Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útilokun flóttamanna frá því að sækja um vernd í Evrópu staðfest með dómi

Með dómi Evr­ópu­dóm­stóls­ins hef­ur Schengen-ríkj­un­um ver­ið leyft að hafna vega­bréfs­árit­un­um fyr­ir flótta­menn. Leið flótta­manna til að sækja um vernd í Evr­ópu er þannig í reynd lok­að.

Útilokun flóttamanna frá því að sækja um vernd í Evrópu staðfest með dómi
Leiðin til verndar Flóttamenn verða að smygla sér til Evrópu til að geta yfirhöfuð sótt um vernd, ef þeim er synjað um vegabréfsáritanir á grundvelli þess að þeir séu flóttamenn. Mynd: Aljazeera

Evrópudómstóllinn hefur staðfest rétt Schengen-ríkja til að hafna vegabréfsumsóknum flóttamanna sem vilja sækja um hæli. Dómur þess efnis féll í dag, þriðjudag. Vilji fólk sem sætir ofsóknum eða stríði tryggja að hælisumsókn þeirra verði tekin til meðferðar í Evrópusambandinu þarf það að koma með ólöglegum bátsferðum, sem sambandið reynir jafnframt að stöðva.

Aðdragandi málsins er sá að kristin fjölskylda úr Aleppo fór til belgíska sendiráðsins í Líbanon í október síðastliðnum, en þá stóð orrustan um Aleppo sem hæst. Foreldrarnir, sem höfðu þrjú börn meðferðis, sögðu frá brottámi og pyntingum sem annað þeirra hafði sætt og útlistuðu versnandi ástand í Sýrlandi. Sér í lagi ættu þau á hættu frekari ofsóknir og ofbeldi sem meðlimir grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Dvöl í Líbanon kom ekki til greina. Líbanon hýsir hátt á aðra milljón flóttamanna, en ríkisborgarar landsins telja um fjórar milljónir. Landið er ekki aðili að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna, og flóttamannastofnunin segir yfirvöld þar „gera aðstæður flóttamanna í landinu afar erfiðar.“ Stofnunin bætir við að „eina langtímalausnin“ fyrir flóttamenn þar sé flutningur þeirra til annarra landa.

Eftir að hafa lagt fram umsóknina sína í Beirút, höfuðborg Líbanon, fór fjölskyldan aftur heim til Sýrlands að bíða niðurstöðu belgískra yfirvalda. Sex dögum síðar, þann átjánda október, var úrskurðað að þar sem vegabréfsáritun væri ekki til afmarkaðs tíma, heldur meint sem leið til að sækja um hæli, væri Belgíu heimilt að hafna henni.

Niðurstaðan er í takt við evrópsk lög og stefnu evrópskra yfirvalda. Meginreglan sem flóttamenn standa frammi fyrir er að einungis er hægt að fá hæli með því að sækja um það innan Schengen-svæðisins. Um leið er opinber stefna Evrópusambandsins að leyfa flóttamönnum ekki að komast í svæðið. Þannig er unnið að því að útiloka aðgang flóttamanna að vernd í Evrópu.

Um milljón flóttamenn komu að ströndum Evrópusambandsins, aðallega á Ítalíu og Grikklandi, árið 2015, og brutu sér leið norður á bóginn, fyrst og fremst til Þýskalands. Upp frá því hefur stjórn Evrópusambandsins reynt að koma á fót aftur frumreglum móttöku flóttamanna í álfunni, en þær ganga út á að landið sem fyrst tekur við flóttamönnunum sjái um hælisumsóknir þeirra. Tilraunir til að dreifa þeirri byrði, sem hefur nær eingöngu lent á Grikklandi og Ítalíu, hafa mætt harðri andstöðu fjöldamargra Evrópusambandsríkja. Innanríkisráðherra Íslands, Sigríður Á. Andersen, lagðist gegn breytingum á fyrirkomulaginu á ráðherrafundi Evrópusambandsins í Möltu í janúar, en þar var rætt að auka samábyrgð Evrópulanda á móttöku flóttamanna.

Nokkur Evrópulönd leyfa flóttamönnum að sækja um hæli í sendiráðum sínum, en fjöldinn sem kemur þá leið er hverfandi.

Steve Peers, prófessor í evrópskri löggjöf við háskólann í Essex, segir dóm Evrópudómstólsins vondan. „Þessi dómur er mikil vonbrigði, séð frá manneskjulegu hliðinni, því hann eftirlætur marga flóttamenn smyglurum og hættunni á að drukkna í óöruggum bátum.“

Fólk sem starfar með flóttamönnum í Evrópu var vonsvikið. Daginn áður hafði ráðgjafi við dómstólinn birt leiðbeinandi álit þar sem ógilding ákvörðunar Belgíu var rökstudd. „Ég er á milli þess að vera of reiður og of sorgmæddur til að geta farið út í þetta,“ segir sjálfboðaliði í Hollandi, sem hefur starfað í flóttamannamálum til nokkurra ára og hefur aðstoðað fólk á stríðssvæðum við að fá þessa sort af vegabréfsáritunum til Frakklands.

Hælismálaráðherra Belgíu var hinsvegar á öðru máli. Hann tilkynnti á Twitter, þegar niðurstaða málsins var ljós, „Yesss! Sigur!“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár