Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Í nafn­laus­um rit­stjórn­arp­istli í Morg­un­blað­inu í dag er vís­að til orða Dóru Bjart­ar Guð­jóns­dótt­ur borg­ar­full­trúa um spill­ingu, græðgi og sér­hags­muni sjálf­stæð­is­manna. Þau eru sett í sam­hengi við hat­ur á út­lend­ing­um og sam­kyn­hneigð­um.

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarfulltrúinn var kallaður „drullusokkur“ og „skítadreifari“ á fundi borgarstjórnar í gær.

Er það hatursorðræða að kalla sjálfstæðismenn spillta, gráðuga eða arðræningja? Að þessu er spurt í ritstjórnarpistlinum Staksteinum í Morgunblaðinu í dag.

Pistillinn birtist í framhaldi af því að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk“ og „skítadreifara“ á fundi borgarstjórnar í gær. Vigdís sagði Dóru Björt hafa „hraunað yfir“ Sjálfstæðisflokkinn í ræðu sinni og „drulla yfir“ Miðflokkinn.

Staksteinar eru nafnlaus pistill, en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins. „Dóra Björt Guðjónsdóttir pírati er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs hjá Reykjavíkurborg,“ segir í upphafi pistilsins. „Eitt af því sem ráðið hefur áhuga á er að vinna gegn hatursorðræðu.“

Í framhaldinu er vísað í bókun ráðsins gegn fordómum og hatursorðræðu í garð fólks af erlendum uppruna. „Tveimur vikum eftir þessa bókun ritaði formaður ráðsins grein í Mannlíf þar sem farið er ófögrum orðum um þann hóp fólks sem telst sjálfstæðismenn og meðal annars sagt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu „frægir fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu. Það er orðið daglegt brauð að sýnt sé fram á spillingu kjörinna fulltrúa stærsta flokks landsins án þess að það hafi neinar afleiðingar“,“ segir í Staksteinum.

Hugtakið hatursorðræða (e. hate speech) nær yfir orðræðu sem beinist gegn einstaklingi eða hópi vegna þess hver þau eru og er refsiverð samkvæmt íslenskum lögum. „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum,“ segir í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum.

„Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

Staksteinar velta því þó upp hvort hatursorðræða nái einnig til hópsins sem skráir sig í Sjálfstæðisflokkinn. „[Dóra Björt] bætir því við að hún hafi haldið „að sjálfstæðismenn létu sér duga að arðræna okkur Íslendinga. En nei, betur má ef duga skal til þess að fóðra þessa ómettandi græðgismaskínu sem þekkir engin takmörk“, og klykkir út með því að flokkurinn sé flokkur sérhagsmuna, spillingar og yfirgengilegrar græðgi. Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár