Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Í nafn­laus­um rit­stjórn­arp­istli í Morg­un­blað­inu í dag er vís­að til orða Dóru Bjart­ar Guð­jóns­dótt­ur borg­ar­full­trúa um spill­ingu, græðgi og sér­hags­muni sjálf­stæð­is­manna. Þau eru sett í sam­hengi við hat­ur á út­lend­ing­um og sam­kyn­hneigð­um.

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarfulltrúinn var kallaður „drullusokkur“ og „skítadreifari“ á fundi borgarstjórnar í gær.

Er það hatursorðræða að kalla sjálfstæðismenn spillta, gráðuga eða arðræningja? Að þessu er spurt í ritstjórnarpistlinum Staksteinum í Morgunblaðinu í dag.

Pistillinn birtist í framhaldi af því að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk“ og „skítadreifara“ á fundi borgarstjórnar í gær. Vigdís sagði Dóru Björt hafa „hraunað yfir“ Sjálfstæðisflokkinn í ræðu sinni og „drulla yfir“ Miðflokkinn.

Staksteinar eru nafnlaus pistill, en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins. „Dóra Björt Guðjónsdóttir pírati er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs hjá Reykjavíkurborg,“ segir í upphafi pistilsins. „Eitt af því sem ráðið hefur áhuga á er að vinna gegn hatursorðræðu.“

Í framhaldinu er vísað í bókun ráðsins gegn fordómum og hatursorðræðu í garð fólks af erlendum uppruna. „Tveimur vikum eftir þessa bókun ritaði formaður ráðsins grein í Mannlíf þar sem farið er ófögrum orðum um þann hóp fólks sem telst sjálfstæðismenn og meðal annars sagt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu „frægir fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu. Það er orðið daglegt brauð að sýnt sé fram á spillingu kjörinna fulltrúa stærsta flokks landsins án þess að það hafi neinar afleiðingar“,“ segir í Staksteinum.

Hugtakið hatursorðræða (e. hate speech) nær yfir orðræðu sem beinist gegn einstaklingi eða hópi vegna þess hver þau eru og er refsiverð samkvæmt íslenskum lögum. „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum,“ segir í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum.

„Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

Staksteinar velta því þó upp hvort hatursorðræða nái einnig til hópsins sem skráir sig í Sjálfstæðisflokkinn. „[Dóra Björt] bætir því við að hún hafi haldið „að sjálfstæðismenn létu sér duga að arðræna okkur Íslendinga. En nei, betur má ef duga skal til þess að fóðra þessa ómettandi græðgismaskínu sem þekkir engin takmörk“, og klykkir út með því að flokkurinn sé flokkur sérhagsmuna, spillingar og yfirgengilegrar græðgi. Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár