Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, harðlega vegna rangra fullyrðinga um málefni bótaþega. Stundin greindi frá því á miðvikudag að Vigdís hefði hallað réttu máli í viðtali við fréttastofu RÚV daginn áður. Í grein Stundarinnar voru nokkrar rangfærslurnar hraktar en einnig vísað í pistil eftir Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands sem rannsakað hefur félagslega kerfið á Íslandi töluvert og borið það saman við velferðarkerfi annarra Norðurlandaþjóða.
Ellen bendir á að í viðtalinu hafi þingmaðurinn staðhæft að lauslega áætlað næmu bótasvik fjórum til fimm milljörðum á ári. „Alls er óljóst á hverju Vigdís byggir þessar tölur. Til samanburðar eru áætlaðar upphæðir í skýrslu Ríkisendurskoðunar, Eftirlit Tryggingastofnunar ríkisins með bótagreiðslum, mun lægri eða á milli 2-3,4 milljarðar króna
Athugasemdir