Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýja trúfélagið lofar að borga meðlimum í nóvember

Zú­ist­ar hafa ekki náð að reiða af hendi greiðslu til með­lima þess, en sam­tals munu þær nema um 30 millj­ón­um króna.

Nýja trúfélagið lofar að borga meðlimum í nóvember
Einn af guðum Súmera Zúismi er rakin til trúar Súmera sem héldu til í Mesópótamíu um 3000 f.Kr. Hér er einn guð þeirra, En-lil, oft álitinn æðsti guð Súmera, að taka við gjöf.

Forsvarsmenn trúfélags Zúista á Íslandi lofa að hefja endurgreiðslur ríkisstyrkja til félaga sinna í nóvember. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins er lofað að endurgreiða þennan styrk, sem kemur til vegna fjárstyrks ríkisins til trú- og lífsskoðunarfélaga, í tveimur greiðslum á ári en þeir hafa hingað til ekki greitt neitt.

Æðstiprestur
Æðstiprestur Ísak Andri Ólafsson er æðstiprestur Zúista á Íslandi.

Samkvæmt talningu Hagstofu Íslands eru 3.087 skráðir í félagið í dag en búast má við því að þeim hafi fjölgað eitthvað þar sem tölurnar eru frá því 1. janúar 2016.

„Félag Zúista er orðið sjöunda stærsta trúfélag landsins“

Ef miðað er við félagafjöldann þann 1. janúar síðastliðins eru þetta rúmar þrjátíu milljónir króna sem Zúistar á Íslandi hyggjast endurgreiða félagsmönnum sínum. Sóknargjöld, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins, eru um það bil 900 krónur á mánuði sem myndi gera 10.800 krónur á ári. Þessa upphæð ætlaði félagið að endurgreiða félagsmönnum sínum og var mikið rætt um þessar fyrirætlanir í fjölmiðlum þegar þær voru auglýstar á síðasta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár