Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Send heim af Landspítalanum og sagt að fylgjast með fréttum

Verk­fall dreg­ur úr ör­yggi sjúk­linga: „Ekki hægt að reka sjúkra­hús án lyk­il­stétta.“ Um 60% mynd­grein­ing­a­rann­sókna ver­ið frest­að og um 200 skurð­að­gerð­um. Fleiri verk­föll framund­an.

Send heim af Landspítalanum og sagt að fylgjast með fréttum

„Það er alveg ljóst að starfsemi sem er þegar mjög umfangsmikil og mjög viðkvæm á góðum degi verður fyrir miklum truflunum þegar svona lagað brestur á,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, í samtali við Stundina. Hann segir verkföll lífeindafræðinga, geislafræðinga og náttúrufræðinga hafa mjög mikil áhrif á starfsemi spítalans en þessar stéttir lögðu niður störf fyrir rúmri viku síðan. „Þarna er um að ræða mikilvægar stéttir í starfi spítalans og ljóst að bæði sjúklingar og aðstandendur munu verða fyrir truflunum af þessu,“ segir Ólafur, sem bindur vonir við að deiluaðilar muni brátt komast að samkomulagi.  

Reglubundin starfsemi lömuð

Allar truflanir draga úr öryggi
Allar truflanir draga úr öryggi Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala.

Frestað hefur þurft um 60% myndgreiningarannsókna við Landspítala frá því verkföll hófust, um 50% blóðrannsókna og þá hefur um 200 skurðaðgerðum verið frestað. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala eru áhrifin á starfsemina mun meiri en voru af læknaverkfallinu í vetur, sem ræðst fyrst og síðast af því að nú er aldrei gert hlé á verkfallsaðgerðum. Stærsti hluti starfsemi Landspítalans er reglubundin starfsemi; skipulagðar aðgerðir, skipulagðar meðferðir og svo framvegis. Þessi starfsemi er nú lömuð. Allri bráðaþjónustu er hins vegar enn sinnt og mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að leita hjálpar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár