Mikið er þetta frábær dómsmálaráðherra sem við höfum fengið.
Eða er það ekki örugglega?
Það er svo mörgu að sinna í dómsmálum sem röggsamur og réttsýn dómsmálaráðherra gæti sinnt:
Það þarf að lögfesta nýja stjórnarskrá sem kjósendur afgreiddu fyrir 7 árum.
Það þarf að koma Geirfinnsmálunum í einhvern almennilegan farveg og leiða forsætisráðherra fyrir sjónir að það verði að afturkalla hina ömurlegu vörn ríkislögmanns í því máli.
Það þarf að umbylta útlendingamálum, alveg frá grunni. Ég vona að ég þurfi ekki að orðlengja það.
Og nú síðast þarf að ganga rækilega frá því að hægt verði að rannsaka Samherjamálin svo að einhver mannsbragur sé á.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur hins vegar ekki sýnst hafa nokkurn áhuga á neinu af þessu.
Hún hefur - ef marka mál hennar fram að þessu - aðeins áhuga á tvennu:
Brennivíni í búðir.
Mannanöfnum (og ekki síst því að við getum öll tekið upp ættarnöfn eins og voða fínt fólk).
Nú eru þetta hvorttveggja sjálfsagt hin merkustu mál.
En mikið væri gaman ef Áslaug Arna gæti hugsað sér að nýta krafta sín í hin ennþá stærri mál.
Athugasemdir