Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Yfirtakan á ABC barnahjálp í Kenía: Íslenskt barnastarf í gíslingu

Hundruð­ir ken­ískra barna eru föst í hringiðu harðr­ar valda­bar­áttu Ís­lend­inga yf­ir ein­um þekkt­ustu hjálp­ar­sam­tök­um Ís­lands, ABC barna­hjálp. Hót­an­ir, lyg­ar, vopna­burð­ur og vald­arán ein­kenna bar­átt­una. Öðr­um meg­in stend­ur Guð­rún Mar­grét Páls­dótt­ir, stofn­andi og stjórn­ar­formað­ur ABC barna­hjálp­ar á Ís­landi, en hinum meg­in Þór­unn Helga­dótt­ir, sem hef­ur bú­ið lengi í Ken­ía og stýrt ABC barna­hjálp þar í landi. Stund­in kann­aði sann­an­irn­ar á bakvið full­yrð­ing­ar máls­að­ila og ræddi við nem­end­ur og starfs­fólk ABC barna­hjálp­ar í Ken­ía.

Yfirtakan á ABC barnahjálp í Kenía: Íslenskt barnastarf í gíslingu
Telur sig vera í fullum rétti Þórunn Helgadóttir er talin hafa ­yfirtekið félag ABC í Kenía og sölsað undir sig eignir þess. Hún segist hins vegar vera í fullum rétti.

Er það satt að á miðju Íslandi sé stórt stöðuvatn þar sem Íslendingar fórna ungum börnum fyrir guði sína?“ spyr ungi Keníamaðurinn Elvis Mogunde, nemandi í skóla ABC í Kenía.Blaðamenn Stundarinnar líta forviða af tölvuskjánum og hvor á annan. „Hvað sagði hann?“
Elvis er einn þeirra sem hafa lent í miðri hringiðu harðra deilna innan ABC samtakanna þar sem ásakanir um mútur, hótanir og rógburð hafa gengið manna á milli frá því í vor. Þegar hefur einn verið kærður vegna alvarlegra hótana í garð formanns ABC á Íslandi. Upphaf þessara deilna má rekja til stjórnarfundar ABC Kenía sem haldinn var í apríl. Á fundinum voru þrír íslenskir stjórnarmenn reknir úr stjórninni og heimamenn settir í þeirra stað. Meðal þeirra reknu var Guðrún Margrét Pálsdóttir, stofnandi og formaður ABC barnahjálpar. Í tilkynningu frá ABC segir að með þessu hafi Þórunn Helgadóttir, formaður ABC Kenía, brugðist trausti ABC og hreinlega reynt að sölsa undir sig félagið og eignir þess. Þórunn telur hins vegar að ABC á Íslandi geti ekki rekið sig úr formannsstöðunni í Kenía þar sem um tvö sjálfstæð félög sé að ræða. Hún situr því sem fastast og hefur stofnað ný samtök á Íslandi, Íslensku Barnahjálpina, sem sér um að safna styrkjum og framlögum hér á landi. Ástandið í Kenía er alvarlegt. Glæpagengi eru sögð hafa komið að skólanum, starfsmenn hafa þurft að flýja borgina vegna hótana og nemendur verið hvattir til óeirða. 

Fann samtökin í bæklingi á bensínstöð

Hún er fyrir löngu orðin þekkt sagan af konunni sem árið 2004 gekk inn á bensínstöð í Grafarvogi og tók með sér bækling. Bæklingurinn, sem var gefinn út af ABC barnahjálp, hreyfði við konunni sem í kjölfarið hafði samband við samtökin og bauð fram krafta sína. Þessi kona var Þórunn Helgadóttir. Hún var í kvikmyndagerð á þeim tíma og bauðst meðal annars til þess að gera myndband fyrir samtökin. Þeirri hugmynd var tekið fagnandi. Þórunn starfaði sem sjálfboðaliði hjá ABC samtökunum fyrstu tvö árin og fór meðal annars með í ferð til Indlands. Sú ferð hafði mikil áhrif á hana en þá kynntist hún í fyrsta skiptið starfi ABC frá fyrstu hendi.  

Hörkudugleg hugsjónakona

Saga Þórunnar var meðal annars sögð í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 árið 2009. Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson fór til Kenía, fylgdist með starfinu og ræddi við Þórunni. Umfjöllun Kompáss vakti mikla athygli á sínum tíma en fátæktin og neyðin í Kariobangi hverfinu í Naíróbí var nánast áþreifanleg. Í þættinum er meðal annars fullyrt að hjálparstarfið í Kenía sé alíslenskt.
 Þórunn segist í samtali við Stundina hafa fundið að henni var ætlað að setjast að í Kenía. Í fyrstu vikunni þar ytra kynntist hún síðan eiginmanni sínum, Samuel Lusiru Gona. Hann er nú einnig stjórnarmaður í ABC Kenía. Þau eiga saman ættleiddan dreng, hinn sjö ára Daníel Heiðar. 
Þórunni er lýst sem 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár