Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nýja trúfélagið lofar að borga meðlimum í nóvember

Zú­ist­ar hafa ekki náð að reiða af hendi greiðslu til með­lima þess, en sam­tals munu þær nema um 30 millj­ón­um króna.

Nýja trúfélagið lofar að borga meðlimum í nóvember
Einn af guðum Súmera Zúismi er rakin til trúar Súmera sem héldu til í Mesópótamíu um 3000 f.Kr. Hér er einn guð þeirra, En-lil, oft álitinn æðsti guð Súmera, að taka við gjöf.

Forsvarsmenn trúfélags Zúista á Íslandi lofa að hefja endurgreiðslur ríkisstyrkja til félaga sinna í nóvember. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins er lofað að endurgreiða þennan styrk, sem kemur til vegna fjárstyrks ríkisins til trú- og lífsskoðunarfélaga, í tveimur greiðslum á ári en þeir hafa hingað til ekki greitt neitt.

Æðstiprestur
Æðstiprestur Ísak Andri Ólafsson er æðstiprestur Zúista á Íslandi.

Samkvæmt talningu Hagstofu Íslands eru 3.087 skráðir í félagið í dag en búast má við því að þeim hafi fjölgað eitthvað þar sem tölurnar eru frá því 1. janúar 2016.

„Félag Zúista er orðið sjöunda stærsta trúfélag landsins“

Ef miðað er við félagafjöldann þann 1. janúar síðastliðins eru þetta rúmar þrjátíu milljónir króna sem Zúistar á Íslandi hyggjast endurgreiða félagsmönnum sínum. Sóknargjöld, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins, eru um það bil 900 krónur á mánuði sem myndi gera 10.800 krónur á ári. Þessa upphæð ætlaði félagið að endurgreiða félagsmönnum sínum og var mikið rætt um þessar fyrirætlanir í fjölmiðlum þegar þær voru auglýstar á síðasta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár