Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leggur fram átta fyrirspurnir: Vill vita hvort uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sé sannreyndur

Logn­molla rík­ir á Al­þingi þessa dag­ana en ýms­ar spurn­ing­ar brenna á Jó­hönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur, þing­konu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Í dag lagði hún fram átta fyr­ir­spurn­ir til ráð­herra.

Leggur fram átta fyrirspurnir: Vill vita hvort uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sé sannreyndur

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur í dag lagt fram átta fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Flestar spurninganna eru í mörgum liðum.

Jóhanna beinir eftirfarandi fyrirspurn til til sjávarút­vegs- og land­búnaðarráðherra: Hver er skilgreiningin á verksmiðjubúi í landbúnaði?

Og hún spyr einnig:

1. Eru sömu kröfur gerðar til innfluttra landbúnaðarafurða og innlendra, allt frá umönnun og aðbúnaði dýra til framleiðsluferlis afurðanna? 

2. Er uppruni innfluttra landbúnaðarafurða sannreyndur áður en þær eru seldar hérlendis, þ.e. að afurðirnar séu raunverulega upprunnar í því landi sem þær eru sagðar koma frá? 

Þá spyr Jóhanna utanríkisráðherra um stöðu íslenskra fanga erlendis: 

1. Hversu margir íslenskir ríkisborgarar eru í erlendum fangelsum? 

2. Hefur ráðuneytið komið einhverjum þeirra til aðstoðar og þá hvernig? 

3. Hafa einhverjir íslenskir fangar erlendis verið fluttir til Íslands áður en afplánun lauk? 

Hún spyr innanríkisráðherra: Hvenær er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar hefjist?

Einnig vill hún að innanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um eftirfarandi atriði:

1. Hversu margir eigendur eru að þeirri jörð sem hefur flesta eigendur? 

2. Að hve mörgum jörðum eru tíu eigendur eða fleiri og hve margar þeirra eru ekki nýttar, þ.m.t. fyrir sumarhúsabyggð eða hvers konar rekstur? 

3. Hve margar jarðir eru í eigu erlendra aðila? 

Þá spyr hún:

1. Hvaða aðferð er notuð til innheimtu hraðasekta á bílaleigubíla, annars vegar við umferðareftirlit lögreglu og hins vegar með hraðamyndavélum? 

2. Hversu hátt hlutfall innheimtist af hraðasektum á bílaleigubíla, annars vegar við umferðareftirlit lögreglu og hins vegar með hraðamyndavélum? 

3. Eru einhver áform um breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta á bílaleigubíla með hraðamyndavélum? 

Jóhanna beinir eftirfarandi spurningum til fjármála- og efnahagsráðherra:

1. Hvaða forsendur eru fyrir álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar? 

2. Er aðeins horft til stærðar kassa (km/klst.) við útreikning gjaldsins eða einnig til notkunar, svo sem hvort vélin er notuð annars staðar en á vegslóðum, túnum o.þ.h. á landareign eiganda? 

3. Hver er heildarupphæð bifreiðagjalds á nýskráðar landbúnaðarvélar ár hvert? 

4. Stendur til að endurskoða álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar? 

Og hún spyr iðnaðar- og viðskipt­aráðherra:

1. Hversu mörg sveitarfélög eru án þriggja fasa rafmagns? 

2. Hversu mörg sveitarfélög eru að mestu leyti án þriggja fasa rafmagns? 

3. Hversu mörg lögbýli og staðir sem ekki teljast til lögbýla en þar sem rekin er atvinnustarfsemi, t.d. ferðaþjónusta, eru án þriggja fasa rafmagns? Svarið óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum. 

4. Hver er áætlaður kostnaður við að leggja þriggja fasa rafmagn þar sem það vantar? 

5. Er verkefnið Ísland ljósleiðaratengt 2020 samtengt áætlun um að leggja þriggja fasa rafmagn, t.d. með því að leggja strengina saman í jörðu? 

6. Hversu langt eru áætlanir um þriggja fasa jarðstreng komnar? Hafa orðið einhverjar tafir á verkefninu? 

7. Mun verkefni um strengvæðingu ljúka árið 2035 eins og áætlað var og verður öllum notendum þá tryggður aðgangur að þriggja fasa rafmagni? 

8. Hefur einhvers staðar verið lagður eins fasa rafmagnsstrengur síðustu þrjú árin og af hverju var það gert í stað þess að leggja þriggja fasa streng? 

Nokkur lognmolla hefur ríkt á Alþingi undanfarna daga og stjórnarandstæðingar kvartað undan því að lítil hreyfing sé á hinum stóru málum sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þingkosningar. Hins vegar verður seint sagt að Jóhanna María, yngsti þingmaðurinn, sitji auðum höndum. Hefur Jóhanna tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri á Alþingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár