Þetta er 10. árið sem við leitum á hálendinu,“ segir Þórarinn Þórarinsson arkitekt, sem hefur ásamt fræðimönnum leitað að hinu heilaga grali á hálendi Íslands í grennd við Kjöl. Metfjöldi vísindamanna og sjónvarpsmanna mætti til leiks í fyrrasumar og von er á öðrum eins fjölda í sumar. Í hópnum, sem er undir forystu Ítalans Giancarlo Gianazza, eru jarðeðlisfræðingar, jarðfræðingur, fornleifafræðingur auk áhugamanna frá Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu. Sjónvarpslið mun fylgja hópnum eftir í sumar. Aldrei frá upphafi leitar munu jafn margir mæta til leitar en verður í sumar.
Vísbendingar er að finna í ljóðum Alighieri Dantes frá 13. öld um að á hálendi Íslands sé að finna eitthvað sem kallað er hið heilaga gral. Þá eru vísbendingar í málverki Leonardo Da Vinci af Síðustu kvöldmáltíðinni. Hugmyndirnar ganga út á það að umrædda hluti sé að finna í grennd við Skipholtskrók á Kili.
Athugasemdir