Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Ey­þór Arn­alds, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks og stærsti eig­andi Morg­un­blaðs­ins, greip til varna fyr­ir Sam­herja í út­varps­þætti. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur af­skrif­að að hluta 225 millj­ón króna selj­andalán sem það veitti hon­um til kaupa á hlut þess í Morg­un­blað­inu.

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“
Eyþór Arnalds og Davíð Oddsson Eyþór fékk seljandalán frá Samherja til að kaupa hlut fyrirtækisins í Morgunblaðinu. Mynd: Mbl/Eggert Jóhannesson

„Maðurinn sem hér situr hefur ítrekað sýnt að hann vill ekki leggja spil sín á borðið,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, um Eyþór Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þegar þau ræddu saman í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Til tals voru kaup Eyþórs á hlut Samherja í Morgunblaðinu með seljandaláni frá fyrirtækinu sem hefur verið afskrifað að stórum hluta, eins og Stundin hefur greint frá.

„Þetta mál snýst ekkert endilega um það með hvaða hætti Samherji, þetta fyrirtæki sem hefur nú verið staðfest að greiði mútur til stjórnmálamanna hafi í huga að nýta Eyþór,“ sagði Dóra Björt. „Það er hagsmunaárekstur falinn í því að taka við gjöfum, hundruðum milljóna frá stórum fjárhagslegum aðila. Það er nú aðalatriðið. Þess vegna er það þannig að jafnvel þótt menn hafi verið í fullkomlega löglegum viðskiptum þurfa þeir að svara fyrir þau þegar þeir fara í stjórnmálin. Vegna þess að það er mikilvægt að almenningur geti fullvissað sig um að þeir séu eigin herra og ekki með leynda sérhagsmuni.“

Eignarhaldsfélag Eyþórs sem á hlutabréf í Morgunblaðinu er á endanum fjármagnað af Kýpurfélagi Samherja, Esju Seafood, sem er miðpunkturinn í mútugreiðslum og fjármagnsflutningum Samherjasamstæðunnar erlendis, sem Stundin hefur greint frá ásamt RÚV, Wikileaks og Al Jazeera. Eyþór fékk 225 milljón króna kúlulán frá Samherja fyrir kaupum á hlutnum sem að miklu leyti hefur verið afskrifað.

„Það er alltaf óheppilegt að stjórnmálamenn séu mikið í fjölmiðlum,“ sagði Eyþór í þættinum. „Það var Pírati sem átti í Stundinni og Samfylkingarþingmaður sem átti í Kjarnanum. Össur Skarphéðinsson var ritstjóri tveggja blaða á meðan hann sat á þingi. En ég sagði strax og ég fór í pólitíkina að ég mundi draga mig úr þessu. Fór úr stjórn og hef ekki haft afskipti af þessu. Ég tel betra að hafa fjarlægð á milli.“

Vísar Eyþór þarna til þess að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hafi átt 2 prósenta hlut í Stundinni þegar hann var kosinn á þing árið 2016. Seldi hann hlut sinn í kjölfar þess.

Eyþór situr enn í stjórn fyrirtækja með net dótturfélaga, þrátt fyrir loforð hans fyrir borgarstjórnarkosningar 2018 um að draga sig úr viðskiptalífinu. Félag Eyþórs, Ramses II ehf., er stærsti einstaki eigandi Morgunblaðsins með rúmlega 20 prósenta hlut. Hann hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Stundarinnar vegna málsins.

Dóra Björt sagði að hana grunaði að sannleikurinn í málinu væri svartur af því að Eyþór hefur ekki svarað af hvaða ástæðum lánið frá Samherja var afskrifað. Hún sagði Eyþór vera margsaga í málinu og ekki koma heiðarlega fram.

„Þetta eru líka peningar fengnir frá fyrirtæki sem hefur beinlínis það hlutverk að múta stjórnmálamönnum“

„Þetta er mjög vont mál allt saman og það er rosalega vont þegar stjórnmálamaður hefur svo bein tengsl við svo stóran hagsmunaaðila í okkar samfélagi,“ sagði Dóra Björt. „Nú kemur svo í ljós að það er ekki nóg með að hann er algjörlega háður þarna mjög stórum hagsmunaaðila. Þetta eru líka peningar fengnir frá fyrirtæki sem hefur beinlínis það hlutverk að múta stjórnmálamönnum.“

Eyþór sagði Dóru Björt rugla honum saman sem persónu og félaginu sem hann á. „Í öðru lagi finnst mér nú ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag, eins og mér heyrist hún vera að segja,“ sagði hann. „Það að Samherji hafi fengið fjármögnun frá öðru félagi sem er í einhverjum rekstri síðan og svo framvegis gerir ekki Samherja að einhvers konar félagi eins og hún lýsir. Viðskiptin voru á milli Samherja og félags í minni eigu.“

Eyþór sagðist ekki vera sá eini í borgarstjórn sem á fjárhagslegra hagsmuna að gæta utan starfs síns sem borgarfulltrúi og bætti því við að seljandalán væru algeng í áhættusömum viðskiptum. „Ef við eigum að fara í nýjar spurningar gagnvart mér þá á sama að gilda um aðra finnst mér. Þannig að ég segi eigum við ekki bara að klára þessar reglur sem var samþykkt fyrir ári síðan að gera, Dóra, um að auka upplýsingagjöfina og láta það gilda um alla, en ekki fara í dylgjur gagnvart mér og öðrum fyrirtækjum.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
3
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.
Leyniupptakan á Edition-hótelinu: „Við höfum enn tíma eftir kosningarnar“
5
Fréttir

Leyniupp­tak­an á Ed­iti­on-hót­el­inu: „Við höf­um enn tíma eft­ir kosn­ing­arn­ar“

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar lýsti því í lok októ­ber að ef ekki næð­ist að gefa út hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­ar væri vel hægt að gera það á með­an aðr­ir flokk­ar reyndu að mynda rík­is­stjórn. Það gerð­ist í gær þeg­ar Bjarni Bene­dikts­son gaf út leyfi til hval­veiða sem lif­ir þá rík­is­stjórn sem tek­ur næst við völd­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
1
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
6
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár