Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leggur fram átta fyrirspurnir: Vill vita hvort uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sé sannreyndur

Logn­molla rík­ir á Al­þingi þessa dag­ana en ýms­ar spurn­ing­ar brenna á Jó­hönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur, þing­konu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Í dag lagði hún fram átta fyr­ir­spurn­ir til ráð­herra.

Leggur fram átta fyrirspurnir: Vill vita hvort uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sé sannreyndur

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur í dag lagt fram átta fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Flestar spurninganna eru í mörgum liðum.

Jóhanna beinir eftirfarandi fyrirspurn til til sjávarút­vegs- og land­búnaðarráðherra: Hver er skilgreiningin á verksmiðjubúi í landbúnaði?

Og hún spyr einnig:

1. Eru sömu kröfur gerðar til innfluttra landbúnaðarafurða og innlendra, allt frá umönnun og aðbúnaði dýra til framleiðsluferlis afurðanna? 

2. Er uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sannreyndur áður en þær eru seldar hérlendis, þ.e. að afurðirnar séu raunverulega upprunnar í því landi sem þær eru sagðar koma frá? 

Þá spyr Jóhanna utanríkisráðherra um stöðu íslenskra fanga erlendis: 

1. Hversu margir íslenskir ríkisborgarar eru í erlendum fangelsum? 

2. Hefur ráðuneytið komið einhverjum þeirra til aðstoðar og þá hvernig? 

3. Hafa einhverjir íslenskir fangar erlendis verið fluttir til Íslands áður en afplánun lauk? 

Hún spyr innanríkisráðherra: Hvenær er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar hefjist?

Einnig vill hún að innanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um eftirfarandi atriði:

1. Hversu margir eigendur eru að þeirri jörð sem hefur flesta eigendur? 

2. Að hve mörgum jörðum eru tíu eigendur eða fleiri og hve margar þeirra eru ekki nýttar, þ.m.t. fyrir sumarhúsabyggð eða hvers konar rekstur? 

3. Hve margar jarðir eru í eigu erlendra aðila? 

Þá spyr hún:

1. Hvaða aðferð er notuð til innheimtu hraðasekta á bílaleigubíla, annars vegar við umferðareftirlit lögreglu og hins vegar með hraðamyndavélum? 

2. Hversu hátt hlutfall innheimtist af hraðasektum á bílaleigubíla, annars vegar við umferðareftirlit lögreglu og hins vegar með hraðamyndavélum? 

3. Eru einhver áform um breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta á bílaleigubíla með hraðamyndavélum? 

Jóhanna beinir eftirfarandi spurningum til fjármála- og efnahagsráðherra:

1. Hvaða forsendur eru fyrir álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar? 

2. Er aðeins horft til stærðar kassa (km/klst.) við útreikning gjaldsins eða einnig til notkunar, svo sem hvort vélin er notuð annars staðar en á vegslóðum, túnum o.þ.h. á landareign eiganda? 

3. Hver er heildarupphæð bifreiðagjalds á nýskráðar landbúnaðarvélar ár hvert? 

4. Stendur til að endurskoða álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar? 

Og hún spyr iðnaðar- og viðskipt­aráðherra:

1. Hversu mörg sveitarfélög eru án þriggja fasa rafmagns? 

2. Hversu mörg sveitarfélög eru að mestu leyti án þriggja fasa rafmagns? 

3. Hversu mörg lögbýli og staðir sem ekki teljast til lögbýla en þar sem rekin er atvinnustarfsemi, t.d. ferðaþjónusta, eru án þriggja fasa rafmagns? Svarið óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum. 

4. Hver er áætlaður kostnaður við að leggja þriggja fasa rafmagn þar sem það vantar? 

5. Er verkefnið Ísland ljósleiðaratengt 2020 samtengt áætlun um að leggja þriggja fasa rafmagn, t.d. með því að leggja strengina saman í jörðu? 

6. Hversu langt eru áætlanir um þriggja fasa jarðstreng komnar? Hafa orðið einhverjar tafir á verkefninu? 

7. Mun verkefni um strengvæðingu ljúka árið 2035 eins og áætlað var og verður öllum notendum þá tryggður aðgangur að þriggja fasa rafmagni? 

8. Hefur einhvers staðar verið lagður eins fasa rafmagnsstrengur síðustu þrjú árin og af hverju var það gert í stað þess að leggja þriggja fasa streng? 

Nokkur lognmolla hefur ríkt á Alþingi undanfarna daga og stjórnarandstæðingar kvartað undan því að lítil hreyfing sé á hinum stóru málum sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þingkosningar. Hins vegar verður seint sagt að Jóhanna María, yngsti þingmaðurinn, sitji auðum höndum. Hefur Jóhanna tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri á Alþingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
2
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.
Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár