Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Veifaði reikniformúlum í ræðustól: „Þetta kemur lánveitingum til efnafólks ekkert við“

Al­þingi sam­þykkti lög sem heim­ila geng­is­tryggð lán. Stjórn­ar­lið­ar vísa til EES-samn­ings­ins en stjórn­ar­and­stað­an seg­ir frum­varp­ið „póli­tíska ákvörð­un um að greiða fyr­ir að­gangi efna­fólks að ódýrri er­lendri fjár­mögn­un sem ekki stend­ur öðr­um til boða og er á kostn­að annarra í sam­fé­lag­inu.“

Veifaði reikniformúlum í ræðustól: „Þetta kemur lánveitingum til efnafólks ekkert við“

Alþingi samþykkti í dag lög sem heimila gengistryggð lán til þeirra sem hafa nægar tekjur til að standa undir verulegum sveiflum í greiðslubyrði lánanna.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og framsögumaður málsins í efnahags- og viðskiptanefnd, veifaði blaði með reikniformúlum þegar hann hvatti þingmenn til að styðja frumvarp Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um lán tengd erlendum gjaldmiðlum. Lögin voru samþykkt með 32 atkvæðum á móti 31 um þrjúleytið í dag.

„Þetta mál snýst ekki um fjármálastöðugleika, þetta snýst um einfaldar reikniaðferðir,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason. „Ég hef sett hér fram á blaði tvær reikniformúlur með nokkrum breytistærðum og þegar ég er búinn að setja þessar reikniformúlur upp þá eru sömu breytistærðir í sömu formúlunum. Annað hefur Hæstiréttur dæmt með einhverjum hætti óheimilt, hitt er heimilt.“

Sagði hann frumvarpið hvorki hafa neitt að gera með fjárhagsstöðugleika né lánveitingar til efnafólks. „Þetta kemur fjármálastöðugleika ekkert við, þetta kemur lánveitingum til efnafólks ekkert við, það eru allar sömu kröfur gerðar til greiðslumats í þessu frumvarpi sem er til atkvæða, þannig að hér eru hreinar rangfærslur.“

 

Í frumvarpinu er kveðið á um að aðeins skuli veita lán tengd erlendum gjaldmiðlum ef neytandi „a. hefur nægilegar tekjur í þeim gjaldmiðli sem lánið tengist til að standast greiðslumat, eða b. hefur staðist greiðslumat þar sem gert er ráð fyrir verulegum gengisbreytingum og verulegum hækkunum á vöxtum, eða c. hefur staðist greiðslumat og leggur fram fjárhagslegar tryggingar sem draga verulega úr gjaldeyrisáhættu hans vegna lánsins á lánstímanum.“ Þrátt fyrir þetta fullyrti Vilhjálmur á Alþingi í dag að frumvarpið hefði ekkert með lánveitingar til efnafólks að gera. 

Í greinargerð frumvarpsins er bent á að eftirlitsstofnun EFTA telur að bann íslenskra laga við gengistryggingu ekki samræmast meginreglu EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld, í svörum sínum til stofnunarinnar, fallist á að endurskoða bannið, en ekki talið ráðlegt að gera slíkt án takmarkana sem eru byggð á sjónarmiðum um fjármálastöðugleika. Í frumvarpinu, sem nú er orðið að lögum, er Seðlabankanum veitt heimild til að setja gjaldeyristryggðum lánveitingum skorður til að varðveita fjármálastöðugleika. Þannig getur Seðlabankinn sett lánastofnunum reglur um útlán tengd erlendum gjaldmiðlum til aðila sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu; ákveðið lánstíma, tegundir tryggingar og hámarkshlutfall lána sem tengjast erlendum gjaldmiðlum af heildarútlánasafni lánastofnunar. 

 

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd skiluðu áliti um miðjan maímánuð þar sem frumvarpið er gagnrýnt harðlega. Útgangspunkturinn í álitinu er sá að með frumvarpinu sé verið að greiða fyrir aðgangi efnaðs fólks að lánum sem ekki standa öðrum til boða. 

„Sterkur hvati er til að taka slík lán enda vextir víða erlendis mun lægri en hér. Með því að ávaxta féð hér á landi geta lántakendur fengið í sinn hlut umtalsverðan vaxtamun. Sá ávinningur er þó ekki kostnaðarlaus. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hrífa síður ef efnafólk getur tekið gengistryggð lán á vöxtum sem eiga ekkert skylt við stýrivextina. Á móti þurfa aðrir í samfélaginu að þola meira aðhald af hálfu peningastefnunnar og því greiða hærri vexti. Mikil erlend lántaka óvarinna lántaka getur einnig magnað upp gengissveiflur og aukið fjármálaóstöðugleika. Líkur eru til að margir þeirra leitist samtímis við að kaupa gjaldeyri til að lágmarka gengistap ef krónan tekur að lækka. Það ýkir lækkunina sem hækkar verð innflutts varnings og eykur því verðbólgu. Hún hækkar aftur verðtryggðar skuldir fólks,“ segir í álitinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár