Mikil óánægja er meðal fyrrverandi viðskiptavina Gym heilsu í Kópavogi eftir að stöðin tapaði útboði bæjarfélagsins og var gert að tæma húsnæðið sitt í sundlaug Kópavogs. Kjartan Már Hallkelsson, rekstrarstjóri Gym heilsu, segir helstu ástæðu þess að ekki náðust samningar sú krafa bæjarfélagsins að öll tæki stöðvarinnar yrðu að vera ný. Gym heilsa hafði verið með starfsemi á staðnum síðan 1997. Engin fordæmi fyrir svipaðri kröfu um algjöra endurnýjun á tækjum er að finna í sambærilegum útboðum bæjarfélaga.
Forsaga málsins er sú að eftir tvö misheppnuð útboð Kópavogsbæjar var farið í það þriðja og þá var kröfunni um ný tæki bætt inn í útboðið. Vildi bærinn ekki semja við Gym Heilsu, sem þá hafði starfað í húsnæðinu í tæplega 20 ár. Fór Gym Heilsa þá í mál við bæjarfélagið en tapaði því í héraði. Í kjölfarið var farið í fjórða útboðið, sem Reebook fitness vann og var Gym Heilsu þá gert að tæma húsnæðið fyrir fyrsta júlí á þessu ári.
Athugasemdir