Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leggur fram átta fyrirspurnir: Vill vita hvort uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sé sannreyndur

Logn­molla rík­ir á Al­þingi þessa dag­ana en ýms­ar spurn­ing­ar brenna á Jó­hönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur, þing­konu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Í dag lagði hún fram átta fyr­ir­spurn­ir til ráð­herra.

Leggur fram átta fyrirspurnir: Vill vita hvort uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sé sannreyndur

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur í dag lagt fram átta fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Flestar spurninganna eru í mörgum liðum.

Jóhanna beinir eftirfarandi fyrirspurn til til sjávarút­vegs- og land­búnaðarráðherra: Hver er skilgreiningin á verksmiðjubúi í landbúnaði?

Og hún spyr einnig:

1. Eru sömu kröfur gerðar til innfluttra landbúnaðarafurða og innlendra, allt frá umönnun og aðbúnaði dýra til framleiðsluferlis afurðanna? 

2. Er uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sannreyndur áður en þær eru seldar hérlendis, þ.e. að afurðirnar séu raunverulega upprunnar í því landi sem þær eru sagðar koma frá? 

Þá spyr Jóhanna utanríkisráðherra um stöðu íslenskra fanga erlendis: 

1. Hversu margir íslenskir ríkisborgarar eru í erlendum fangelsum? 

2. Hefur ráðuneytið komið einhverjum þeirra til aðstoðar og þá hvernig? 

3. Hafa einhverjir íslenskir fangar erlendis verið fluttir til Íslands áður en afplánun lauk? 

Hún spyr innanríkisráðherra: Hvenær er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar hefjist?

Einnig vill hún að innanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um eftirfarandi atriði:

1. Hversu margir eigendur eru að þeirri jörð sem hefur flesta eigendur? 

2. Að hve mörgum jörðum eru tíu eigendur eða fleiri og hve margar þeirra eru ekki nýttar, þ.m.t. fyrir sumarhúsabyggð eða hvers konar rekstur? 

3. Hve margar jarðir eru í eigu erlendra aðila? 

Þá spyr hún:

1. Hvaða aðferð er notuð til innheimtu hraðasekta á bílaleigubíla, annars vegar við umferðareftirlit lögreglu og hins vegar með hraðamyndavélum? 

2. Hversu hátt hlutfall innheimtist af hraðasektum á bílaleigubíla, annars vegar við umferðareftirlit lögreglu og hins vegar með hraðamyndavélum? 

3. Eru einhver áform um breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta á bílaleigubíla með hraðamyndavélum? 

Jóhanna beinir eftirfarandi spurningum til fjármála- og efnahagsráðherra:

1. Hvaða forsendur eru fyrir álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar? 

2. Er aðeins horft til stærðar kassa (km/klst.) við útreikning gjaldsins eða einnig til notkunar, svo sem hvort vélin er notuð annars staðar en á vegslóðum, túnum o.þ.h. á landareign eiganda? 

3. Hver er heildarupphæð bifreiðagjalds á nýskráðar landbúnaðarvélar ár hvert? 

4. Stendur til að endurskoða álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar? 

Og hún spyr iðnaðar- og viðskipt­aráðherra:

1. Hversu mörg sveitarfélög eru án þriggja fasa rafmagns? 

2. Hversu mörg sveitarfélög eru að mestu leyti án þriggja fasa rafmagns? 

3. Hversu mörg lögbýli og staðir sem ekki teljast til lögbýla en þar sem rekin er atvinnustarfsemi, t.d. ferðaþjónusta, eru án þriggja fasa rafmagns? Svarið óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum. 

4. Hver er áætlaður kostnaður við að leggja þriggja fasa rafmagn þar sem það vantar? 

5. Er verkefnið Ísland ljósleiðaratengt 2020 samtengt áætlun um að leggja þriggja fasa rafmagn, t.d. með því að leggja strengina saman í jörðu? 

6. Hversu langt eru áætlanir um þriggja fasa jarðstreng komnar? Hafa orðið einhverjar tafir á verkefninu? 

7. Mun verkefni um strengvæðingu ljúka árið 2035 eins og áætlað var og verður öllum notendum þá tryggður aðgangur að þriggja fasa rafmagni? 

8. Hefur einhvers staðar verið lagður eins fasa rafmagnsstrengur síðustu þrjú árin og af hverju var það gert í stað þess að leggja þriggja fasa streng? 

Nokkur lognmolla hefur ríkt á Alþingi undanfarna daga og stjórnarandstæðingar kvartað undan því að lítil hreyfing sé á hinum stóru málum sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þingkosningar. Hins vegar verður seint sagt að Jóhanna María, yngsti þingmaðurinn, sitji auðum höndum. Hefur Jóhanna tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri á Alþingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár