Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorsteinn Már: „Við höfum ekki verið neitt skattfælnir“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, sagði í fe­brú­ar að Sam­herji væri ekki „skatt­fæl­ið“ fyr­ir­tæki. Í Sam­herja­sköl­un­um koma hins veg­ar fram upp­lýs­ing­ar um stór­fellda notk­un út­gerð­ar­fé­lags­ins á skatta­skjól­um hátt í ára­tug.

Notkun Samherja á skattaskjólum eins og Marshall-eyjum og Máritíus í viðskiptum sínum eru hluti af þeim nýju tíðindum sem koma fram í Samherjaskjölunum. Stundin fjallar um skjölin í samvinnu við Wikileaks, Kveik og Al Jazeera

Hingað til hafa ekki komið fram neinar upplýsingar sem sýna að Samherji notist við ríki sem í dag eru skilgreind sem skattaskjól í viðskiptum sínum. Samherji hefur vissulega notast við Kýpur í meira en áratug í viðskiptum sínum og Miðjarðarhafseyjan er ekki lengur skilgreind sem skattaskjól þó hún hafi verið það á sínum. Kýpur veitir hins vegar skjól fyrir sköttum og verulegt skattahagræði fyrir eignarhaldsfélög eins og þau sem Samherji notar, meðal annars Esju Seafood á Kýpur. 

Samherji: Kýpur ekki skattaskjól

Þorsteinn Már Baldvinsson og Samherji hafa í gegnum tíðina andmælt því þegar fyrirtækið hefur verið sagt stunda viðskipti í skattaskjólum. Eftir að DV fjallaði um viðskipti Samherja á Kýpur í tengslum við veiðar fyrirtækisins í Marokkó og Máritaníu árið 2012 birti Samherji frétt á heimasíðu sinni þar sem félagið neitaði því að Kýpur væri skattaskjól.

Formlega séð er Kýpur ekki skattaskjól, meðal annars út frá skilgreiningum Evrópusambandsins á því hvaða ríki eru skattaskjól, en eyjan hefur stundum verið sögð vera skattaskjól í gegnum tíðina. Enginn deilir hins vegar um að það getur falið í sér verulegt skattahagræði að nota eignarhaldsfélög á Kýpur. 

Þegar þetta svar kom frá Samherja hafði félagið notast við eignarhaldsfélag á Marshall-eyjum, Cape Cod FS, til að greiða út laun starfsmanna sinna í Afríku í meira en eitt ár.

En auðvitað er það hvorki rangt né mótsögn að Samherji hafi varið sig með því að Kýpur sé ekki skattaskjól á sama tíma og félagið millifærði milljarða króna til Marshall-eyja til að greiða laun starfsmanna sinna í Afríku. 

Skattavandræði sjómanna

Bent skal á það einnig að starfsmenn Samherja í Afríku, sem og starfsmenn

Sjólaskipa þegar Katla Seafood var í eigu þess félags, hafa lent í vandræðum í gegnum tíðina  út af því að þeir greiddu ekki skatta af launum sínum. Í ljós kom að einhverjir starfsmenn töldu að Sjólaskip og Samherji greiddu skatta af launum þeirra á meðan útgerðirnar litu svo á að starfsmennirnir væru verktakar.

Niðurstaðan var hins vegar að engir skattar voru greiddir af launum margra starfsmanna útgerðanna, meðal annars tuga íslenska sjómanna sem svo voru dæmdir fyrir skattalagabrot á Íslandi og gert að greiða skattinn til baka með álagi. Einhverjir af sjómönnunum hafa orðið gjaldþrota vegna þessa. Þá skal einnig á það bent að fyri eigendur Kötlu Seafood, systkinin í Sjólaskipum, hafa verið ákærð fyrir stórfelld skattalagabrot vegna notkunar á Tortólafélögum í tengsum við 

Ein af spurningunum sem kviknar í ljósi upplýsa Samherjaskjalanna er hvort og hvernig þeir starfsmenn Samherja sem fengu greidd laun frá Cape Cod FS hafi gefið þessi laun upp til skatts á Íslandi eða ekki. Einn fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sem meðal annars fékk greidd laun frá Cape Cod FS, segir alltaf hafa greitt skatta á Íslandi af þeim en hvort þetta á við um alla íslensku starfsmennina liggur vitanlega ekki fyrir. 

Þorsteinn: Skattað eftir afkomu 

Samherji á líka í svo einnig miklum innbyrðis viðskiptum við sín eigin fyrirtæki víða um heima í gegnum eignarhaldsfélög sín á Kýpur og rekstrarniðurstaða félaganna er ekki góð og eru skattgreiðslurnar á Kýpur eftir því. Eins og fjallað var um í Stundinni í apríl eftir að blaðið hafði gengið aðgang að ársreikningum tveggja Samherjafélaga á Kýpur, Esju Shipping Limited og Esju Seafood Limited. 

Á árunum 2013 og 2014 borguðu þessi tvö félög samtals 22 milljónir króna í skatt á Kýpur en voru á sama tíma með tekjur upp á meira en 12 milljarða króna. Félögin voru og eru í eigu íslensks eignarhaldsfélags sem heitir Polaris Seafood ehf. 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði þá að skattgreiðslur fyrirtækjanna á Kýpur séu byggðar á þarlendum lögum og í samræmi við þau.  „Það er skattað í samræmi við afkomu þessara fyritækja á hverjum tíma. Það hafa verið greiddir allir skattar og gjöld á þessum stöðum, hvort sem það er Kýpur eða annars staðar. Það er bara einfalt mál og þessir skattar eru mismiklir á hverjum tíma eftir afkomu.“ 

Sntyrileg að nota KýpurBaldvin Þorsteinsson fjallaði um það í tölvupósti fyrir áratug hversu „snyrtilegt“ það væri að nota eignarhaldsfélög á Kýpur.

Tölvupóstur Baldvins um skattahagræði

Í febrúar birti Stundin umfjöllun um tölvupóst sem Baldvin Þorsteinsson, sonur

Þorsteins Más Baldvinssonar og starfsmaður Kötlu Seafood, skrifaði til samstarfsmanna sinna hjá Samherja árið 2009 þar sem hann var að ræða um skattalegt hagræði af því að nota félög á Kýpur í viðskiptum Samherja.

Tekið skal fram að umræða Baldvins snerist um starfsemi Samherja í Máritíus og Marokkó, ekki í Namibíu, þar sem Samherji hafði á þessum tíma ekki hafið veiðar í Namibíu – það gerðist ekki fyrr en árið 2012. En umræðuefnið snerist um Afríkuveiðar Samherja og tilhögun þeirra. 

„Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins.“

Í tölvupóstinum sagði Baldvin meðal annars: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. […] Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar. Þetta teljum við nokkuð snyrtilega leið til að draga úr skattgreiðslum.“

Þessi tölvupóstur Baldvins er í ágætu samræmi við þær upplýsingar sem koma fram í ársreikningum Esju Shipping og Esju Seafood. Samherji getur stýrt því hvar hagnaðurinn af viðskiptum félagsins myndast þar sem félagið á í svo miklum innbyrðis viðskiptum við sín eigin félög víða um lönd.  

Var „snyrtilegt“ fyrir Samherja að nota Kýpur?

Í samtali við Stundina um þennan tölvupóst sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, meðal annars í símasamtali við blaðamanna Stundarinnar fyrr á árinu að Samherji hefði í gegnum tíðina ekki verið „skattfælið“ fyrirtæki.  

Blaðamaður: „Annað sem hann [Baldvin Þorsteinsson] segir í þessum tölvupósti er að það sé snyrtilegt í skattalegum skilningi að nota eignarhaldsfélög á Kýpur.“

ÞMB: „Ég veit ekki hvað er átt við með því.“

Blaðamaður: „Þannig er lýsingin í tölvupóstinum, snyrtilegt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár