Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útlit fyrir að tryggja eigi enn frekar stöðu útgerðarvaldsins: „Sama trix og síðasta ríkisstjórn reyndi“

Jón Steins­son, hag­fræð­ing­ur við Col­umb­ia-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, seg­ir Við­reisn og Bjarta fram­tíð hafa gef­ið full­kom­lega eft­ir í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Eng­in upp­boðs­leið verð­ur far­in.

Útlit fyrir að tryggja eigi enn frekar stöðu útgerðarvaldsins: „Sama trix og síðasta ríkisstjórn reyndi“

Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum og einn ötulasti talsmaður uppboðsleiðar í sjávarútvegi á Íslandi, segir ljóst að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið fullkomlega eftir í sjávarútvegsmálum við myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Stjórnarsáttmálinn sem kynntur var í dag gefi raunar til kynna að stjórnin ætli sér að tryggja enn frekar sterka stöðu útgerðarinnar með langtímasamningum.

„Stjórnarsáttmálinn talar um að kannaðir verði kostir þess að úthlutun aflaheimilda byggi á langtímasamningum. Þetta er sama trix og síðasta ríkisstjórn reyndi varðandi makríl og var stoppað með stórri undirskiftasöfnun. Slíkt má ekki gerast!,“ skrifar Jón Steinsson í stöðuuppfærslu á Facebook. „Viðreisn og Björt framtíð virðast hafa gefið fullkomlega eftir í sjávarútvegsmálum. Raunar virðast þær breytingar sem nýja stjórnin ætlar sér að vinna að miða að því að tryggja enn frekar stöðu útgerðarinnar.“

Eins og Stundin greindi frá fyrr í dag er hnykkt á því í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að við ráðstöfun nýtingarréttinda á auðlindum í opinberri eigu skuli ekki „gengið á eignar- og nýtingarrétt einstaklinga nema brýnir almannahagsmunir krefjist þess“. Í sjávarútvegskaflinum kemur fram að núgildandi fiskveiðistjórnarkerfi hafi skilað miklum þjóðhagslegum ávinningi og ríkisstjórnin telji kosti aflamarkskerfisins mikilvæga fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi. 

„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna. Gæta þarf að langtímarekstraröryggi í greininni og stöðugleika í byggðum.“

Stefna Viðreisnar og Bjartar framtíðar fyrir kosningar var skýr um að efnt yrði til uppboðs á aflaheimildum og tryggt að almenningur nyti auðlindarentunnar í ríkari mæli en nú tíðkast. 

Í grein eftir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sem birtist á vef flokksins í september er fullyrt að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gæti vel staðið undir nafninu Sérhagsmunastjórnin. „Veiðigjald hefur verið lækkað og öllum almenningi er misboðið,“ segir í greininni. „Það er stefna Viðreisnar að afgjaldið ráðist á markaði þar sem ákveðinn hluti kvótans verði boðinn upp á hverju ári. Lausnin er kynnt hér á eftir. Sumum kann að virðast hún flókin, en í raun er hún sáraeinföld. Á hverju ári fer ákveðið hlutfall kvótans á uppboðsmarkað, til dæmis 3 til 8%. Tekjur ríkisins ráðast ekki af því hvaða flokkar eru í ríkisstjórn heldur af markaðsaðstæðum á hverjum tíma.“

Í tvennum viðræðum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við Pírata, Vinstri græn og Samfylkingu í nóvember og desember voru allir flokkar opnir fyrir breytingum í sjávarútvegi þar sem meðal annars yrði látið reyna á uppboð aflaheimilda. Viðreisn átti, í bæði skiptin, frumkvæði að því að viðræðum var slitið eftir að hafa lagst gegn tekjuöflunartillögum Vinstri grænna, meðal annars um prógressífari skattlagningu, til að standa undir auknum útgjöldum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár