Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Vilhjálmur dregur í land með fullyrðingar um atvikið í ferð utanríkismálanefndar

Þing­mað­ur­inn full­yrti að Ásmund­ur Ein­ar, vara­formað­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, hefði ekki kast­að upp, en dreg­ur nú í land með það. Þeir hafna því báð­ir að Ásmund­ur hafi ver­ið ölv­að­ur, and­stætt frá­sögn­um vitna.

Vilhjálmur dregur í land með fullyrðingar um atvikið í ferð utanríkismálanefndar

Vilhjálmur Bjarnason, nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis, er sagður hafa reynt að hylma yfir atvik í ferð utanríkismálanefndar með WOW air til Washington, þar sem varaformaður nefndarinnar, Ásmundur Einar Daðason, kastaði upp yfir samferðamenn sína í kjölfar mikillar áfengisneyslu, samkvæmt frásögnum farþega. Stundin greindi frá frásögnum vitna í gær.

Samkvæmt frétt DV hafði Vilhjálmur samband við blaðamann blaðsins og fullyrti að ekkert atvik hefði átt sér stað í fluginu, ásamt því sem hann úthúðaði blaðamanninum.

Vilhjálmur dregur í land

Vilhjálmur, sem er annar varaformaður utanríkismálanefndar, segist í samtali við Stundina hafa setið í næsta sæti framan við Ásmund. Hann segir nú að ekki sé útilokað að Ásmundur hafi kastað upp yfir farþega, eins og margar heimildir herma, andstætt því sem hann fullyrti við DV.

„Í fyrsta lagi eiga þingmenn ekki að tala um hvorn annan. Í öðru lagi ætla ég að segja að ég sat fyrir fram við hann og ég varð ekki var við það að hann hafi verið ofurölvi. Menn geta gubbað en að bera það á borð að menn séu ofurölvi kannast ég ekki við,“ segir Vilhjálmur.

„Í fyrsta lagi eiga þingmenn ekki að tala um hvorn annan.“

„Ég er ekki að hylma yfir neitt. Ég er vel dómbær um það hvort menn séu drukknir,“ svarar Vilhjálmur spurður um hvort hann hafi verið að hylma yfir með varaformanni nefndarinnar líkt og Nútíminn heldur fram.

Raunin er sú að Ásmundur viðurkennir sjálfur að hafa gubbað en hafnar því að hafa verið drukkinn. Vitni að atvikinu segja hins vegar að Ásmundur hafi verið drukkinn. Stundin ræddi við Tinnu Margrét Jóhannsdóttur, eina þeirra sem fékk uppköstin yfir sig. Hún fullyrðir að Ásmundur hafi fengið fjölda rauðvínsglasa í flugferðinni. Fréttanetið hefur eftir flugfreyju að sömu sögu. „Þetta er eitthvað það vandræðalegast sem ég hef lent í,“ sagði flugfreyja WOW við Fréttanetið. Samkvæmt frásögn flugfreyjunnar urðu bandarískir farþegar í sætunum fyrir framan Ásmund fyrir því að fá uppköst yfir sig. Það samræmist hins vegar ekki fullyrðingum Vilhjálms um að hann hefði setið á sama stað án þess að verða var við atvikið.

Var í opinberum erindagjörðum

Varaformaður utanríkismálanefndar
Varaformaður utanríkismálanefndar Ásmundur Einar Daðason var á leið á fund, meðal annars um tvíhliða samskipti Bandaríkjanna og Íslands, þegar hann varð fyrir því að kasta upp fyrir farþega í vél WOW air.

Ásmundur Einar var í opinberum erindagjörðum í ferðinni. Utanríkismálanefnd hugðist eiga fundi með fulltrúum utanríkismálanefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins, utanríkisráðuneyti, varnarmálaráðuneyti, viðskiptafulltrúa, Alþjóðabankann og hugveitunni Atlantshafsráðinu. Á fundunum átti meðal annars að ræða tvíhliða samskipti Íslands og Bandaríkjanna, málefni norðurslóða, öryggismál í Evrópu, viðskiptamál og þróunarmál.

Ásmundur gefur til kynna í samtali við DV að hann hafi mætt á fundina. „Ég hef verið helvíti fullur á heimleiðinni og í Pentagon og á fleiri stöðum þar sem við funduðum, ef ég var að æla út af því“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár