Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Veifaði reikniformúlum í ræðustól: „Þetta kemur lánveitingum til efnafólks ekkert við“

Al­þingi sam­þykkti lög sem heim­ila geng­is­tryggð lán. Stjórn­ar­lið­ar vísa til EES-samn­ings­ins en stjórn­ar­and­stað­an seg­ir frum­varp­ið „póli­tíska ákvörð­un um að greiða fyr­ir að­gangi efna­fólks að ódýrri er­lendri fjár­mögn­un sem ekki stend­ur öðr­um til boða og er á kostn­að annarra í sam­fé­lag­inu.“

Veifaði reikniformúlum í ræðustól: „Þetta kemur lánveitingum til efnafólks ekkert við“

Alþingi samþykkti í dag lög sem heimila gengistryggð lán til þeirra sem hafa nægar tekjur til að standa undir verulegum sveiflum í greiðslubyrði lánanna.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og framsögumaður málsins í efnahags- og viðskiptanefnd, veifaði blaði með reikniformúlum þegar hann hvatti þingmenn til að styðja frumvarp Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um lán tengd erlendum gjaldmiðlum. Lögin voru samþykkt með 32 atkvæðum á móti 31 um þrjúleytið í dag.

„Þetta mál snýst ekki um fjármálastöðugleika, þetta snýst um einfaldar reikniaðferðir,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason. „Ég hef sett hér fram á blaði tvær reikniformúlur með nokkrum breytistærðum og þegar ég er búinn að setja þessar reikniformúlur upp þá eru sömu breytistærðir í sömu formúlunum. Annað hefur Hæstiréttur dæmt með einhverjum hætti óheimilt, hitt er heimilt.“

Sagði hann frumvarpið hvorki hafa neitt að gera með fjárhagsstöðugleika né lánveitingar til efnafólks. „Þetta kemur fjármálastöðugleika ekkert við, þetta kemur lánveitingum til efnafólks ekkert við, það eru allar sömu kröfur gerðar til greiðslumats í þessu frumvarpi sem er til atkvæða, þannig að hér eru hreinar rangfærslur.“

 

Í frumvarpinu er kveðið á um að aðeins skuli veita lán tengd erlendum gjaldmiðlum ef neytandi „a. hefur nægilegar tekjur í þeim gjaldmiðli sem lánið tengist til að standast greiðslumat, eða b. hefur staðist greiðslumat þar sem gert er ráð fyrir verulegum gengisbreytingum og verulegum hækkunum á vöxtum, eða c. hefur staðist greiðslumat og leggur fram fjárhagslegar tryggingar sem draga verulega úr gjaldeyrisáhættu hans vegna lánsins á lánstímanum.“ Þrátt fyrir þetta fullyrti Vilhjálmur á Alþingi í dag að frumvarpið hefði ekkert með lánveitingar til efnafólks að gera. 

Í greinargerð frumvarpsins er bent á að eftirlitsstofnun EFTA telur að bann íslenskra laga við gengistryggingu ekki samræmast meginreglu EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld, í svörum sínum til stofnunarinnar, fallist á að endurskoða bannið, en ekki talið ráðlegt að gera slíkt án takmarkana sem eru byggð á sjónarmiðum um fjármálastöðugleika. Í frumvarpinu, sem nú er orðið að lögum, er Seðlabankanum veitt heimild til að setja gjaldeyristryggðum lánveitingum skorður til að varðveita fjármálastöðugleika. Þannig getur Seðlabankinn sett lánastofnunum reglur um útlán tengd erlendum gjaldmiðlum til aðila sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu; ákveðið lánstíma, tegundir tryggingar og hámarkshlutfall lána sem tengjast erlendum gjaldmiðlum af heildarútlánasafni lánastofnunar. 

 

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd skiluðu áliti um miðjan maímánuð þar sem frumvarpið er gagnrýnt harðlega. Útgangspunkturinn í álitinu er sá að með frumvarpinu sé verið að greiða fyrir aðgangi efnaðs fólks að lánum sem ekki standa öðrum til boða. 

„Sterkur hvati er til að taka slík lán enda vextir víða erlendis mun lægri en hér. Með því að ávaxta féð hér á landi geta lántakendur fengið í sinn hlut umtalsverðan vaxtamun. Sá ávinningur er þó ekki kostnaðarlaus. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hrífa síður ef efnafólk getur tekið gengistryggð lán á vöxtum sem eiga ekkert skylt við stýrivextina. Á móti þurfa aðrir í samfélaginu að þola meira aðhald af hálfu peningastefnunnar og því greiða hærri vexti. Mikil erlend lántaka óvarinna lántaka getur einnig magnað upp gengissveiflur og aukið fjármálaóstöðugleika. Líkur eru til að margir þeirra leitist samtímis við að kaupa gjaldeyri til að lágmarka gengistap ef krónan tekur að lækka. Það ýkir lækkunina sem hækkar verð innflutts varnings og eykur því verðbólgu. Hún hækkar aftur verðtryggðar skuldir fólks,“ segir í álitinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár