökulsins vegna hamfarahlýnunar af manna völdum. Dimmumótum mætti því lýsa sem tregaljóði – elegíu – enda lýtur verkið mörgum helstu einkennum þeirrar bókmenntagreinar þótt „bragarhátturinn“ sé nútímalegur og framar öðru Steinunnar-legur, eins og sjá má á upphafslínum fyrsta ljóðsins: „Það líður hjá Það gengur yfir // Rigningarskúrin Barndómur Fyrri og síðari / Óendanlegir dómar Líka Þeir Líða hjá“, …
Athugasemdir