Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Vill dreifa valdinu og hætta sem formaður

„Lát­um embætt­in inn­an flokks­ins, for­mennsku, stjórn­ar­for­mennsku og þing­flokks­for­mennsku rótera á milli fólks. Tök­um jafn­ari ábyrgð. Setj­um fókus­inn á mál­efn­in, gild­in, stefn­una,“ skrif­ar Guð­mund­ur Stein­gríms­son, formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, á Face­book.

Vill dreifa valdinu og hætta sem formaður

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, ætlar að tala fyrir því á næsta ársfundi að embætti innan flokksins verði látin „rótera á milli fólks“. Í þessu fælist að hann yrði sjálfur ekki áfram formaður, nema af og til, þegar röðin kæmi að honum.

Frá þessu greinir Guðmundur á Facebook-síðu sinni. „Staða Bjartrar framtíðar hefur verið mér og fleirum tilefni til mikilla og djúpra heilabrota um nokkurt skeið. Ég hef þá trú að í hverjum erfiðum kringumstæðum, hvort sem það er innan flokks, í þjóðfélagsmálunum eða hvar annars staðar, sé hægt finna leið sem einkennist af kærleika,“ skrifar hann og bætir því við að þessi kraftur sé alltaf til staðar en erfitt geti verið að finna hann. Þá skrifar Guðmundur:

„Kærleikur er kraftur“

„Ég veit þetta kann að hljóma full hugljúft í eyrum einhverra, en ég meina þetta. Kærleikur er kraftur sem gerir aðstæður betri. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag. Átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka eru töluverð meinsemd, að mínu viti. Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann.“

„Allt of mikill fókus á mikilvægi formanna og á persónulega eiginleika þeirra finnst mér vera önnur meinsemd“

Hann segir að Björt framtíð sé „ekki svona stjórnmálaflokkur“ og verði það vonandi aldrei. Í Bjartri framtíð starfar stór hópur fólks sem vill af einlægni vinna að því að bæta samfélagið. Allt of mikill fókus á mikilvægi formanna og á persónulega eiginleika þeirra finnst mér vera önnur meinsemd, til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki, góðu fólki, kemur í raun veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. Það gildir um Bjarta framtíð.“

Þjónandi forysta

Þá bendir Guðmundur á að í lögum Bjartrar framtíðar er öll áhersla lögð á öfugan píramída og þátttöku í stjórnmálum á grunni hugsjóna um þjónandi forystu. „Að taka þátt í stjórnmálum á vettvangi Bjartrar framtíðar er verkefni sem við förum í saman. Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur og kynnir svo hugmynd sína:

„Sú tillaga, sprottin úr góðri umræðu innan flokksins, sem ég vil tala fyrir og afla brautargengis á Ársfundi BF, af hug og hjarta – vegna þess að ég hef trú á því að þetta sé rétta leiðin og í bestu samræmi við gildi Bjartrar framtíðar -- er þessi: Látum embættin innan flokksins, formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku rótera á milli fólks. Tökum jafnari ábyrgð. Setjum fókusinn á málefnin, gildin, stefnuna. Hugsjónirnar. Berjumst fyrir þeim, en minna við hvort annað. Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra.“

Heiða Kristín Helgadóttir
Heiða Kristín Helgadóttir er einn af stofnendum Bjartrar framtíðar og hefur starfað sem framkvæmdarstjóri og varaformaður í Besta flokknum og stjórnarformaður í Bjartri framtíð

Gagnrýndi formanninn

Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, lýsti efasemdum um það í samtali við Kjarnann í síðustu viku að Björt framtíð væri á réttri leið. Ítrekaði hún þetta í viðtali við Vikulokin á Rás 1 um helgina og sagðist telja að vandi Bjartrar framtíðar lægi að hluta til hjá formanninum. Hún er reiðubúin til að taka við formennskunni sjálf ef þess er óskað.

Guðmundur segir í stöðuuppfærslu sinni að það sé hugur í sér og hann vilji gangi í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela honum. „Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra. BF er ekki hefðbundinn stjórnmálaflokkur. Við föllum ekki í hefðbundnar gryfjur. Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er Björt framtíð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár