Það er full einfalt að skella tegundarheitinu „smásagnasafn“ á Dyr opnast eftir Hermann Stefánsson, enda segir í kynningartexta bókarinnar að hún hafi „að geyma smásögur og smáprósa, sagnaþætti, æviágrip, tilraunir og esseyjur, prakkaraprósa og prósaljóð, fílósóferíngar og firrur, lýrískar smámyndir og uppljóstrun um Esjuna“. Þar er skepnunni ágætlega lýst. Höfundur vísar reyndar sjálfur til furðuskepnu með því að gefa bókinni undirtitilinn „Kímerubók“. Með orðinu kímera er vísað í grískar goðsögur þar sem heitið chímaira er haft um eldspúandi samsett kynjadýr sem á myndum er sýnt sem ljón með höfuð geitar upp úr hryggnum og hala sem endar í snákshaus. Merking orðsins hefur síðan yfirfærst á ýmiss konar samsett listaverk sem þykja einkennast af villtu og djörfu ímyndunarafli.
Dyr opnast einkennist svo sannarlega af djörfu ímyndunarafli, auk þess sem ísmeygilegur húmor og íronía liggur …
Athugasemdir