Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vilhjálmur dregur í land með fullyrðingar um atvikið í ferð utanríkismálanefndar

Þing­mað­ur­inn full­yrti að Ásmund­ur Ein­ar, vara­formað­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, hefði ekki kast­að upp, en dreg­ur nú í land með það. Þeir hafna því báð­ir að Ásmund­ur hafi ver­ið ölv­að­ur, and­stætt frá­sögn­um vitna.

Vilhjálmur dregur í land með fullyrðingar um atvikið í ferð utanríkismálanefndar

Vilhjálmur Bjarnason, nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis, er sagður hafa reynt að hylma yfir atvik í ferð utanríkismálanefndar með WOW air til Washington, þar sem varaformaður nefndarinnar, Ásmundur Einar Daðason, kastaði upp yfir samferðamenn sína í kjölfar mikillar áfengisneyslu, samkvæmt frásögnum farþega. Stundin greindi frá frásögnum vitna í gær.

Samkvæmt frétt DV hafði Vilhjálmur samband við blaðamann blaðsins og fullyrti að ekkert atvik hefði átt sér stað í fluginu, ásamt því sem hann úthúðaði blaðamanninum.

Vilhjálmur dregur í land

Vilhjálmur, sem er annar varaformaður utanríkismálanefndar, segist í samtali við Stundina hafa setið í næsta sæti framan við Ásmund. Hann segir nú að ekki sé útilokað að Ásmundur hafi kastað upp yfir farþega, eins og margar heimildir herma, andstætt því sem hann fullyrti við DV.

„Í fyrsta lagi eiga þingmenn ekki að tala um hvorn annan. Í öðru lagi ætla ég að segja að ég sat fyrir fram við hann og ég varð ekki var við það að hann hafi verið ofurölvi. Menn geta gubbað en að bera það á borð að menn séu ofurölvi kannast ég ekki við,“ segir Vilhjálmur.

„Í fyrsta lagi eiga þingmenn ekki að tala um hvorn annan.“

„Ég er ekki að hylma yfir neitt. Ég er vel dómbær um það hvort menn séu drukknir,“ svarar Vilhjálmur spurður um hvort hann hafi verið að hylma yfir með varaformanni nefndarinnar líkt og Nútíminn heldur fram.

Raunin er sú að Ásmundur viðurkennir sjálfur að hafa gubbað en hafnar því að hafa verið drukkinn. Vitni að atvikinu segja hins vegar að Ásmundur hafi verið drukkinn. Stundin ræddi við Tinnu Margrét Jóhannsdóttur, eina þeirra sem fékk uppköstin yfir sig. Hún fullyrðir að Ásmundur hafi fengið fjölda rauðvínsglasa í flugferðinni. Fréttanetið hefur eftir flugfreyju að sömu sögu. „Þetta er eitthvað það vandræðalegast sem ég hef lent í,“ sagði flugfreyja WOW við Fréttanetið. Samkvæmt frásögn flugfreyjunnar urðu bandarískir farþegar í sætunum fyrir framan Ásmund fyrir því að fá uppköst yfir sig. Það samræmist hins vegar ekki fullyrðingum Vilhjálms um að hann hefði setið á sama stað án þess að verða var við atvikið.

Var í opinberum erindagjörðum

Varaformaður utanríkismálanefndar
Varaformaður utanríkismálanefndar Ásmundur Einar Daðason var á leið á fund, meðal annars um tvíhliða samskipti Bandaríkjanna og Íslands, þegar hann varð fyrir því að kasta upp fyrir farþega í vél WOW air.

Ásmundur Einar var í opinberum erindagjörðum í ferðinni. Utanríkismálanefnd hugðist eiga fundi með fulltrúum utanríkismálanefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins, utanríkisráðuneyti, varnarmálaráðuneyti, viðskiptafulltrúa, Alþjóðabankann og hugveitunni Atlantshafsráðinu. Á fundunum átti meðal annars að ræða tvíhliða samskipti Íslands og Bandaríkjanna, málefni norðurslóða, öryggismál í Evrópu, viðskiptamál og þróunarmál.

Ásmundur gefur til kynna í samtali við DV að hann hafi mætt á fundina. „Ég hef verið helvíti fullur á heimleiðinni og í Pentagon og á fleiri stöðum þar sem við funduðum, ef ég var að æla út af því“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár