Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Í svör­um Sam­herja hf. er ljóst að fé­lag­ið reyn­ir að fjar­lægja sig frá er­lendri starf­semi út­gerð­ar­inn­ar sem rek­in er í sér­stöku eign­ar­halds­fé­lagi. Svo virð­ist sem eng­um banka­reikn­ing­um Sam­herja hf. og tengdra fé­laga hafi ver­ið lok­að í DNB bank­an­um norska.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi
Reyna að fjarlægja sig Namibíu Í svörum Björgólfs Jóhannssonar kemur fram að forstjórinn starfandi telji erlenda starfsemi útgerðarfélagsins, utan Færeyja, sé ekki lengur hluti af starfsemi Samherja eftir uppskiptingu Samherja hf. í tvennt í fyrra. Mynd: mbl/Árni Sæberg

Esja Seafood Limited, félag í eigu Samherja sem greiddi hálfan milljarð króna í mútur til skúffufélags James Hatuikulipi í Dubaí í skiptum fyrir hestamakrílskvóta, er ennþá viðskiptavinur norska DNB bankans. Félagið er með bankareikning í DNB sem notaður var til að millifæra féð til Dubaí-félagsins Tundavala Investments Limited. 

Í tölvupósti með svörum til Stundarinnar frá ritara starfandi forstjóra Samherja, Björgólfs Jóhannssonar, segir um starfsemi Esju Seafood í gegnum DNB bankann. „Nei, samkvæmt fyrirspurn okkar til stjórnenda Esju Seafood Ltd hefur reikningum félagsins ekki verið lokað.“

Norska blaðið Dagens Næringsliv hefur beint spurningum um núverandi viðskipti Samherja í DNB til upplýsingafulltrúa norska bankans og velt upp spurningum um hvort Samherjamálið í Namibíu, og fjármagnsflutningar Samherja í gegnum bankareikninga í DNB, hafi haft einhver áhrif á viðskiptasamband útgerðarfélagsins við DNB bankann eftir så greint var frá málinu í fjölmiðlum. Talsmaður norska bankans hefur ekki viljað svara þessu en út frá svörum Samherja má ætla að svo sé ekki. 

Í umfjöllunum  WikileaksKveiks, Stundarinnar og Al Jazeera um Samherjaskjölin hefur komið fram að Samherji hafi greitt áhrifamönnum í Namibíu á annan milljarð króna í mútur í Namibíu til að fá aðgang að hestamakrílskvóta í landinu og að norski DNB bankinn hafi lokað bankareikningum skattaskjólsfélagsins Cape Cod FS í bankanum í maí í fyrra. Reikningar félagsins voru notaðir til að greiða laun sjómanna Samherja í Afríku, meðal annars í Namibíu. 

Sex einstaklingar, þar á meðal tveir fyrrverandi ráðherrar,  hafa nú verið ákærðir í Namibíu fyrir mútuþægni, peningaþvætti, fjársvik og fleiri brot í Samherjamálinu. 

Engar lokanirEngum bankareikningum Samherjafélaga hefur verið lokað í DNB bankanum. Blaðið fjallar um Samherjamálið á forsíðu sinni í dag.

Reynt að fjarlægja Samherja hf. frá Afríkustarfseminni

Í kjölfar breytinga á eignautanumhaldi Samherja hf. og dótturfélaga þess árið 2018 var reksturinn á Íslandi og í Færeyjum aðskilinn frá annarri erlendri starfsemi útgerðarfélagsins. 

Reksturinn á Íslandi og Færeyjum er nú rekinn í félaginu Samherji hf.  en erlendur rekstur, meðal annars starfsemin í Namibíu, í félaginu Samherji Holding ehf. Félagið Samherji Holding ehf. heldur meðal annars utan um eignarhald á félaginu Esju Seafood Limited á Kýpur,  í gegnum íslenska eignarhaldsfélagið Sæból fjárfestingarfélag ehf.

Samherji hf. á svo ekki Samherja Holding ehf. heldur er félagið í eigu hluthafa Samherja, meðal annars Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, beint eða í gegnum eignarhaldsfélög. 

Fyrir þessar breytingar hélt Samherji hf. líka utan um erlendu starfsemi útgerðarfélagsins, meðal annars Esju Seafood, og voru öll þessi félög skilgreind sem „dóttur- og samrekstrarfélög“.

Því má segja að í dag sé reksturinn í Namibíu ekki lengur hluti af uppgjöri Samherja hf. líkt og áður var. 

Talar ekki um KýpurfélöginBjörgólfur minnist ekki á Kýpurfélög Samherja í svari sínu um stöðu viðskiptasambandsins við DNB bankann. Kortið sýnir Samherjasamstæðuna fyrir uppskiptingu hennar og mútugreiðslur til Namibíu. Kort: Aðalsteinn Kjartansson/Kveikur

„Já, Samherji hf., Kaldbakur ehf. og Ice Fresh Seafood ehf. eru ennþá viðskiptavinir DNB bankans og eiga þar reikninga.“ 

Minnist ekki á önnur félög

Í svari við þeirri spurningu hvort Samherji og félög í eigu Samherja séu enn viðskiptavinir DNB bankans segir í svarinu sem ritari forstjórans sendir fyrir hönd Björgólfs Jóhannssonar: „Já, Samherji hf., Kaldbakur ehf. og Ice Fresh Seafood ehf. eru ennþá viðskiptavinir DNB bankans og eiga þar reikninga.“ Kaldbakur ehf. er fjárfestingarfélag í eigu Samherja á Íslandi og Ice Fresh Seafood er fisksölufyrirtæki Samherja. 

Athygli vekur að Björgólfur nefnir ekki Esju Seafood Limited eða önnur félög sem tilheyra Samherja Holding ehf. á Kýpur, eins og til dæmis Esju Shipping Limited eða Noa Pelagic Limited sem einnig greiddi mútur í Namibíumálinu. Björgólfur minnist bara á félög sem tilheyra Samherja hf. jafnvel þó fleiri félög Samherja eigi bankareikninga í DNB bankanum. 

Þegar spurt hvort einhverjum bankareikningum sem eru hluti af Samherja hf. eða Samherja Holding ehf. hafi verið lokað segir í svarinu: „Nei, við höfum ekki fengið upplýsingar um það.“

Kenndu yfirvöldum um

Þegar greint var frá þeirri ákvörðun hluthafafundar Samherja hf. að skipta félaginu upp í tvennt, í íslenska og færeyska starfsemi annars vegar í Samherja hf. og aðra erlenda starfsemi hins vegar í Samherja Holding ehf., sagði Þorsteinn Már Baldvinsson að félagið hafi íhugað að gera þetta út rannsókninni á Seðlabankamálinu, meintum gjaldeyrishaftalagabrotum fyrirtækisins. 

Í máli Þorsteins Más í Viðskiptablaðinu kom jafnframt fram að íhugað væri að flytja starfsemi Samherji Holding ehf. erlendis „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort eignarhaldsfélag um erlenda starfsemi Samherja verði staðsett erlendis. […] Sú reynsla sem Samherji hefur haft af íslenskri stjórnsýslu undanfarin sjö ár í harðri aðför Seðlabankans að félögunum kann að leiða til þess að skynsamlegt kunni að vera að eiga ekki allt undir slíkri stofnun og ráðamönnum.”  Þorsteinn sagði jafnframt að höfuðstöðvar Samherja væru á Akureyri og að þar vildi félagið vera. 

Nú virðist taktík Samherja einmitt vera að notfæra sér þessa skiptingu Samherja hf. í tvennt í umræðum og svörum um mútumálið í Namibíu, jafnvel þó ljóst sé að mikill meirihluti mútugreiðslnanna átti sér stað þegar öll Samherjastæðan var rekin undir hatti Samherja hf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár