Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vigdís Hauksdóttir kallar RÚV „geðveiki“ og „gulu pressuna“

Óánægja for­manns fjár­laga­nefnd­ar með frétta­flutn­ing Rík­is­út­varps­ins held­ur áfram.

Vigdís Hauksdóttir kallar RÚV „geðveiki“ og „gulu pressuna“
Vigdís útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1984. Mynd: Af vef Framsóknarflokksins

Vigdís Hauksdóttir var harðorð í garð Ríkisútvarpsins í Facebook færslu fyrr í dag, þar sem hún deildi frétt RÚV um óánægju stjórnarandstöðunnar með stefnuleysi í þingstörfum. Þar deildi hún frétt RÚV um gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina og sagði að „gula pressan“ séði um sína. „Nefskatturinn okkar sem eru eldri en 18 ára fer í þessa geðveiki sem RÚV er,“ bætti hún við og bað í kjölfarið skattgreiðendur afsökunar.  

Gula pressan“ sem Vigdís talar um er oft notuð til þess að lýsa óvönduðum vinnubrögðum fréttafólks, en hún lýsir því þó ekki nánar hvað í umfjöllun RÚV gæti verið óvandað. Fréttin sem hún hlekkjar í fjallar um ummæli stjórnarandstöðunnar og samskiptum hennar við forseta þingsins. Vigdís bætti svo heldur í þegar hún sagði nefskattinn fara í þá „geðveiki sem RÚV er - !!!“ 

„Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir.“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt fréttaflutning Ríkisútvarpsins, en stuttu eftir að hún tók við formanns embættinu lýsti hún því yfir að stofnunin væri of „evrópusinnuð“ og gaf til kynna að hún gæti skorið niður framlög vegna óánægju sinnar með efnistök þeirra:

„Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár