Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vill dreifa valdinu og hætta sem formaður

„Lát­um embætt­in inn­an flokks­ins, for­mennsku, stjórn­ar­for­mennsku og þing­flokks­for­mennsku rótera á milli fólks. Tök­um jafn­ari ábyrgð. Setj­um fókus­inn á mál­efn­in, gild­in, stefn­una,“ skrif­ar Guð­mund­ur Stein­gríms­son, formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, á Face­book.

Vill dreifa valdinu og hætta sem formaður

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, ætlar að tala fyrir því á næsta ársfundi að embætti innan flokksins verði látin „rótera á milli fólks“. Í þessu fælist að hann yrði sjálfur ekki áfram formaður, nema af og til, þegar röðin kæmi að honum.

Frá þessu greinir Guðmundur á Facebook-síðu sinni. „Staða Bjartrar framtíðar hefur verið mér og fleirum tilefni til mikilla og djúpra heilabrota um nokkurt skeið. Ég hef þá trú að í hverjum erfiðum kringumstæðum, hvort sem það er innan flokks, í þjóðfélagsmálunum eða hvar annars staðar, sé hægt finna leið sem einkennist af kærleika,“ skrifar hann og bætir því við að þessi kraftur sé alltaf til staðar en erfitt geti verið að finna hann. Þá skrifar Guðmundur:

„Kærleikur er kraftur“

„Ég veit þetta kann að hljóma full hugljúft í eyrum einhverra, en ég meina þetta. Kærleikur er kraftur sem gerir aðstæður betri. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag. Átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka eru töluverð meinsemd, að mínu viti. Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann.“

„Allt of mikill fókus á mikilvægi formanna og á persónulega eiginleika þeirra finnst mér vera önnur meinsemd“

Hann segir að Björt framtíð sé „ekki svona stjórnmálaflokkur“ og verði það vonandi aldrei. Í Bjartri framtíð starfar stór hópur fólks sem vill af einlægni vinna að því að bæta samfélagið. Allt of mikill fókus á mikilvægi formanna og á persónulega eiginleika þeirra finnst mér vera önnur meinsemd, til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki, góðu fólki, kemur í raun veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. Það gildir um Bjarta framtíð.“

Þjónandi forysta

Þá bendir Guðmundur á að í lögum Bjartrar framtíðar er öll áhersla lögð á öfugan píramída og þátttöku í stjórnmálum á grunni hugsjóna um þjónandi forystu. „Að taka þátt í stjórnmálum á vettvangi Bjartrar framtíðar er verkefni sem við förum í saman. Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur og kynnir svo hugmynd sína:

„Sú tillaga, sprottin úr góðri umræðu innan flokksins, sem ég vil tala fyrir og afla brautargengis á Ársfundi BF, af hug og hjarta – vegna þess að ég hef trú á því að þetta sé rétta leiðin og í bestu samræmi við gildi Bjartrar framtíðar -- er þessi: Látum embættin innan flokksins, formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku rótera á milli fólks. Tökum jafnari ábyrgð. Setjum fókusinn á málefnin, gildin, stefnuna. Hugsjónirnar. Berjumst fyrir þeim, en minna við hvort annað. Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra.“

Heiða Kristín Helgadóttir
Heiða Kristín Helgadóttir er einn af stofnendum Bjartrar framtíðar og hefur starfað sem framkvæmdarstjóri og varaformaður í Besta flokknum og stjórnarformaður í Bjartri framtíð

Gagnrýndi formanninn

Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, lýsti efasemdum um það í samtali við Kjarnann í síðustu viku að Björt framtíð væri á réttri leið. Ítrekaði hún þetta í viðtali við Vikulokin á Rás 1 um helgina og sagðist telja að vandi Bjartrar framtíðar lægi að hluta til hjá formanninum. Hún er reiðubúin til að taka við formennskunni sjálf ef þess er óskað.

Guðmundur segir í stöðuuppfærslu sinni að það sé hugur í sér og hann vilji gangi í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela honum. „Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra. BF er ekki hefðbundinn stjórnmálaflokkur. Við föllum ekki í hefðbundnar gryfjur. Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er Björt framtíð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár