Vigdís Hauksdóttir kallar RÚV „geðveiki“ og „gulu pressuna“

Óánægja for­manns fjár­laga­nefnd­ar með frétta­flutn­ing Rík­is­út­varps­ins held­ur áfram.

Vigdís Hauksdóttir kallar RÚV „geðveiki“ og „gulu pressuna“
Vigdís útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1984. Mynd: Af vef Framsóknarflokksins

Vigdís Hauksdóttir var harðorð í garð Ríkisútvarpsins í Facebook færslu fyrr í dag, þar sem hún deildi frétt RÚV um óánægju stjórnarandstöðunnar með stefnuleysi í þingstörfum. Þar deildi hún frétt RÚV um gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina og sagði að „gula pressan“ séði um sína. „Nefskatturinn okkar sem eru eldri en 18 ára fer í þessa geðveiki sem RÚV er,“ bætti hún við og bað í kjölfarið skattgreiðendur afsökunar.  

Gula pressan“ sem Vigdís talar um er oft notuð til þess að lýsa óvönduðum vinnubrögðum fréttafólks, en hún lýsir því þó ekki nánar hvað í umfjöllun RÚV gæti verið óvandað. Fréttin sem hún hlekkjar í fjallar um ummæli stjórnarandstöðunnar og samskiptum hennar við forseta þingsins. Vigdís bætti svo heldur í þegar hún sagði nefskattinn fara í þá „geðveiki sem RÚV er - !!!“ 

„Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir.“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt fréttaflutning Ríkisútvarpsins, en stuttu eftir að hún tók við formanns embættinu lýsti hún því yfir að stofnunin væri of „evrópusinnuð“ og gaf til kynna að hún gæti skorið niður framlög vegna óánægju sinnar með efnistök þeirra:

„Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár