Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nýja trúfélagið lofar að borga meðlimum í nóvember

Zú­ist­ar hafa ekki náð að reiða af hendi greiðslu til með­lima þess, en sam­tals munu þær nema um 30 millj­ón­um króna.

Nýja trúfélagið lofar að borga meðlimum í nóvember
Einn af guðum Súmera Zúismi er rakin til trúar Súmera sem héldu til í Mesópótamíu um 3000 f.Kr. Hér er einn guð þeirra, En-lil, oft álitinn æðsti guð Súmera, að taka við gjöf.

Forsvarsmenn trúfélags Zúista á Íslandi lofa að hefja endurgreiðslur ríkisstyrkja til félaga sinna í nóvember. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins er lofað að endurgreiða þennan styrk, sem kemur til vegna fjárstyrks ríkisins til trú- og lífsskoðunarfélaga, í tveimur greiðslum á ári en þeir hafa hingað til ekki greitt neitt.

Æðstiprestur
Æðstiprestur Ísak Andri Ólafsson er æðstiprestur Zúista á Íslandi.

Samkvæmt talningu Hagstofu Íslands eru 3.087 skráðir í félagið í dag en búast má við því að þeim hafi fjölgað eitthvað þar sem tölurnar eru frá því 1. janúar 2016.

„Félag Zúista er orðið sjöunda stærsta trúfélag landsins“

Ef miðað er við félagafjöldann þann 1. janúar síðastliðins eru þetta rúmar þrjátíu milljónir króna sem Zúistar á Íslandi hyggjast endurgreiða félagsmönnum sínum. Sóknargjöld, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins, eru um það bil 900 krónur á mánuði sem myndi gera 10.800 krónur á ári. Þessa upphæð ætlaði félagið að endurgreiða félagsmönnum sínum og var mikið rætt um þessar fyrirætlanir í fjölmiðlum þegar þær voru auglýstar á síðasta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár