Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yfirtakan á ABC barnahjálp í Kenía: Íslenskt barnastarf í gíslingu

Hundruð­ir ken­ískra barna eru föst í hringiðu harðr­ar valda­bar­áttu Ís­lend­inga yf­ir ein­um þekkt­ustu hjálp­ar­sam­tök­um Ís­lands, ABC barna­hjálp. Hót­an­ir, lyg­ar, vopna­burð­ur og vald­arán ein­kenna bar­átt­una. Öðr­um meg­in stend­ur Guð­rún Mar­grét Páls­dótt­ir, stofn­andi og stjórn­ar­formað­ur ABC barna­hjálp­ar á Ís­landi, en hinum meg­in Þór­unn Helga­dótt­ir, sem hef­ur bú­ið lengi í Ken­ía og stýrt ABC barna­hjálp þar í landi. Stund­in kann­aði sann­an­irn­ar á bakvið full­yrð­ing­ar máls­að­ila og ræddi við nem­end­ur og starfs­fólk ABC barna­hjálp­ar í Ken­ía.

Yfirtakan á ABC barnahjálp í Kenía: Íslenskt barnastarf í gíslingu
Telur sig vera í fullum rétti Þórunn Helgadóttir er talin hafa ­yfirtekið félag ABC í Kenía og sölsað undir sig eignir þess. Hún segist hins vegar vera í fullum rétti.

Er það satt að á miðju Íslandi sé stórt stöðuvatn þar sem Íslendingar fórna ungum börnum fyrir guði sína?“ spyr ungi Keníamaðurinn Elvis Mogunde, nemandi í skóla ABC í Kenía.Blaðamenn Stundarinnar líta forviða af tölvuskjánum og hvor á annan. „Hvað sagði hann?“
Elvis er einn þeirra sem hafa lent í miðri hringiðu harðra deilna innan ABC samtakanna þar sem ásakanir um mútur, hótanir og rógburð hafa gengið manna á milli frá því í vor. Þegar hefur einn verið kærður vegna alvarlegra hótana í garð formanns ABC á Íslandi. Upphaf þessara deilna má rekja til stjórnarfundar ABC Kenía sem haldinn var í apríl. Á fundinum voru þrír íslenskir stjórnarmenn reknir úr stjórninni og heimamenn settir í þeirra stað. Meðal þeirra reknu var Guðrún Margrét Pálsdóttir, stofnandi og formaður ABC barnahjálpar. Í tilkynningu frá ABC segir að með þessu hafi Þórunn Helgadóttir, formaður ABC Kenía, brugðist trausti ABC og hreinlega reynt að sölsa undir sig félagið og eignir þess. Þórunn telur hins vegar að ABC á Íslandi geti ekki rekið sig úr formannsstöðunni í Kenía þar sem um tvö sjálfstæð félög sé að ræða. Hún situr því sem fastast og hefur stofnað ný samtök á Íslandi, Íslensku Barnahjálpina, sem sér um að safna styrkjum og framlögum hér á landi. Ástandið í Kenía er alvarlegt. Glæpagengi eru sögð hafa komið að skólanum, starfsmenn hafa þurft að flýja borgina vegna hótana og nemendur verið hvattir til óeirða. 

Fann samtökin í bæklingi á bensínstöð

Hún er fyrir löngu orðin þekkt sagan af konunni sem árið 2004 gekk inn á bensínstöð í Grafarvogi og tók með sér bækling. Bæklingurinn, sem var gefinn út af ABC barnahjálp, hreyfði við konunni sem í kjölfarið hafði samband við samtökin og bauð fram krafta sína. Þessi kona var Þórunn Helgadóttir. Hún var í kvikmyndagerð á þeim tíma og bauðst meðal annars til þess að gera myndband fyrir samtökin. Þeirri hugmynd var tekið fagnandi. Þórunn starfaði sem sjálfboðaliði hjá ABC samtökunum fyrstu tvö árin og fór meðal annars með í ferð til Indlands. Sú ferð hafði mikil áhrif á hana en þá kynntist hún í fyrsta skiptið starfi ABC frá fyrstu hendi.  

Hörkudugleg hugsjónakona

Saga Þórunnar var meðal annars sögð í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 árið 2009. Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson fór til Kenía, fylgdist með starfinu og ræddi við Þórunni. Umfjöllun Kompáss vakti mikla athygli á sínum tíma en fátæktin og neyðin í Kariobangi hverfinu í Naíróbí var nánast áþreifanleg. Í þættinum er meðal annars fullyrt að hjálparstarfið í Kenía sé alíslenskt.
 Þórunn segist í samtali við Stundina hafa fundið að henni var ætlað að setjast að í Kenía. Í fyrstu vikunni þar ytra kynntist hún síðan eiginmanni sínum, Samuel Lusiru Gona. Hann er nú einnig stjórnarmaður í ABC Kenía. Þau eiga saman ættleiddan dreng, hinn sjö ára Daníel Heiðar. 
Þórunni er lýst sem 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár