Hvers-lendingar verðum við þá?

Tregaljóð­ið Dimm­u­mót er að mati gagn­rýn­anda glæsi­leg­ur hápunkt­ur á jökla­skáld­skap Stein­unn­ar Sig­urð­ar­dótt­ur.

Hvers-lendingar verðum við þá?
Vatnajökull Treginn er það grunnstef sem sterkast hljómar í nýju ljóðabók Steinunnar, sem og kvíðinn fyrir því sem virðist óhjákvæmilegt; bráðnun jökulsins vegna hamfarahlýnunar af manna völdum. Mynd: Wikimedia Commons

ó, hve hann hefir eftir þráð að líta

ástarland sitt með tignarfaldinn hvíta.

Þessar ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar standa sem einkunnarorð fremst í ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur, Dimmumót. Lesandinn skynjar strax sterkan tregann í þessum hendingum skáldsins sem hefur dvalið langt frá ástarlandi sínu, sem og gleðina sem fyllir brjóstið þegar það lítur tignarfaldinn hvíta, jökulinn – landsins mestu prýði. Treginn er líka það grunnstef sem sterkast hljómar í nýju ljóðabók Steinunnar, sem og kvíðinn fyrir því sem virðist óhjákvæmilegt; bráðnun jökulsins vegna hamfarahlýnunar af manna völdum. Dimmumótum mætti því lýsa sem tregaljóði – elegíu – enda lýtur verkið mörgum helstu einkennum þeirrar bókmenntagreinar þótt „bragarhátturinn“ sé nútímalegur og framar öðru Steinunnar-legur, eins og sjá má á upphafslínum fyrsta ljóðsins: „Það líður hjá   Það gengur yfir // Rigningarskúrin   Barndómur   Fyrri og síðari / Óendanlegir dómar   Líka Þeir   Líða hjá“, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár