Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útilokun flóttamanna frá því að sækja um vernd í Evrópu staðfest með dómi

Með dómi Evr­ópu­dóm­stóls­ins hef­ur Schengen-ríkj­un­um ver­ið leyft að hafna vega­bréfs­árit­un­um fyr­ir flótta­menn. Leið flótta­manna til að sækja um vernd í Evr­ópu er þannig í reynd lok­að.

Útilokun flóttamanna frá því að sækja um vernd í Evrópu staðfest með dómi
Leiðin til verndar Flóttamenn verða að smygla sér til Evrópu til að geta yfirhöfuð sótt um vernd, ef þeim er synjað um vegabréfsáritanir á grundvelli þess að þeir séu flóttamenn. Mynd: Aljazeera

Evrópudómstóllinn hefur staðfest rétt Schengen-ríkja til að hafna vegabréfsumsóknum flóttamanna sem vilja sækja um hæli. Dómur þess efnis féll í dag, þriðjudag. Vilji fólk sem sætir ofsóknum eða stríði tryggja að hælisumsókn þeirra verði tekin til meðferðar í Evrópusambandinu þarf það að koma með ólöglegum bátsferðum, sem sambandið reynir jafnframt að stöðva.

Aðdragandi málsins er sá að kristin fjölskylda úr Aleppo fór til belgíska sendiráðsins í Líbanon í október síðastliðnum, en þá stóð orrustan um Aleppo sem hæst. Foreldrarnir, sem höfðu þrjú börn meðferðis, sögðu frá brottámi og pyntingum sem annað þeirra hafði sætt og útlistuðu versnandi ástand í Sýrlandi. Sér í lagi ættu þau á hættu frekari ofsóknir og ofbeldi sem meðlimir grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Dvöl í Líbanon kom ekki til greina. Líbanon hýsir hátt á aðra milljón flóttamanna, en ríkisborgarar landsins telja um fjórar milljónir. Landið er ekki aðili að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna, og flóttamannastofnunin segir yfirvöld þar „gera aðstæður flóttamanna í landinu afar erfiðar.“ Stofnunin bætir við að „eina langtímalausnin“ fyrir flóttamenn þar sé flutningur þeirra til annarra landa.

Eftir að hafa lagt fram umsóknina sína í Beirút, höfuðborg Líbanon, fór fjölskyldan aftur heim til Sýrlands að bíða niðurstöðu belgískra yfirvalda. Sex dögum síðar, þann átjánda október, var úrskurðað að þar sem vegabréfsáritun væri ekki til afmarkaðs tíma, heldur meint sem leið til að sækja um hæli, væri Belgíu heimilt að hafna henni.

Niðurstaðan er í takt við evrópsk lög og stefnu evrópskra yfirvalda. Meginreglan sem flóttamenn standa frammi fyrir er að einungis er hægt að fá hæli með því að sækja um það innan Schengen-svæðisins. Um leið er opinber stefna Evrópusambandsins að leyfa flóttamönnum ekki að komast í svæðið. Þannig er unnið að því að útiloka aðgang flóttamanna að vernd í Evrópu.

Um milljón flóttamenn komu að ströndum Evrópusambandsins, aðallega á Ítalíu og Grikklandi, árið 2015, og brutu sér leið norður á bóginn, fyrst og fremst til Þýskalands. Upp frá því hefur stjórn Evrópusambandsins reynt að koma á fót aftur frumreglum móttöku flóttamanna í álfunni, en þær ganga út á að landið sem fyrst tekur við flóttamönnunum sjái um hælisumsóknir þeirra. Tilraunir til að dreifa þeirri byrði, sem hefur nær eingöngu lent á Grikklandi og Ítalíu, hafa mætt harðri andstöðu fjöldamargra Evrópusambandsríkja. Innanríkisráðherra Íslands, Sigríður Á. Andersen, lagðist gegn breytingum á fyrirkomulaginu á ráðherrafundi Evrópusambandsins í Möltu í janúar, en þar var rætt að auka samábyrgð Evrópulanda á móttöku flóttamanna.

Nokkur Evrópulönd leyfa flóttamönnum að sækja um hæli í sendiráðum sínum, en fjöldinn sem kemur þá leið er hverfandi.

Steve Peers, prófessor í evrópskri löggjöf við háskólann í Essex, segir dóm Evrópudómstólsins vondan. „Þessi dómur er mikil vonbrigði, séð frá manneskjulegu hliðinni, því hann eftirlætur marga flóttamenn smyglurum og hættunni á að drukkna í óöruggum bátum.“

Fólk sem starfar með flóttamönnum í Evrópu var vonsvikið. Daginn áður hafði ráðgjafi við dómstólinn birt leiðbeinandi álit þar sem ógilding ákvörðunar Belgíu var rökstudd. „Ég er á milli þess að vera of reiður og of sorgmæddur til að geta farið út í þetta,“ segir sjálfboðaliði í Hollandi, sem hefur starfað í flóttamannamálum til nokkurra ára og hefur aðstoðað fólk á stríðssvæðum við að fá þessa sort af vegabréfsáritunum til Frakklands.

Hælismálaráðherra Belgíu var hinsvegar á öðru máli. Hann tilkynnti á Twitter, þegar niðurstaða málsins var ljós, „Yesss! Sigur!“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár