Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útlit fyrir að tryggja eigi enn frekar stöðu útgerðarvaldsins: „Sama trix og síðasta ríkisstjórn reyndi“

Jón Steins­son, hag­fræð­ing­ur við Col­umb­ia-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, seg­ir Við­reisn og Bjarta fram­tíð hafa gef­ið full­kom­lega eft­ir í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Eng­in upp­boðs­leið verð­ur far­in.

Útlit fyrir að tryggja eigi enn frekar stöðu útgerðarvaldsins: „Sama trix og síðasta ríkisstjórn reyndi“

Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum og einn ötulasti talsmaður uppboðsleiðar í sjávarútvegi á Íslandi, segir ljóst að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið fullkomlega eftir í sjávarútvegsmálum við myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Stjórnarsáttmálinn sem kynntur var í dag gefi raunar til kynna að stjórnin ætli sér að tryggja enn frekar sterka stöðu útgerðarinnar með langtímasamningum.

„Stjórnarsáttmálinn talar um að kannaðir verði kostir þess að úthlutun aflaheimilda byggi á langtímasamningum. Þetta er sama trix og síðasta ríkisstjórn reyndi varðandi makríl og var stoppað með stórri undirskiftasöfnun. Slíkt má ekki gerast!,“ skrifar Jón Steinsson í stöðuuppfærslu á Facebook. „Viðreisn og Björt framtíð virðast hafa gefið fullkomlega eftir í sjávarútvegsmálum. Raunar virðast þær breytingar sem nýja stjórnin ætlar sér að vinna að miða að því að tryggja enn frekar stöðu útgerðarinnar.“

Eins og Stundin greindi frá fyrr í dag er hnykkt á því í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að við ráðstöfun nýtingarréttinda á auðlindum í opinberri eigu skuli ekki „gengið á eignar- og nýtingarrétt einstaklinga nema brýnir almannahagsmunir krefjist þess“. Í sjávarútvegskaflinum kemur fram að núgildandi fiskveiðistjórnarkerfi hafi skilað miklum þjóðhagslegum ávinningi og ríkisstjórnin telji kosti aflamarkskerfisins mikilvæga fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi. 

„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna. Gæta þarf að langtímarekstraröryggi í greininni og stöðugleika í byggðum.“

Stefna Viðreisnar og Bjartar framtíðar fyrir kosningar var skýr um að efnt yrði til uppboðs á aflaheimildum og tryggt að almenningur nyti auðlindarentunnar í ríkari mæli en nú tíðkast. 

Í grein eftir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sem birtist á vef flokksins í september er fullyrt að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gæti vel staðið undir nafninu Sérhagsmunastjórnin. „Veiðigjald hefur verið lækkað og öllum almenningi er misboðið,“ segir í greininni. „Það er stefna Viðreisnar að afgjaldið ráðist á markaði þar sem ákveðinn hluti kvótans verði boðinn upp á hverju ári. Lausnin er kynnt hér á eftir. Sumum kann að virðast hún flókin, en í raun er hún sáraeinföld. Á hverju ári fer ákveðið hlutfall kvótans á uppboðsmarkað, til dæmis 3 til 8%. Tekjur ríkisins ráðast ekki af því hvaða flokkar eru í ríkisstjórn heldur af markaðsaðstæðum á hverjum tíma.“

Í tvennum viðræðum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við Pírata, Vinstri græn og Samfylkingu í nóvember og desember voru allir flokkar opnir fyrir breytingum í sjávarútvegi þar sem meðal annars yrði látið reyna á uppboð aflaheimilda. Viðreisn átti, í bæði skiptin, frumkvæði að því að viðræðum var slitið eftir að hafa lagst gegn tekjuöflunartillögum Vinstri grænna, meðal annars um prógressífari skattlagningu, til að standa undir auknum útgjöldum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár