Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Í nafn­laus­um rit­stjórn­arp­istli í Morg­un­blað­inu í dag er vís­að til orða Dóru Bjart­ar Guð­jóns­dótt­ur borg­ar­full­trúa um spill­ingu, græðgi og sér­hags­muni sjálf­stæð­is­manna. Þau eru sett í sam­hengi við hat­ur á út­lend­ing­um og sam­kyn­hneigð­um.

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarfulltrúinn var kallaður „drullusokkur“ og „skítadreifari“ á fundi borgarstjórnar í gær.

Er það hatursorðræða að kalla sjálfstæðismenn spillta, gráðuga eða arðræningja? Að þessu er spurt í ritstjórnarpistlinum Staksteinum í Morgunblaðinu í dag.

Pistillinn birtist í framhaldi af því að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk“ og „skítadreifara“ á fundi borgarstjórnar í gær. Vigdís sagði Dóru Björt hafa „hraunað yfir“ Sjálfstæðisflokkinn í ræðu sinni og „drulla yfir“ Miðflokkinn.

Staksteinar eru nafnlaus pistill, en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins. „Dóra Björt Guðjónsdóttir pírati er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs hjá Reykjavíkurborg,“ segir í upphafi pistilsins. „Eitt af því sem ráðið hefur áhuga á er að vinna gegn hatursorðræðu.“

Í framhaldinu er vísað í bókun ráðsins gegn fordómum og hatursorðræðu í garð fólks af erlendum uppruna. „Tveimur vikum eftir þessa bókun ritaði formaður ráðsins grein í Mannlíf þar sem farið er ófögrum orðum um þann hóp fólks sem telst sjálfstæðismenn og meðal annars sagt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu „frægir fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu. Það er orðið daglegt brauð að sýnt sé fram á spillingu kjörinna fulltrúa stærsta flokks landsins án þess að það hafi neinar afleiðingar“,“ segir í Staksteinum.

Hugtakið hatursorðræða (e. hate speech) nær yfir orðræðu sem beinist gegn einstaklingi eða hópi vegna þess hver þau eru og er refsiverð samkvæmt íslenskum lögum. „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum,“ segir í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum.

„Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

Staksteinar velta því þó upp hvort hatursorðræða nái einnig til hópsins sem skráir sig í Sjálfstæðisflokkinn. „[Dóra Björt] bætir því við að hún hafi haldið „að sjálfstæðismenn létu sér duga að arðræna okkur Íslendinga. En nei, betur má ef duga skal til þess að fóðra þessa ómettandi græðgismaskínu sem þekkir engin takmörk“, og klykkir út með því að flokkurinn sé flokkur sérhagsmuna, spillingar og yfirgengilegrar græðgi. Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár