Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fjöldi fræðimanna á Kjöl að leita að heilögu grali

Met­fjöldi kem­ur 10 .ár­ið í röð til Ís­lands til að fylgja eft­ir vís­bend­ing­um frá 13. öld. „Vit­um ekki hvort um er að ræða ver­ald­lega hluti".

Fjöldi fræðimanna á Kjöl að leita að heilögu grali
Visku leitað Jarðsjármælingar á vettvangi á hálendi Íslands í grennd við Kjöl.

Þetta er 10. árið sem við leitum á hálendinu,“ segir Þórarinn Þórarinsson arkitekt, sem hefur ásamt fræðimönnum leitað að hinu heilaga grali á hálendi Íslands í grennd við Kjöl. Metfjöldi vísindamanna og sjónvarpsmanna  mætti til leiks í fyrrasumar og von er á öðrum eins fjölda í sumar. Í hópnum, sem er undir forystu Ítalans Giancarlo Gianazza, eru jarðeðlisfræðingar, jarðfræðingur, fornleifafræðingur auk áhugamanna frá Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu. Sjónvarpslið mun fylgja hópnum eftir í sumar. Aldrei frá upphafi leitar munu jafn margir mæta til leitar en verður í sumar. 

Vísbendingar er að finna í ljóðum Alighieri Dantes frá 13. öld um að á hálendi Íslands sé að finna eitthvað sem kallað er hið heilaga gral. Þá eru vísbendingar í málverki Leonardo Da Vinci af Síðustu kvöldmáltíðinni. Hugmyndirnar ganga út á það að umrædda hluti sé að finna í grennd við Skipholtskrók á Kili.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár