Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vefprestur Þjóðkirkjunnar braut siðareglur með stöðufærslu

Siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að Árni Svan­ur Daní­els­son hafi hvorki sýnt ábyrg ra­f­ræn sam­skipti né net­notk­un. Hann seg­ist sjá að sér og muni hann vera passa sig í fram­tíð­inni en hann mun starfa áfram sem vefprest­ur.

Vefprestur Þjóðkirkjunnar braut siðareglur með stöðufærslu
Vefprestur Árni Svanur Daníelsson braut gegn siðareglum Þjóðkirkjunnar.

Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að Árni Svanur Daníelsson hafi brotið 2. og 13. grein siðareglna vígða þjóna og annars starfsfólks Þjóðkirkjunnar með stöðuuppfærslu sinni á Facebook 3. október í fyrra. Í stöðufærslunni tjáði Árni Svanur sig um störf Jóhanns Björnssonar grunnskólakennara í kjölfar viðtals við þann síðarnefnda í Morgunblaðinu. Í því viðtali greindi Jóhann frá þátttöku sinni í Siðmennt og trúleysi sínu.

Stundin hefur úrskurð nefndarinnar undir höndum. Árni Svanur segir í samtali við Stundina að hann sjá eftir stöðufærslunni og hann hafi lært sína lexíu af málinu. Jóhann ræddi við Harmageddon í gær.

„Ég spyr af því að ég hef heyrt af því frá krökkum í Réttó að Jóhann liggi ekki á skoðunum sínum.“

Slúður frá krökkunum í „Réttó“

Árni Svanur birti stöðufærsluna á sinni persónulegu Facebook-síðu. Hann breytti henni þó fljótlega og stóð eftirfarandi stöðufærsla í aðeins um 10 mínútur óbreytt.

„Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá námskeiði á vegum Siðmenntar sem fjallar um líf án trúarbragða. Kennarinn er leiðbeinandi í borgaralegri fermingarfræðslu. Hann kennir líka heimspeki í Réttarholtsskóla. Með fréttinni er mynd af skólanum og mynd af kennaranum þar sem ungmenni eru í bakgrunni. Kannski er hún tekin í skólanum.

Er nokkur hætta á því að undir formmerkjum heimspekikennslu fari fram áróður á forsendum hagsmunaaðilans Siðmenntar, skráðs lífsskoðunarfélags? Ég spyr af því að ég hef heyrt af því frá krökkum í Réttó að Jóhann liggi ekki á skoðunum sínum.

Ég er auðvitað hlutdrægur því ég er í hinu liðinu ;) en mér finnst þetta mikilvægt umræðuefni. Ég vil hvorki áróður frá kirkjupresti eða borgaralegum „presti“ í kennslutíma í skólum barnanna minna.

Annars er ég alveg sammála því sem fram kemur fram í reglunum sem Sigurður vísaði til efst í þessum þræði: Í skólanum á að fara fram fræðsla, á forsendum skólans. Ef utanaðkomandi aðilar – eins og Gídeonfélagið eða Siðmennt – heimsækja skólann þá þarf það að vera í fræðslutilgangi og ekki til trúboðs eða innrætingar. Þetta er alveg óháð tilgangi félagsskaparins að öðru leyti.”

Árni Svanur breytti færslunni á þann veg að hann tók út aðra og þriðju málsgrein auk þess sem hann bæti eftirfarandi setningu við fyrstu málsgrein: „Hvaða skilaboð sendir það?“

Heimspekikennari
Heimspekikennari Jóhann Björnsson kvartaði til biskups vegna stöðufærslunnar.
 

Krafði biskup svara

Jóhann Björnsson krafist svara af biskupi í kjölfar stöðufærslunnar og spurði hvort stöðufærslan hafi verið opinber yfirlýsing Biskupsstofu þar sem Árni Svanur væri svokallaður vefprestur. Jóhann krafist enn fremur svara um hvort skrif Árna Svans væru brot á siðareglum presta. Málinu var því næst vísað til úrskurðarnefndar að beiðni Agnesar Sigurðardóttur, biskups Íslands. „Málshefjandi telur gagnaðila hafa með skrifum sínum gefið sterklega í skyn að sem heimspekikennari sé málshefjandi ekki þess trausts verður að kenna börnum og að í kennslustundum hans fari fram eitthvað sem kalla mætti vafasamt. Því hafni hann alfarið og líti svo á að um mjög alvarlegar aðdróttanir sé að ræða sem fyrst og fremst og e.t.v. einvörðungu séu til þess ætlaðar að vega að starfsheiðri sínum og sverta sig sem persónu,“ segir í úrskurði. Blogg Jóhanns um málið má lesa hér.

„Þessi yfirlýsing stjórnarmannsins sé sambærileg því að hann sem prestur lýsi því yfir að skólinn eigi að vera trúarlegur.“

Sambærilegt við að prestur segi að skólinn eigi að vera trúarlegur

Í úrskurði kemur fram að Árni Svanur hafnaði öllum ásökunum Jóhanns gegn sér og sagði hann þær ekki eiga við rök að styðjast. „Í rökstuðningi sínum vísar gagnaðili til samhengis ummæla sinna, ummælanna sjálfra og framhalds málsins. Gagnaðili telur það skipta máli hvert var samhengi ummælanna sem hann fræði á fébókarsíðu nafngreinds aðila, því það hafi mótað innlegg hans í umræðuna. Til umfjöllunar hafi m.a. verið sú fullyrðing að skólar eigi að vera veraldlegir og fyrir alla. Á vef Siðmenntar sé orðið „veraldlegt“ notað til að lýsa þeim athöfnum sem lífsskoðunarfélagið standi fyrir og þær kallaðar veraldlegar athafnir. Þegar stjórnarmaður í Siðmennt lýsi því yfir að skólinn eigi að vera veraldlegur þá skilji hann það svo að stjórnarmaðurinn telji að skólinn eigi að taka afstöðu, m.a. gegn hinu trúarlega, ekki vera hlutlaust. Þessi yfirlýsing stjórnarmannsins sé sambærileg því að hann sem prestur lýsi því yfir að skólinn eigi að vera trúarlegur,“ segir í úrskurði.

Auk þessa kemur fram að Árni Svanur hafi dregið Jóhann inn í samtal um hlutleysi í skólastofunni þar sem hann sé bæði kennari og fulltrúi Siðmenntar. Hann segir enn fremur að orðalag upphaflegu ummælanna hafi verið „ónákvæmt og boðið upp á misskilning“ og hafi hann því endurskoðað stöðufærsluna.

„Úrskurðarnefndin telur það ekki í samræmi við framangreind ákvæði siðareglnanna að vígður þjónn beri á borð óstaðfestan orðróm með þessum hætti.“

Vígður þjónn bar á borð orðróm

Í niðurstöðukafla úrskurðarins er vitnað í tjáningarfrelsi manna á Íslandi. „Við mat á því hvort ummælin brjóti siðareglurnar telur úrskurðarnefnd að líta beri til þess að borgarráð Reykjavíkur samþykkti hinn 4. október 2011 ítarlegar reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í þeim felst að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma. Að öllu þessu virtu telur úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar þá spurningu, sem gagnaðili varpaði fram í fyrri setningu 2. málsgreinar hafa átt rétt á sér og fellst ekki á að þessi setning brjóti gegn ákvæðum siðareglnanna. Í síðari setningu 2. málsgreinar ummælanna vísar gagnaðili í orðróm sem hann segist hafa heyrt frá nemendum í Réttarholtsskóla [...] Úrskurðarnefndin telur það ekki í samræmi við framangreind ákvæði siðareglnanna að vígður þjónn beri á borð óstaðfestan orðróm með þessum hætti,“ segir í niðurstöðukaflanum.  Með öðrum orðum er Árni Svanur talinn brjóta siðareglur eingöngu fyrir setninguna: „Ég spyr af því að ég hef heyrt af því frá krökkum í Réttó að Jóhann liggi ekki á skoðunum sínum“.

Ég er sammála þeirri túlkun.“

Sammála túlkun nefndar

Í samtali við Stundina leggur Árni Svanur áherslu á að hann hafi dregið ummæli sín til baka. „Ég dró hluta þessa ummæla til baka strax og þau höfðu fallið. Jóhann kvartaði vegna upphaflegra ummæla við biskup. Ummælin tjá mína persónulegu skoðun, ég var ekki að tjá mig þarna sem vefprestur. Ég notaði minn eigin persónulega aðgang. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að hluti þessa ummæla varði við siðareglur. Ég er sammála þeirri túlkun,“ segir Árni Svanur.

„Það hefur alltaf áhrif þegar maður misstígur sig á netinu“

Árni Svanur segir að hann muni halda áfram sem vefprestur Þjóðkirkjunnar en engin viðurlög eru við broti á siðareglum Þjóðkirkjunnar. Úrskurðarnefnd tekur þó fram að þó viðurlög væru til staðar hefði þeim ekki verið beitt í þessu tilviki í ljósi málsatvika. „Ég held að maður eigi ekki að gera þetta. Þess vegna dró ég þau til baka stuttu eftir að þau féllu. Þetta hefur auðvitað áhrif á mig, það hefur alltaf áhrif þegar maður misstígur sig á netinu. Ég held að það skipti mestu máli hvernig maður vinnur úr því og ég held að ég hafi lært af þessu máli. Þetta hefur brýnt fyrir mig mikilvægi þess að vanda sig,“ segir Árni Svanur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár