Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðreisn segist hafa rekið Sigríði Andersen til baka

Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir að ákvörð­un Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um að sveigja hjá nið­ur­stöðu hæfis­nefnd­ar um val á dóm­ara í Lands­rétt hafi kom­ið í kjöl­far þess að Við­reisn hafi rek­ið hana til baka á grund­velli kynja­sjón­ar­miða. Í kjöl­far­ið flutti Sig­ríð­ur eig­in­mann sam­starfs­konu sinn­ar, sem var met­inn einna minnst hæf­ur, of­ar á list­ann.

Viðreisn segist hafa rekið Sigríði Andersen til baka

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, varpaði nýju ljósi á val Sigríðar Andersen á dómurum í Landsrétt, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. 

Sigríður hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að fylgja ekki niðurstöðum ópólitískrar hæfisnefndar, heldur ákveða að velja sjálf fjóra umsækjendur á listanum sem ekki þóttu meðal fimmtán hæfustu. Þar á meðal er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og samflokksmanns hennar, og eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu hennar á lögmannsstofu til margra ára.

Hanna Katrín FriðrikssonSegir þingmenn Viðreisnar hafa hafnað lista hæfisnefndar vegna skipunar dómara í Landsrétt.

Á opnum fundi Viðreisnar í gær rökstuddu þingmenn flokksins stuðning sinn við val ráðherra. Þar kom fram, í máli Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns flokksins, að þingmenn Viðreisnar hefðu haft áhrif á valið.

„Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði hún.

Þingmaður taldi valdið ráðherrans

Áður hefur Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, fært rök fyrir því í ræðustóli á Alþingi að þingmenn eigi ekki að koma að vali á dómurum. 

„Ef ég vil vísa málum frá er ég að segja ráðherra að ég sé ekki ánægður með hans tillögu. Hvort sem það eru nöfnin eða eitthvað annað í henni. En þar með er ég óneitanlega að hlutast til um hana. Það er bara svo einfalt. Ég hlutast til um þá ákvörðun sem ráðherra tekur. Og ég einfaldlega vil ekki hafa það vald vegna þess að ég ber ekki ábyrgð á þessari ákvörðun. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðuninni og það er hans að taka hana,“ sagði Pawel í umræðum um málið. Þá vísaði Pawel til fordæma í Danmörku, þar sem ráðherra hafi aldrei valið aðra en þá sem teldust hæfastir. „Ráðherra sem er ábyrgur fyrir ákvörðuninni verður að fá að taka hana. Mér finnst það miklu betri uppsetning á allan hátt. Tekið er fram að það hafi aldrei gerst í sögu Danmerkur að ráðherra hafi einhvern tímann tilnefnt einhvern sem ekki hefur verið metinn hæfastur. “

Segjast hafa hafnað á grundvelli jafnréttis

Þingmenn Viðreisnar greindu frá því á opna fundinum í gær að það hefði verið á grundvelli jafnréttissjónarmiða sem þeir vildu fara fram hjá vali hæfisnefndar, sem hafði valið tíu karlmenn og fimm konur. 

Við breytingu Sigríðar á listanum urðu konurnar sjö, en karlarnir átta. Sigríður tók ekki undir það í viðtölum strax eftir ákvörðunina að jafnréttissjónarmið hefðu legið að baki vali hennar, en vísaði síðar til þess að það ætti við. Í viðtölum sagðist hún ekki hafa verið sammála því mati hæfisnefndarinnar að 15 einstaklingar væru „einir sem kæmu til greina“. Hún sagði tilefni til þess að dómarareynslan myndi vega nokkuð mikið í matinu. „Mér fannst vægi dómarareynslu ekki vera nægilegt,“ sagði hún. Hún sagði ákvörðun sína ekki ólögmæta. 

Meðal þess sem gerðist við breytinguna var hins vegar að karlmaður, sem var metinn 30. hæfastur af 33 umsækjendum, og minna hæfur en fimm aðrar konur, var valinn meðal topp 15 umsækjenda af ráðherra. Maðurinn, Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, er eiginmaður Erlu S. Árnadóttur, eins eigenda og starfsmanna lögmannsstofunnar LEX, þar sem Sigríður starfaði í sjö ár, frá 2007 til 2015. Jón var valinn fram yfir fimm aðrar konur sem taldar voru hæfari en hann. 

Að auki var, eins og áður sagði, eiginkona þingmanns Sjálfstæðisflokksins færð upp listann af dómsmálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum og verður væntanlega dómari við Landsrétt, nýtt millidómsstig. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár