Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Viðskiptafléttur í Vatnsmýrinni

Fé­lag­ið sem hyggst reisa stærsta hót­el Ís­lands í Vatns­mýr­inni var áð­ur í eigu Tor­tóla­fé­lags. Í dag er Jó­hann Hall­dórs­son eig­andi þess en fé­lag­ið átti áð­ur höf­uð­stöðv­ar Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar. Vís­indag­arð­ar Há­skóla Ís­lands keyptu eign­ina á nærri 7 millj­arða.

Viðskiptafléttur í Vatnsmýrinni
Eigandi S8 Jóhann Halldórsson er núverandi eigandi félagsins.

Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að eignarhaldsfélagið S8 ehf. hygðist reisa átján þúsund fermetra hótel í Vatnsmýrinni á næstu árum. Ef hótelið verður að veruleika verður það eitt það stærsta á Íslandi. Félagið, sem lögmaðurinn Jóhann Halldórsson er forsvari fyrir, var áður í eigu Tórtólafélags, Tenco Holding Services SA. Þetta kemur fram í ársreikningum félagsins fyrir árið 2008. Eigandaskipti hafa þó orðið á einhverjum tímapunkti frá því en samkvæmt nýjasta ársreikningi sem er fyrir árið 2013 er félagið í eigu Angus ehf, sem er skráð í eigu Jóhanns Halldórssonar.

S8 ehf, sem var í eigu Tortólafélags og hyggst reisa hótel í Vatnsmýrinni, skilaði engum ársreikningum yfir þetta fimm ára tímabil sem telja má sérkennilegt.

Talsvert var fjallað um félagið fyrir nokkrum árum í tengslum við eignarhald þess á höfuðstöðvum erfðatæknisfyrirtækisins Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu 8 í Vatnsmýrinni. Greint var frá því árið 2013 félagið hefði selt eignina til Vísindagarða Háskóla Íslands. Morgunblaðið greindi frá síðar á sama ári að kaupverð hafi verið 6,75 millj­arðar króna. Þar áður greindi DV frá því að leiguverð Íslenskar erfðagreiningu á húsnæðinu hefði verið í hærra lagi, eða um 570 milljónir á ári. 

Félagið S8 var stofnað árið 2005 og virðist fyrst og fremst verið ætlað að halda utan um eignarhald á Sturlugötu 8. Húsið hafði áður verið í eigu eignarhaldsfélagsins Festingar sem var í eigu Ólafs Ólafssonar, nú fanga á Kvíabryggju, og fjárfestingafélagsins Sunds í eigu Jóns Kristjánssonar og Páls Þórs Magnússonar. Jóhann núverandi eigandi S8 ehf. var framkvæmdastjóri Festingar. Þegar félagið var stofnað var Jóhann eini eigandi þess en vending varð á því árið 2007 þegar eignarhaldið á hlutafé færðist yfir til fyrrnefnds Tortólafélags.

Samkvæmt frétt RÚV um hótelið í Vatnsmýrinni hefur verkefnið ekki verið fjármagnað. „En síðan verður það væntanlega einhver af íslensku viðskiptabönkunum sem mun styðja við verkefnið,“ sagði Jóhann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár