Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útlit fyrir að tryggja eigi enn frekar stöðu útgerðarvaldsins: „Sama trix og síðasta ríkisstjórn reyndi“

Jón Steins­son, hag­fræð­ing­ur við Col­umb­ia-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, seg­ir Við­reisn og Bjarta fram­tíð hafa gef­ið full­kom­lega eft­ir í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Eng­in upp­boðs­leið verð­ur far­in.

Útlit fyrir að tryggja eigi enn frekar stöðu útgerðarvaldsins: „Sama trix og síðasta ríkisstjórn reyndi“

Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum og einn ötulasti talsmaður uppboðsleiðar í sjávarútvegi á Íslandi, segir ljóst að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið fullkomlega eftir í sjávarútvegsmálum við myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Stjórnarsáttmálinn sem kynntur var í dag gefi raunar til kynna að stjórnin ætli sér að tryggja enn frekar sterka stöðu útgerðarinnar með langtímasamningum.

„Stjórnarsáttmálinn talar um að kannaðir verði kostir þess að úthlutun aflaheimilda byggi á langtímasamningum. Þetta er sama trix og síðasta ríkisstjórn reyndi varðandi makríl og var stoppað með stórri undirskiftasöfnun. Slíkt má ekki gerast!,“ skrifar Jón Steinsson í stöðuuppfærslu á Facebook. „Viðreisn og Björt framtíð virðast hafa gefið fullkomlega eftir í sjávarútvegsmálum. Raunar virðast þær breytingar sem nýja stjórnin ætlar sér að vinna að miða að því að tryggja enn frekar stöðu útgerðarinnar.“

Eins og Stundin greindi frá fyrr í dag er hnykkt á því í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að við ráðstöfun nýtingarréttinda á auðlindum í opinberri eigu skuli ekki „gengið á eignar- og nýtingarrétt einstaklinga nema brýnir almannahagsmunir krefjist þess“. Í sjávarútvegskaflinum kemur fram að núgildandi fiskveiðistjórnarkerfi hafi skilað miklum þjóðhagslegum ávinningi og ríkisstjórnin telji kosti aflamarkskerfisins mikilvæga fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi. 

„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna. Gæta þarf að langtímarekstraröryggi í greininni og stöðugleika í byggðum.“

Stefna Viðreisnar og Bjartar framtíðar fyrir kosningar var skýr um að efnt yrði til uppboðs á aflaheimildum og tryggt að almenningur nyti auðlindarentunnar í ríkari mæli en nú tíðkast. 

Í grein eftir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sem birtist á vef flokksins í september er fullyrt að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gæti vel staðið undir nafninu Sérhagsmunastjórnin. „Veiðigjald hefur verið lækkað og öllum almenningi er misboðið,“ segir í greininni. „Það er stefna Viðreisnar að afgjaldið ráðist á markaði þar sem ákveðinn hluti kvótans verði boðinn upp á hverju ári. Lausnin er kynnt hér á eftir. Sumum kann að virðast hún flókin, en í raun er hún sáraeinföld. Á hverju ári fer ákveðið hlutfall kvótans á uppboðsmarkað, til dæmis 3 til 8%. Tekjur ríkisins ráðast ekki af því hvaða flokkar eru í ríkisstjórn heldur af markaðsaðstæðum á hverjum tíma.“

Í tvennum viðræðum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við Pírata, Vinstri græn og Samfylkingu í nóvember og desember voru allir flokkar opnir fyrir breytingum í sjávarútvegi þar sem meðal annars yrði látið reyna á uppboð aflaheimilda. Viðreisn átti, í bæði skiptin, frumkvæði að því að viðræðum var slitið eftir að hafa lagst gegn tekjuöflunartillögum Vinstri grænna, meðal annars um prógressífari skattlagningu, til að standa undir auknum útgjöldum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu