Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yfirtakan á ABC barnahjálp í Kenía: Íslenskt barnastarf í gíslingu

Hundruð­ir ken­ískra barna eru föst í hringiðu harðr­ar valda­bar­áttu Ís­lend­inga yf­ir ein­um þekkt­ustu hjálp­ar­sam­tök­um Ís­lands, ABC barna­hjálp. Hót­an­ir, lyg­ar, vopna­burð­ur og vald­arán ein­kenna bar­átt­una. Öðr­um meg­in stend­ur Guð­rún Mar­grét Páls­dótt­ir, stofn­andi og stjórn­ar­formað­ur ABC barna­hjálp­ar á Ís­landi, en hinum meg­in Þór­unn Helga­dótt­ir, sem hef­ur bú­ið lengi í Ken­ía og stýrt ABC barna­hjálp þar í landi. Stund­in kann­aði sann­an­irn­ar á bakvið full­yrð­ing­ar máls­að­ila og ræddi við nem­end­ur og starfs­fólk ABC barna­hjálp­ar í Ken­ía.

Yfirtakan á ABC barnahjálp í Kenía: Íslenskt barnastarf í gíslingu
Telur sig vera í fullum rétti Þórunn Helgadóttir er talin hafa ­yfirtekið félag ABC í Kenía og sölsað undir sig eignir þess. Hún segist hins vegar vera í fullum rétti.

Er það satt að á miðju Íslandi sé stórt stöðuvatn þar sem Íslendingar fórna ungum börnum fyrir guði sína?“ spyr ungi Keníamaðurinn Elvis Mogunde, nemandi í skóla ABC í Kenía.Blaðamenn Stundarinnar líta forviða af tölvuskjánum og hvor á annan. „Hvað sagði hann?“
Elvis er einn þeirra sem hafa lent í miðri hringiðu harðra deilna innan ABC samtakanna þar sem ásakanir um mútur, hótanir og rógburð hafa gengið manna á milli frá því í vor. Þegar hefur einn verið kærður vegna alvarlegra hótana í garð formanns ABC á Íslandi. Upphaf þessara deilna má rekja til stjórnarfundar ABC Kenía sem haldinn var í apríl. Á fundinum voru þrír íslenskir stjórnarmenn reknir úr stjórninni og heimamenn settir í þeirra stað. Meðal þeirra reknu var Guðrún Margrét Pálsdóttir, stofnandi og formaður ABC barnahjálpar. Í tilkynningu frá ABC segir að með þessu hafi Þórunn Helgadóttir, formaður ABC Kenía, brugðist trausti ABC og hreinlega reynt að sölsa undir sig félagið og eignir þess. Þórunn telur hins vegar að ABC á Íslandi geti ekki rekið sig úr formannsstöðunni í Kenía þar sem um tvö sjálfstæð félög sé að ræða. Hún situr því sem fastast og hefur stofnað ný samtök á Íslandi, Íslensku Barnahjálpina, sem sér um að safna styrkjum og framlögum hér á landi. Ástandið í Kenía er alvarlegt. Glæpagengi eru sögð hafa komið að skólanum, starfsmenn hafa þurft að flýja borgina vegna hótana og nemendur verið hvattir til óeirða. 

Fann samtökin í bæklingi á bensínstöð

Hún er fyrir löngu orðin þekkt sagan af konunni sem árið 2004 gekk inn á bensínstöð í Grafarvogi og tók með sér bækling. Bæklingurinn, sem var gefinn út af ABC barnahjálp, hreyfði við konunni sem í kjölfarið hafði samband við samtökin og bauð fram krafta sína. Þessi kona var Þórunn Helgadóttir. Hún var í kvikmyndagerð á þeim tíma og bauðst meðal annars til þess að gera myndband fyrir samtökin. Þeirri hugmynd var tekið fagnandi. Þórunn starfaði sem sjálfboðaliði hjá ABC samtökunum fyrstu tvö árin og fór meðal annars með í ferð til Indlands. Sú ferð hafði mikil áhrif á hana en þá kynntist hún í fyrsta skiptið starfi ABC frá fyrstu hendi.  

Hörkudugleg hugsjónakona

Saga Þórunnar var meðal annars sögð í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 árið 2009. Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson fór til Kenía, fylgdist með starfinu og ræddi við Þórunni. Umfjöllun Kompáss vakti mikla athygli á sínum tíma en fátæktin og neyðin í Kariobangi hverfinu í Naíróbí var nánast áþreifanleg. Í þættinum er meðal annars fullyrt að hjálparstarfið í Kenía sé alíslenskt.
 Þórunn segist í samtali við Stundina hafa fundið að henni var ætlað að setjast að í Kenía. Í fyrstu vikunni þar ytra kynntist hún síðan eiginmanni sínum, Samuel Lusiru Gona. Hann er nú einnig stjórnarmaður í ABC Kenía. Þau eiga saman ættleiddan dreng, hinn sjö ára Daníel Heiðar. 
Þórunni er lýst sem 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár