Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vill dreifa valdinu og hætta sem formaður

„Lát­um embætt­in inn­an flokks­ins, for­mennsku, stjórn­ar­for­mennsku og þing­flokks­for­mennsku rótera á milli fólks. Tök­um jafn­ari ábyrgð. Setj­um fókus­inn á mál­efn­in, gild­in, stefn­una,“ skrif­ar Guð­mund­ur Stein­gríms­son, formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, á Face­book.

Vill dreifa valdinu og hætta sem formaður

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, ætlar að tala fyrir því á næsta ársfundi að embætti innan flokksins verði látin „rótera á milli fólks“. Í þessu fælist að hann yrði sjálfur ekki áfram formaður, nema af og til, þegar röðin kæmi að honum.

Frá þessu greinir Guðmundur á Facebook-síðu sinni. „Staða Bjartrar framtíðar hefur verið mér og fleirum tilefni til mikilla og djúpra heilabrota um nokkurt skeið. Ég hef þá trú að í hverjum erfiðum kringumstæðum, hvort sem það er innan flokks, í þjóðfélagsmálunum eða hvar annars staðar, sé hægt finna leið sem einkennist af kærleika,“ skrifar hann og bætir því við að þessi kraftur sé alltaf til staðar en erfitt geti verið að finna hann. Þá skrifar Guðmundur:

„Kærleikur er kraftur“

„Ég veit þetta kann að hljóma full hugljúft í eyrum einhverra, en ég meina þetta. Kærleikur er kraftur sem gerir aðstæður betri. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag. Átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka eru töluverð meinsemd, að mínu viti. Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann.“

„Allt of mikill fókus á mikilvægi formanna og á persónulega eiginleika þeirra finnst mér vera önnur meinsemd“

Hann segir að Björt framtíð sé „ekki svona stjórnmálaflokkur“ og verði það vonandi aldrei. Í Bjartri framtíð starfar stór hópur fólks sem vill af einlægni vinna að því að bæta samfélagið. Allt of mikill fókus á mikilvægi formanna og á persónulega eiginleika þeirra finnst mér vera önnur meinsemd, til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki, góðu fólki, kemur í raun veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. Það gildir um Bjarta framtíð.“

Þjónandi forysta

Þá bendir Guðmundur á að í lögum Bjartrar framtíðar er öll áhersla lögð á öfugan píramída og þátttöku í stjórnmálum á grunni hugsjóna um þjónandi forystu. „Að taka þátt í stjórnmálum á vettvangi Bjartrar framtíðar er verkefni sem við förum í saman. Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur og kynnir svo hugmynd sína:

„Sú tillaga, sprottin úr góðri umræðu innan flokksins, sem ég vil tala fyrir og afla brautargengis á Ársfundi BF, af hug og hjarta – vegna þess að ég hef trú á því að þetta sé rétta leiðin og í bestu samræmi við gildi Bjartrar framtíðar -- er þessi: Látum embættin innan flokksins, formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku rótera á milli fólks. Tökum jafnari ábyrgð. Setjum fókusinn á málefnin, gildin, stefnuna. Hugsjónirnar. Berjumst fyrir þeim, en minna við hvort annað. Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra.“

Heiða Kristín Helgadóttir
Heiða Kristín Helgadóttir er einn af stofnendum Bjartrar framtíðar og hefur starfað sem framkvæmdarstjóri og varaformaður í Besta flokknum og stjórnarformaður í Bjartri framtíð

Gagnrýndi formanninn

Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, lýsti efasemdum um það í samtali við Kjarnann í síðustu viku að Björt framtíð væri á réttri leið. Ítrekaði hún þetta í viðtali við Vikulokin á Rás 1 um helgina og sagðist telja að vandi Bjartrar framtíðar lægi að hluta til hjá formanninum. Hún er reiðubúin til að taka við formennskunni sjálf ef þess er óskað.

Guðmundur segir í stöðuuppfærslu sinni að það sé hugur í sér og hann vilji gangi í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela honum. „Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra. BF er ekki hefðbundinn stjórnmálaflokkur. Við föllum ekki í hefðbundnar gryfjur. Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er Björt framtíð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár