Síðan stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur fóru loks að gera sér grein fyrir vánni sem fylgir hamfarahlýnun jarðar hafa ýmsar leiðir fyrir hinn almenna borgara dúkkað upp til að hjálpa okkur að minnka áhrif okkar á umhverfið. Ein þessara leiða er að greiða fyrir gróðursetningu trjáa um leið og við kaupum okkur flug til útlanda.
Þessi kostur hefur orðið sífellt vinsælli eftir því sem við höfum orðið meðvitaðri um þau áhrif sem við höfum á umhverfið með hegðun okkar. En er raunhæft að bjarga heiminum frá hlýnandi loftslagi með gróðursetningu trjáa?
Þriðjungur alls kolefnis bundið í trén
Í rannsókn sem birtist í Science þann 5. júlí síðastliðinn fjallar rannsóknarhópur, undir forystu Jean-Francois Bastin, um hvernig gróðursetning trjáa getur bundið stóran hluta þess kolefnis úr andrúmsloftinu. Raunar segja þau að með skilvirkri nýtingu landsvæðis sé hægt að binda um þriðjung alls þess kolefnis sem við höfum látið frá okkur síðan í iðnbyltingunni …
Athugasemdir