Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útilokun flóttamanna frá því að sækja um vernd í Evrópu staðfest með dómi

Með dómi Evr­ópu­dóm­stóls­ins hef­ur Schengen-ríkj­un­um ver­ið leyft að hafna vega­bréfs­árit­un­um fyr­ir flótta­menn. Leið flótta­manna til að sækja um vernd í Evr­ópu er þannig í reynd lok­að.

Útilokun flóttamanna frá því að sækja um vernd í Evrópu staðfest með dómi
Leiðin til verndar Flóttamenn verða að smygla sér til Evrópu til að geta yfirhöfuð sótt um vernd, ef þeim er synjað um vegabréfsáritanir á grundvelli þess að þeir séu flóttamenn. Mynd: Aljazeera

Evrópudómstóllinn hefur staðfest rétt Schengen-ríkja til að hafna vegabréfsumsóknum flóttamanna sem vilja sækja um hæli. Dómur þess efnis féll í dag, þriðjudag. Vilji fólk sem sætir ofsóknum eða stríði tryggja að hælisumsókn þeirra verði tekin til meðferðar í Evrópusambandinu þarf það að koma með ólöglegum bátsferðum, sem sambandið reynir jafnframt að stöðva.

Aðdragandi málsins er sá að kristin fjölskylda úr Aleppo fór til belgíska sendiráðsins í Líbanon í október síðastliðnum, en þá stóð orrustan um Aleppo sem hæst. Foreldrarnir, sem höfðu þrjú börn meðferðis, sögðu frá brottámi og pyntingum sem annað þeirra hafði sætt og útlistuðu versnandi ástand í Sýrlandi. Sér í lagi ættu þau á hættu frekari ofsóknir og ofbeldi sem meðlimir grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Dvöl í Líbanon kom ekki til greina. Líbanon hýsir hátt á aðra milljón flóttamanna, en ríkisborgarar landsins telja um fjórar milljónir. Landið er ekki aðili að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna, og flóttamannastofnunin segir yfirvöld þar „gera aðstæður flóttamanna í landinu afar erfiðar.“ Stofnunin bætir við að „eina langtímalausnin“ fyrir flóttamenn þar sé flutningur þeirra til annarra landa.

Eftir að hafa lagt fram umsóknina sína í Beirút, höfuðborg Líbanon, fór fjölskyldan aftur heim til Sýrlands að bíða niðurstöðu belgískra yfirvalda. Sex dögum síðar, þann átjánda október, var úrskurðað að þar sem vegabréfsáritun væri ekki til afmarkaðs tíma, heldur meint sem leið til að sækja um hæli, væri Belgíu heimilt að hafna henni.

Niðurstaðan er í takt við evrópsk lög og stefnu evrópskra yfirvalda. Meginreglan sem flóttamenn standa frammi fyrir er að einungis er hægt að fá hæli með því að sækja um það innan Schengen-svæðisins. Um leið er opinber stefna Evrópusambandsins að leyfa flóttamönnum ekki að komast í svæðið. Þannig er unnið að því að útiloka aðgang flóttamanna að vernd í Evrópu.

Um milljón flóttamenn komu að ströndum Evrópusambandsins, aðallega á Ítalíu og Grikklandi, árið 2015, og brutu sér leið norður á bóginn, fyrst og fremst til Þýskalands. Upp frá því hefur stjórn Evrópusambandsins reynt að koma á fót aftur frumreglum móttöku flóttamanna í álfunni, en þær ganga út á að landið sem fyrst tekur við flóttamönnunum sjái um hælisumsóknir þeirra. Tilraunir til að dreifa þeirri byrði, sem hefur nær eingöngu lent á Grikklandi og Ítalíu, hafa mætt harðri andstöðu fjöldamargra Evrópusambandsríkja. Innanríkisráðherra Íslands, Sigríður Á. Andersen, lagðist gegn breytingum á fyrirkomulaginu á ráðherrafundi Evrópusambandsins í Möltu í janúar, en þar var rætt að auka samábyrgð Evrópulanda á móttöku flóttamanna.

Nokkur Evrópulönd leyfa flóttamönnum að sækja um hæli í sendiráðum sínum, en fjöldinn sem kemur þá leið er hverfandi.

Steve Peers, prófessor í evrópskri löggjöf við háskólann í Essex, segir dóm Evrópudómstólsins vondan. „Þessi dómur er mikil vonbrigði, séð frá manneskjulegu hliðinni, því hann eftirlætur marga flóttamenn smyglurum og hættunni á að drukkna í óöruggum bátum.“

Fólk sem starfar með flóttamönnum í Evrópu var vonsvikið. Daginn áður hafði ráðgjafi við dómstólinn birt leiðbeinandi álit þar sem ógilding ákvörðunar Belgíu var rökstudd. „Ég er á milli þess að vera of reiður og of sorgmæddur til að geta farið út í þetta,“ segir sjálfboðaliði í Hollandi, sem hefur starfað í flóttamannamálum til nokkurra ára og hefur aðstoðað fólk á stríðssvæðum við að fá þessa sort af vegabréfsáritunum til Frakklands.

Hælismálaráðherra Belgíu var hinsvegar á öðru máli. Hann tilkynnti á Twitter, þegar niðurstaða málsins var ljós, „Yesss! Sigur!“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár