Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Í nafn­laus­um rit­stjórn­arp­istli í Morg­un­blað­inu í dag er vís­að til orða Dóru Bjart­ar Guð­jóns­dótt­ur borg­ar­full­trúa um spill­ingu, græðgi og sér­hags­muni sjálf­stæð­is­manna. Þau eru sett í sam­hengi við hat­ur á út­lend­ing­um og sam­kyn­hneigð­um.

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarfulltrúinn var kallaður „drullusokkur“ og „skítadreifari“ á fundi borgarstjórnar í gær.

Er það hatursorðræða að kalla sjálfstæðismenn spillta, gráðuga eða arðræningja? Að þessu er spurt í ritstjórnarpistlinum Staksteinum í Morgunblaðinu í dag.

Pistillinn birtist í framhaldi af því að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk“ og „skítadreifara“ á fundi borgarstjórnar í gær. Vigdís sagði Dóru Björt hafa „hraunað yfir“ Sjálfstæðisflokkinn í ræðu sinni og „drulla yfir“ Miðflokkinn.

Staksteinar eru nafnlaus pistill, en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins. „Dóra Björt Guðjónsdóttir pírati er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs hjá Reykjavíkurborg,“ segir í upphafi pistilsins. „Eitt af því sem ráðið hefur áhuga á er að vinna gegn hatursorðræðu.“

Í framhaldinu er vísað í bókun ráðsins gegn fordómum og hatursorðræðu í garð fólks af erlendum uppruna. „Tveimur vikum eftir þessa bókun ritaði formaður ráðsins grein í Mannlíf þar sem farið er ófögrum orðum um þann hóp fólks sem telst sjálfstæðismenn og meðal annars sagt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu „frægir fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu. Það er orðið daglegt brauð að sýnt sé fram á spillingu kjörinna fulltrúa stærsta flokks landsins án þess að það hafi neinar afleiðingar“,“ segir í Staksteinum.

Hugtakið hatursorðræða (e. hate speech) nær yfir orðræðu sem beinist gegn einstaklingi eða hópi vegna þess hver þau eru og er refsiverð samkvæmt íslenskum lögum. „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum,“ segir í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum.

„Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

Staksteinar velta því þó upp hvort hatursorðræða nái einnig til hópsins sem skráir sig í Sjálfstæðisflokkinn. „[Dóra Björt] bætir því við að hún hafi haldið „að sjálfstæðismenn létu sér duga að arðræna okkur Íslendinga. En nei, betur má ef duga skal til þess að fóðra þessa ómettandi græðgismaskínu sem þekkir engin takmörk“, og klykkir út með því að flokkurinn sé flokkur sérhagsmuna, spillingar og yfirgengilegrar græðgi. Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár