Viðskipti bandaríska fjárfestisins Michael Andrew Jenkins og ráðandi hluthafa vikublaðsins Fréttatímans enduðu með því að Jenkins krafði þá um endurgreiðslu á hlutafjárláni upp á ríflega 57 milljónir króna fyrr á árinu. Hlutafjárlánið var tryggt með veði í 40 prósenta eignarhlut í blaðinu. Í tengslum við uppgjörið á láninu flutti Fréttatíminn skrifstofu sína úr húsi í eigu fasteignafélags Jenkins í Sætúni og í Skeifuna. Lánið frá Jenkins var inni í móðurfélagi Morgundags, útgáfufélags Fréttatímans, en það heitir Miðopna ehf. Þá skuldaði Miðopna fasteignafélagi Jenkins sem heitir Jórvíkin einnig 16 milljónir króna. Heildarskuldir Fréttatímans og tengdra félaga við Michael Jenkins voru því umtalsverðar.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Viðskipti Jenkins og Fréttatímans enduðu með skuldaskilum
Bandaríski fjárfestirinn Michael Jenkins veitti Fréttatímanum lán þegar blaðið var stofnað 2010 og var blaðið í húsnæði í eigu fjárfestisins. Því samstarfi er hins vegar lokið núna og er Fréttatíminn fluttur í annað húsnæði. Skuldir við Jenkins voru gerðar upp en hann átti veð í hlutafé Fréttatímans sem var trygging hans fyrir láninu.

Mest lesið

1
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
Bogi Ágústsson hefur birst landsmönnum á skjánum í yfir fjóra áratugi og flutt Íslendingum fréttir í blíðu og stríðu. Hann segir heiminn hafa breyst ótrúlega mikið til batnaðar á þessum árum en því miður halli á ógæfuhliðina í rekstri fjölmiðla á Íslandi. Af öllum þeim atburðum sem hann hefur sagt fréttir af lögðust snjóflóðin fyrir vestan árið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóðinu á Flateyri.

2
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, stendur við grein um hópnauðgun hælisleitenda og staðfestir að grunnurinn að greininni sé Facebook-færsla sem kona birti um helgina. Önnur kona er merkt í færslunni – hún tengist málinu ekki neitt en hefur heyrt í fólki sem telur að hún hafi orðið fyrir hópnauðgun.

3
Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun sem Frettin.is skrifar um
Samfélagsmiðlar hafa logað síðustu daga vegna skrifa um að níu hælisleitendur hafi hópnauðgað 16 ára stúlku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert mál af þessum toga vera á sínu borði.

4
Umfjöllun um hópnauðgun til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd
Fjölmiðlanefnd fjallar um kvörtun sem nefndinni barst vegna umfjöllunar Fréttin.is um að níu hælisleitendur hefðu hópnauðgað unglingsstúlku um páskana. Allir helstu fréttamiðlar greindu frá því að lögreglan er ekki með slíkt mál á sínu borði.

5
Grimmur aprílmánuður Trumps hins síðari
Evrópskir embættismenn safnast saman í vikunni í höfuðborg Bandaríkjanna þar sem þeir leita leiða til að komast út úr því sem orðin er versta krísa heimsviðskiptanna í heila öld.

6
Lítið talað um að kaupa vændi og þýðingar
Nú, þegar Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík er haldin að vori, má segja að erlendir þýðendur íslenskra bókmennta minni á farfugla þegar þeir heimsækja hátíðina – með sólgleraugu. Þýðendurnir Kristof Magnusson og Jean-Christophe Salaün ræða hvernig er að vera ósýnilegi þýðandinn.
Mest lesið í vikunni

1
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
Bogi Ágústsson hefur birst landsmönnum á skjánum í yfir fjóra áratugi og flutt Íslendingum fréttir í blíðu og stríðu. Hann segir heiminn hafa breyst ótrúlega mikið til batnaðar á þessum árum en því miður halli á ógæfuhliðina í rekstri fjölmiðla á Íslandi. Af öllum þeim atburðum sem hann hefur sagt fréttir af lögðust snjóflóðin fyrir vestan árið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóðinu á Flateyri.

2
Gengst við ofbeldi en sagðist hafa verið fjarri föður sínum
Tæplega þrítug kona sem situr í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa orðið föður sínum að bana neitar sök. Hún hefur þó gengist við atvikalýsingum að hluta, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, en segist ekki hafa verið nálægt föður sínum þegar hann dó.

3
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, stendur við grein um hópnauðgun hælisleitenda og staðfestir að grunnurinn að greininni sé Facebook-færsla sem kona birti um helgina. Önnur kona er merkt í færslunni – hún tengist málinu ekki neitt en hefur heyrt í fólki sem telur að hún hafi orðið fyrir hópnauðgun.

4
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu: „Þeir lugu upp á mig rasisma“
Meðal þeirra leigubílstjóra sem hefur verið meinaður aðgangur að leigubílastæðinu á Keflavíkurflugvelli er Friðrik Einarsson eða Taxý Hönter. Hann segir ástæðuna vera upplognar kvartanir, meðal annars um að hann sé rasisti. Karim Askari, leigubílstjóri og framkvæmdastjóri Stofnunar múlisma á Íslandi, segir Friðrik hafa áreitt sig og aðra bílstjóra.

5
Sif Sigmarsdóttir
Óðs manns æði
Nei, hvur andskotinn: Skúli er í Marokkó. Ég sem er bara að fara til Tene. Ég bæti Marokkó á „to-do“ listann meðan ég lifi í núinu.

6
Allir í siðanefnd HRFÍ hættir - Ásta hefur beðið svara í 18 mánuði
Öll þau sem kosin voru í siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands á síðasta aðalfundi félagsins hafa sagt sig frá störfum. „Ég er búin að bíða eitt og hálft ár eftir að kæra sé tekin fyrir og fæ engin svör,“ segir Ásta María.
Mest lesið í mánuðinum

1
Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Tvö sjónarvitni sem Heimildin ræddi við sáu konu beita báða foreldra sína ofbeldi áður en hún var handtekin vegna gruns um að hafa banað föður sínum. Konan, sem er 28 ára gömul, situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar á Arnarnesinu í Garðabæ.

2
„Ég var bara glæpamaður“
„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyrir,“ segir Kristján Halldór Jensson, sem var dæmdur fyrir alvarlegar líkamsárásir. Hann var mjög ungur að árum þegar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leiðina út fyrr en áratugum síðar. Í dag fer hann inn í fangelsin til þess að hjálpa öðrum, en það er eina leiðin sem hann sér færa til þess að bæta fyrir eigin brot.

3
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
Bogi Ágústsson hefur birst landsmönnum á skjánum í yfir fjóra áratugi og flutt Íslendingum fréttir í blíðu og stríðu. Hann segir heiminn hafa breyst ótrúlega mikið til batnaðar á þessum árum en því miður halli á ógæfuhliðina í rekstri fjölmiðla á Íslandi. Af öllum þeim atburðum sem hann hefur sagt fréttir af lögðust snjóflóðin fyrir vestan árið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóðinu á Flateyri.

4
Tóku ekki í hönd hennar því hún var kvenprestur
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segist búa að því að önnur kona hafi rutt brautina á undan henni. Hún þekki þó vel mismunandi viðmót fólks gagnvart kven- og karlprestum. Þegar hún vígðist í Svíþjóð hélt stór hópur því fram að prestvígsla kvenna væri lygi.

5
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
Kona sem er á flótta frá Bandaríkjunum með son sinn sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fyrir Útlendingastofnun lýsti hún því hvernig hatur hafi farið vaxandi þar í landi gagnvart konum eins og henni – trans konum – samhliða aðgerðum stjórnvalda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orðið fyrir aðkasti og ógnunum. „Með hverjum deginum varð þetta verra og óhugnanlega.“

6
Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi
Krummi Smári Ingiríðarson hefur alltaf vitað að hann er hann. Hann ólst upp í Þýskalandi á 7. og 8. áratugnum og gekk í gegnum þung áföll. „En hér er ég í dag. Hamingjusamur.“
Athugasemdir